Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 21

Foringinn - 01.10.1975, Blaðsíða 21
HÖFUM VIÐ LÆRT AÐ LÆRA AF ÖÐRUM Hollandi 17. ;úst 1975. Nú þegar blessuðu Jamboríinu er lokið,þá fara endurminningarnar að skjóta fram kollinum og menn fara aö rifja þaö upp sem þeir hafa séð og veriö þátttakendur í. Eins fara margir af staö og reyna aÖ notfæra sér þær hugmyndir sem þeir hafa séö. Þá kemur fram sú spurning: "Höfum við lært að læra af öðrum?" Eða með öðrum orðum getum við útfært þær hugmyndir sem viö sáum, í þann búning sem okkur hæfir og við getum notað, því þær koma frá ýmsum áttum, frá mörgum löndum og þar af leiö- andi mismunandi fólki. Ég hef kynnst frá minni reynslu að oft vilji það brenna við að þær hug- myndir sem foringjar fá, fari frá þeim óbreyttar og geti geng- ið foringja fram af foringja án breytinga. Ég minnist þess þegar sveitarforingi minn var nýkominn af Gilwellskólanum þá kom hann meh nýja skátaleiki fyrir okkur, og svo þegar ég var þess heiðurs aðnjótandi að komast þangað í skólann tæpum 10 árum síðar, þá rekst ég á þessa sömu leiki aftur svo það er engin furða að menn spyrji: Geturðu útfært leik svo að hann hafi sama markmiö en að skátarnir taki ekki eftir því aö þetta sé sami leikurinn. Þetta er það sama og ef einhver listmál- ari fær yndi af einhverjum staö þá reynir hann að útfæra hann í sem flestum myndum, en ekki gera hverja kópíuna á eftir annari frá sama stað. Því ætti það að komast á að reyna hugmyndaflug foringja með þv£ að láta þá spreyta sig á að útfæra leiki. Það getur ver- ið erfitt fyrst á meðan þeir eru að fikra sig áfram, i þaö kemur þegar foringinn veit :vað hann má og getur leyft i ? - eins og einhver hefur lé' 5 útiir sér. iiRóm var ekki byggð einum degi" eins er hægt að segja : M en ekki góður foringi um leið og þú færð skipunarbrlfið - þú verður að vinna til þess og þaö getur kostað sitt svitabaö. Með skátakveöju. Haukur Björnsson. ju— ii—mifnimiiiiiiiwiiii mw' 'W N0RDJAMB75 Kæru skátavinirí Þó að ég hafi, sem drengur, tekið sérpróf í að rekja sláð, sem enn er mjög vinsælt, þá get ég samt sem áður ekki rakið sláðina til hvers og eins þeirra mörgu skáta- vina minna, sem háldu upp á fimm- tugsafmæli mitt, fyrst á Nordjamb og síðar heima í Turku. Ég hefði gjarnan viljað þakka ykkur öllum persónulega, en verð að láta nægja að gera það á þenn- an hátt. Ég sendi mínar innilegustu þakkir fyrir, að þið gerðuð afmælisdag minn skemmtilega og ógleymanlega skátahátíð - eina af stærstu stundum lífs míns. Með skátakveðju, \UuJL fulltrdi Finlands £ Mótsnefnd Nordjamb. 21

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.