Bændablaðið - 21.04.1998, Page 1
7. tölublað 4. árgangur
Þriðjudagur 21. apríl 1998
ISSN 1025-5621
Opifl hús
hja Rala ú
Mfiflru-
vfillum
Miðvikudaginn 29. apríl gefst
bændum og öðrum áhuga-
mönnum kostur á að kynna
sér starfsemi Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins á
Möðruvöllum.
Kynning verður í höndum bú-
stjóra og sérfræðinga og munu
þeir segja frá þeim rannsóknum
sem unnið er að og sýna að-
stöðuna.
Fólk getur farið fyrst í til-
raunafjósið og séð þar fóðurtil-
raunir með nautgripi, bæði mjólk-
urkýr og kálfa af mismunandi kúa-
kynjum. Einnig geta gestir skoðað
mismunandi básamilligerðir sem
verið er að prófa í fjósinu. í jarð-
ræktarhúsinu (Eggertsfjós), verður
gerð grein fyrir rannsóknum á
plöntum og smádýrum í jarðvegi.
Kynningin stendur frá kl.
13:00 til kl. 17:00 og getur fólk
komið hvenær sem er á þeim tíma.
Allir eru velkomnir.
Baendablaðið
Bændablaðið kemur næst út
5. maí. Stærri auglýsingar
þurfa að hafa borist blaðinu
síðdegis 29. apríl en tekið er
á móti smáauglýsingum til
kl. 16:00 30. apríl.
GuOmundur
Lárusson hæfflr
sem formaOur LK
„í sumar hef ég í hyggju að
snúa mér alfarið að bú-
rekstrinum og minnka þátt-
töku í félagsmálum. Því mun
ég ekki gefa kost á mér sem
formaður LK á aðalfundi fé-
lagsins í ágúst,“ sagði Guð-
mundur Lárusson, formaður
Landssam-
bands kúa-
bænda en
hann hefur
gegnt for-
mennsku í LK í
tíu ár. „Starf
mitt hjá LK
hefur vissulega
gefið mér
mikið. Ég hef
kynnst mörgu
góðu fólki og tekið þátt í ýmsu
áhugaverðu en því verður ekki
á móti mælt að búið hefur liðið
fyrir félagsmálaþátttökuna."
Guðmundur sagði að í upphafi
hefði LK ekki verið viðurkennt
sem málsvari búgreinarinnar.
„Þetta hefur breyst og því fagna ég
að sjálfsögðu," sagði formaður
LK. „Nú hefur það einnig gerst að
ábyrgð á framleiðslu og verð-
lagningu nautakjöts er alfarið á
ábyrgð LK. Umdeildasta verk-
efnið sem LK hefur beitt sér fyrir
er innflutningur á erfðaefni. Hér er
á ferðinni afar mikið tilfinninga-
mál og ég get vel viðurkennt að
við fórum óvarlega af stað en nú
tel ég að að náðst hafi meiri sátt
um verkefnið. Eg trúi því að þetta
sé leið sem bændur geta almennt
verið sáttir við.
Viðtal við Guðmund Lárusson
verður birt í Frey sem kemur út
innan skamms.
Sölufélag garðyrkjumanna semur við Búnaðarbankann
Samningurinn felur I súr 34%
lækkun Qúrmagnskostnaflar
SFG vinniir markvisst nð lækkun kostnaflar hjú garflyrkjubændum
Garðyrkjubændur, sem leggja afurðir
sínar inn hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna, geta nú vænst þess að lækka
fjármagnskostnað fyrirtækja sinna í
kjölfar samnings sem SFG hefur gert
við Búnaðarbanka íslands.
Samningurinn felur í sér lækkun á fjár-
magnskostnaði um 34%. Samningur-
inn er eitt af mörgum skrefum sem
SFG hefur tekið á liðnum árum í þá átt
að draga úr rekstrarkostnaði garð-
yrkjustöðva. Frá árinu 1995 hefur SFG
til dæmis tekið á sig flutningskostnað
frá garðyrkjustöðvum til höfuðstöðva
fyrirtækisins. Einnig hefur SFG frá
árinu 1997 séð um umbúðir vegna
framleiðslunnar. Á liðnum árum hefur
söluþóknun fyrirtækisins lækkað um
rúm 30%.
„Samningurinn við Búnaðarbankann er
í höfn en hann leiðir af sér að fjármagns-
kostnaður framleiðenda, sem leggja inn hjá
SFG, og þurfa á bankafyrirgreiðslu að halda
lækkar verulega. Bændur hafa með sölu á
viðskiptavíxlum verið að greiða 14% for-
vexti auk 1% kostnaðar í hvert skipti sem
að víxill hefur verið seldur en þeir hafa
yfirleitt verið til um 65 daga. Á ársgrund-
velli hefur því árlegur kostnaður bænda
verið að lágmarki 18% með sölu viðskipta-
víxla en lækkar nú niður í 12%. Það munar
um minna,“ sagði Pálmi Haraldsson, for-
stjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Pálmi
sagði aðstæður allar í þjóðfélaginu hafa
breyst frá því sem áður var og nú væri það
beinlínis skylda afurðasölufyrirtækja að að-
stoða framleiðendur við að lækka kostnað.
„Þetta er nauðsynlegt þar sem það er ekkert
svigrúm lengur hjá neytandanum. Ekki er
hægt að sækja auknar tekjur í vasa hans
með hækkun á afurðaverði enda hefur verð
á íslensku grænmeti lækkað ár hvert.“
SFG gengur í ábyrgð
Pálmi sagði að Búnaðarbankinn, undir
forystu Stefáns Pálsson, bankastjóra, hefði
sýnt það að hann hefði áhuga og vilja að
standa undir nafni. „Bankinn vildi koma til
móts við þarfir umbjóðenda okkar, garð-
yrkjubænda, og gera við okkur heildar-
samning. Þama gengur SFG í ábyrgð fyrir
bænduma og því getur bankinn leyft sér að
lækka kostnaðinn eða með öðmm orðum
vextina." En er SFG að færa Búnaðar-
bankanum umtalsverð viðskipti? Pálmi
sagði erfitt að meta það í smáatriðum en lík-
legt væri að ýmsir bændur mundu færa við-
skipti sín í Búnaðarbankann í framhaldi af
gerð samningsins. Hins vegar væri enginn
neyddur til að færa viðskipti sín úr öðmm
bönkum yfir í Búnaðarbankann.
„Við emm með þessum samningi að
brjóta upp ákveðið munstur. Það er ekki
keppikefli SFG að bændur skipti eingöngu
við Búnaðarbankann en það sýndi sig að
hann hefur áhuga á að bæta hag framleið-
enda og ég er bankanum þakklátur fyrir að
hafa komið að málinu af jafn mikilli ábyrgð
og raun ber vitni. Ljóst er að framleiðendur
em margir hverjir með háan fjármagns-
kostnað og hvað varðar stærri búin þá
getum við verið að tala um einhver hundruð
þúsunda sem þau spara eftir gerð þessa
samnings - að því gefnu að eigendumir taki
upp viðskipti við Búnaðarbankann."
Pálmi sagði það stefnu fyrirtækisins að
helga sig ekki eingöngu því hlutverki að
selja afurðir bænda. „Við höfum reynt að
lækka þóknun félagsins á óbeinan hátt. SFG
tók að sér flutninginn án þess að leggja
álögur á félagsmenn og þannig tókst að
lækka dreifingarkostnað framleiðenda."
Nœst eru það iðgjöld tryggingafélaga
Pálmi sagði hann hefði fengið aðgang
að ársreikningum nokkurra búa og valið
fimm stærstu útgjaldaliðina. „í framhaldi af
því settum við flutningadeild á fót sem hef-
ur sparað framleiðendum tugi prósenta.
Næsta skref var að lækka umbúðakostnað-
inn og nú er það fjármagnskostnaðurinn.
„Fyrir áramót vænti ég að við höfum getað
tekið á tryggingamálunum og knúið fram
lækkun á iðgjöldum vegna trygginga. Eng-
inn kostnaðarliður er heilagur enda er lækk-
un kostnaðar eina leiðin fyrir innlenda
framleiðendur til þess að lifa af,“ sagði
Pálmi. „Það er markmið félagsins áfram að
vinna að hagsmunamálum þeirra framleið-
enda sem leggja inn í þetta félag. Við teljum
að þetta verði að gera með viðskipta-
hagsmuni að leiðarljósi en ekki með fé-
lagslegum hlutum eins og áður tíðkaðist."