Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 12

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 12
töku í þingstörfum var nokkuö rýmkaður, en tillagan um eins konar aðild var felld, enda þurfti 2/3 hluta atkvæöa til samþykktar. Talið var þó að hugmyndin hefði mun meira fylgi en á fyrri þing- um og áhugi á að halda málinu opnu áfram. Athygli vakti þó að mörg lönd, sem höfðu aukaaðild eða höfðu nýlega fengið fulla aðild, lýstu sig andvíga til- lögunni. Tími fyrir næstu umræðuefni: WAGGS and the world today", um stöðu og hlutverk samtakanna, og "Guiding for the girl, train- ing for the leader", um skátun og foringjaþjálfun, þrengdist mjög, vegna þess hve umræður um aukaaðild drógust á langinn, og eftir framsöguræöur rétt fyrir kvöldmat fóru hópumræður fram eftir kvöldmat. Voru þing- fulltrúar orönir þreyttir og féllu umræður gjarnan £ þann far- veg að segja frá hvernig hlut- unum var háttaö í hverju landi. Og reyndar er mjög fróðlegt að heyra hve skátastarfið er mismunandi í hinum ýmsu löndum. Víða í þróunarlöndunum beinist starfið að því að útrýma ólæsi, kenna hreinlæti og heilsufræði, hannyrðir og annað þ.u.l. For- ingjar eru víða fengnir úr hópi kennaranema og foringja- þjálfunin þá tengd kennara- náminu. - Annars var þarna brydd- að á áhugaveröum efnum, svo sem hvernig slík hreyfing geti bætt stöðu kvenna, hvernig megi nálgast minnihlutahópa, hvaða hlutverki hreyfingin geti gegnt í neyðarástandi, hlutverk full- orðinna í æskulýðshreyfingu, hvernig WAGGS geti bezt aðstoð- að við foringjaþjálfun í hinum ýmsu löndum, hvernig megi auka alþjóðleg samskipti og skiln- ing í starfinu og hvernig mið- stöðvarnar fjórar, sem samtök- in eiga, Sangam í Indlandi, Our Cabana í Mexico, Our Chalet í Sviss og Olave House í London geti komið að sem beztu gagni. Þá kom hjálparsjóður samtakanna, Thinking Day fund, mjög til um- ræðu, en hann er byggður á frjálsu framlagi skátanna sjálfra og er notaður til útbreiðslu á skatastarfi, þar sem: ekkert starf er fyrir eða þar sem að- stoðar er þörf eða sérstök verk- efni eru á döfinni. Framlög hafa verið lág eða 1-2 ensk pence á skáta, en áherzla lögo á, aö skátarnir legðu sjálfir fram þessar 5-10 krónur um leiö og tækifæriö væri notaö til að fræöa þá um skátastarf í þróunarlöndunum. Hafa sam- tökin útbúið kynningarefni, aðal- lega skuggamyndir til nota í þessu skyni og hefur BXS pant- að eintak af því. Fjármál voru mjög mikið til umræöu á ráðstefnunni, þar sem Danmörk og Noregur höfðu boriö fram tillögur um breyt- ingu á skattgreiðslum til sam- takanna í þá átt, aö þær mið- uðust við þjóðartekjur í hverju landi. Var aðildarlöndum skipt í 4 flokka eftir þjóðartekjum, þannig að þjóðir í flokknum með lægstar tekjur greiða tæpl. helm- ing á viö þær sem í hæsta flokkn- um eru. Spunnust um þetta mikl- ar umræður, en að lokum var þó samþykkt með miklum meirihluta aö taka kerfið til reynslu £ 3 ár. Var þá eftir þrautin þyngri að ákveöa greiðslur til að mæta fjárhagsáætlun næstu þriggja ára. Var fjárhagsáætlun endan- lega samþykkt meö halla, en góð- um loforöum um aö efla Thinking- Day sjóðinn, svo aö áfram mætti halda útbreiðslu og erindrekstri x þeim mæli, sem fyrirhugað var. Þá var bent á, að ráöstefnugjöld gætu borið uppi kostnað við ráð- stefnurnar, en þær eru mjög þung- ur baggi á hinni kröppu fjarhags- áætlun samtakanna. Geta má þess að skattgreiðsla í hæsta flokki, sem Island er í, er 2.3-2.7 pence á skáta eða alls 70 pund næsta ár, en rúm 8 0 pund hin tvö árin. Hefur þá helstu samþykkta ver- iö getið, en margt bar aö sjálf- sögðu á góma. Þess má geta að starfsemi svæðasamtaka virðist vera aö aukast, svo sem Evrópu- ráðstefnan í Reykjavík bar vott um, og valda því tungumála- vandkvæði, ólíkur merrningar- arfur og ólíkt þjóðskipulag að 12

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.