Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 15
Börn Ekki snuöa börnin! Nokkrar hagnýtar áhendingar um snuo og pelatúttur Flestir foreldrar líta á snuð sem ómissandi þátt í lífi bams, til jafns við bleiur og barnavagna. En að mörgu er að gæta þegar snuð eru keypt, því hafa verður í huga að þeim er ætlað að vera í munni óvita barns og því skiptir máli fyrir öryggi barnsins að velja gott snuð og fara rétt með það. Latex eða silíkon? Við kaup á snuðum stendur valið milli snuða sem fram- leidd eru úr náttúrulegu gúmmí, svokallaðra latex- snuða, og snuða sem fram- leidd eru úr gerviefninu sil- íkon. Latex-snuðin eru gulleit og verða brúnleit með tíman- um, en silíkon-snuð eru gegn- sæ og ljós. Silíkonsnuð eru ekki eins teygjanleg og latexsnuðin, en hin fyrrnefndu endast betur. Á vegum evrópsku staðla- samtakanna, CEN, hefur á undanförnum árum verið unn- ið ötullega að stöðlum fyrir snuð. Þessi vinna er nú vel á veg komin og er einn hluti Staðalsins frágenginn. Hann fjallar um aðferð við að prófa leyfilegt innihald efnasam- banda í latexsnuðum og -tútt- um. Númer staðalsins er ÍST EN 12868:1999. Evrópskar neytendastofn- anir og -samtök hafa barist fyrir því að settur sé síðasti söludagur á snuð. Ástæðan er sú að ljós, hiti, súrefni og óson hafa áhrif á latex, það endist því illa og getur jafnvel molnað í munni barns ef það er orðið gamalt. Til að gera neytendum kleift að skoða snuðin áður en þau eru keypt eru þau yfirleitt í gegnsæjum umbúðum, en slíkt verndar ekki gegn áhrifum hita og lofts. Þegar gúmmí eldist breytist liturinn úr gulu í brúnan og því er tiltölulega auðvelt að sjá hvort latexsnuð eru nýlega framleidd eða ekki. Náttúrugúmmí er unnið úr gúmmítrjám en fer í gegnum efnameðferð til að öðlast teygjanleika, endingu og há- markskraft. Vegna þessarar meðferðar losar latexið ýmis efni við notkun. Latex er not- að í ýmsar framleiðsluvörur, til dæmis teygjur, smokka og gúmmíhanska. Reynslan hef- ur sýnt að notkun á vörum framleiddum úr latexi getur valdið meiriháttar ofnæmis- viðbrögðum, en slíkum tilfell- um hefur fjölgað á undanförn- um árum. Því er talið að sil- íkonsnuðin hæfi best fyrirbur- um þar sem ekki er hætta á að barnið fái ofnæmi af þeim og einnig af því að auðvelt er að halda þeim hreinum. Áður en snuð er notað Til að minnka efnainnihald í snuðum er ráðlegt að sjóða ný snuð í miklu vatni í 10 mínút- ur áður en þau eru notuð í fyrsta skipti. Þannig er hægt að losna við eitthvað af efna- samböndunum úr nýjum snuðum. Áður en snuð er sett upp í barn er gott ráð að toga snuð- ið í allar áttir til að ganga úr skugga um að það molni ekki úr því. Þannig kernur í ljós hvort snuðið er gamalt eða ekki. Skífa með hring eða hnúðum Mikið hefur verið rætt og rit- að um ákjósanlega stærð skff- unnar og sýnist sitt hverjum. Sumir eru á þeirri skoðun að skífan eigi að vera sem stærst því þá sé minni hætta á að snuðið fari í heilu lagi upp í munn bamsins. Aðrir eru þeirrar skoðunar að minni skífur séu betri, það sé hvort sem er aldrei hægt að hafa skífumar það stórar að snuðin geti ekki farið í heilu lagi upp í börnin. Á markaði eru snuð með skífum sem eru mun þyngri en æskilegt er þar sem óþarfa skraut er fest á skífurn- ar. Slíkt getur valdið bami óþægindum og er því ekki mælt með slíkum snuðum. Skffurnar eru ýmist með hring eða hnúð til að ná gripi á snuðunum. Sérfræðingar mæla eindregið með því að notuð séu snuð með hring því þá er auðveldara að ná taki á snuðinu til að toga það út úr munni barns. Loftgöt og snuðkeðjur Mikilvægt er að loftgöt séu á skífunni svo að barnið geti andað ef snuð festist í munni þess eða hálsi. Miðað er við að minnsta kosti tvö loftgöt, 4 millimetra stór á skífunni. Séu loftgötin of lítil er hætta á að þau geti stíflast ef bamið kast- ar upp með snuðið fast í munni eða hálsi. Snuðkeðjur hafa notið tals- verðra vinsælda, en hér sem á öðrum sviðum er aðgátar þörf. Snuðkeðjur mega ekki vera lengri en 22 sentimetrar, að öðrum kosti er hætta á að keðjan geti vafist um hálsinn á börnum og valdið köfnun. Ennfremur ber að forðast snuðkeðjur með öryggisnæl- um, þær geta opnast og stung- ist í bömin. Til umhugsunar í hinum fullkomna heimi eru böm aldrei látin vera ein með snuð uppi í sér. Því rniður er veruleikinn annar en það er aldrei of varlega farið. Mikil- vægt er að fylgjast reglulega með barni sem er með snuð uppi í sér, mörg slys hafa orð- ið við að snuð hrekkur upp í munn bams og því þarf að vera vel á verði. Þá er nauð- synlegt að sjóða snuð með reglulegu millibili til að tryggja hreinlæti. Nánari upplýsingar veitir Markaðsgœsludeilcl Löggild- ingarstofu. Sími 510 1100, netföng birna@ls.is og fjola@ls.is. Höfundur er Birna Hreiðarsdóttir, deildarstjóri markaðsgæsludeildar Löggildingarstofu NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.