Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 11
DVD-spilarar Heimabíó á hagstæðu verði Mikil sala er í DVD-mynd- geislaspilurum víða um heim. Allt bendir til þess að þessi fjölhæfu tæki, sem líka geta spilað CD-hljómdiska, breið- ist hraðar út en myndbands- tækin á sínum tíma. Hefð- bundin myndbandstæki geta tæknilega ekki skilað jafn- skarpri og stöðugri mynd og ráða heldur ekki við þann stafræna hljómflutning sem er æskilegastur í heimabíói. Þar að auki fer verð DVD-spilar- anna stöðugt lækkandi. Þegar Neytendablaðið gerði mark- aðskönnun á spilurum fyrir réttu ári (sjá 1. tbl. 2000) voru 37 gerðir á markaðnum og kostuðu þær ódýrustu 35-40 þús.kr. en nú eru fást hér 62 spilarar og þeir ódýrustu um 25 þús.kr. Hér eru birtar niðurstöður úr gæðakönnun International Consumer Research and Test- ing (ICRT) á níu DVD-spilur- um. Fimm þeirra fást hérlend- is en auk þess spilarar sem eru mjög svipaðir fjórum þeirra. heppileg ef tengjast á samtím- is fleiri tækjum en sjónvarpi, t.d. gervihnattamóttakara eða myndbandstæki. Og í þau vantar stundum fullkomnustu stafrænu hljóðkerfin (digital surround-decoder og DTS) til að nýta til fulls fjölrása hljóminn í fimm hátölurum eins og í heimabíói. En það skiptir í raun oft ekki öllu máli því stafrænt hljóðkerfi er að jafnaði í öllum sjónvarps- móttökurum núorðið. Varað er við að kaupa í stórverslunum erlendis eða á netinu ódýra DVD-spilara án vorumerkis („no name“). I könnunum hefur kornið í ljós að myndgæðin eru miklu síðri en tíðkast í „alvöru“-tækjum, þau sýna ekki rétta birtu eða liti og kyrrmyndirnar geta vart kallast því nafni. Þau er oft auglýst með ýmsum kost- um, og reyndar koma staf- rænu hljómkerfin ágætlega út, en yfirleitt eru þægindi í notk- un lítil, viðbragðstími langur o.s.frv. Ennfremur er örugg- ast varðandi ráðgjöf og þjón- ustu að kaupa „merkjavöru”. Spilun diska Algengt er nú að fólk noti geislaskrifara (brennara) til að setja mynd og hljóð á CD-R- og CD-RW-geisladiska. Margir en alls ekki allir DVD-spilarar geta spilað þá. Á CD-R-diska er hægt að brenna einu sinni en oft á CD-RW-diska, þeir eru end- uráritanlegir (rewritable). Til athugunar fyrir kaup Yfirleitt er óhætt að kaupa DVD-spilara í lægri verð- flokkum ef notandinn ætlast aðeins til að fá mikil mynd- og hljómgæði. Spilararnir fá oftast háar einkunnir í þeim efnum. Það sem kaupandinn greiðir meiri peninga fyrir er að jafnaði fjölþættari búnaður og möguleikar. DVD-spilur- um í lægri verðflokkum fylgja t.d. yfirleitt ekki heym- artól eða myndjuðari (jog- shuttle) fyrir mismunandi handvirka hrað- og hægspilun myndefnis. Þau hafa heldur ekki auka scart-tengi sem eru Ný markaðskönnun á netinu Ný markaðskönnun á 62 DVD-spilurum er á vef Neytendasamtakanna (www.ns.is). I henni koma fram 20 atriði um hvert tæki. Markaðskönnunin er á læstri síðu. Lykil- orðið er „neytandi“. Á www.ns.is eru svör við þessum spum- ingum um 62 DVD-spilara á íslenska mark- aðnum: • Hver er seljandi, hvert er staðgreiðsluverð, krítarkortsverð, raðgreiðsluverö? • Hve langur er ábyrgðartíminn? • Hvert er framleiðslulandið og framleið- andinn? • Hvert er hljómkerfið, - er spilarinn með „surround-decoder“, Dolby Digital eða Digital Theatre Sound (DTS)? • Spilar hann truflunarlaust CD-R- og CD- RW-diska úr geislaskrifurum (brennur- um)? • Er hann með innstungu fyrir heymartól? • Er hann með myndjuðara (jog-shuttle)? • Hve mörg scart-tengi hefur hann? • Getur hann spilað MP3-tónlist af CD-R- og CD-RW-diskum? • Hve marga diska tekur hann í einu? • Er hægt að breyta svæðislæsingu? • Getur hann spilað diska fyrir öll svæði (kerfí)? • Getur hann spilað bandaríska NTSC-diska í PAL? NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.