Bændablaðið - 21.04.1998, Page 10

Bændablaðið - 21.04.1998, Page 10
10 Bœndablaðið Þriðjudagur 21. apríl 1998 Hópurinn samankominn á flugvellinum í Glasgow á heimleið. Hrútar með blá belti og whiskíverksmiðja í Skotlandi Það hefur verið venja að 2. bekkur á Hvanneyri fari í náms- og skemmtiferð erlendis í eina viku. Ákveðið var að fara til Skotlands þetta árið og sú ferð var farin í febrúar. Voru það 28 ferðalangar sem stigu upp í flugvél og héldu af landi brott og var ákvörðunarstaðurinn Glasgow. Hér á eftir kemur ferðasagan okkar. Laugardagur 7.febrúar. Við bókuðum okkur inn og fórum svo inn í flugstöðina og allir mættu á réttum tíma í flugvélina. Sumir voru með fiðring í fótboltatánum enda fór hluti hópsins á fótboltaleik hjá Glasgow Rangers. Þetta var gnðarleg upplifun, þar sem 50 þúsund áhorfendur voru samankomnir og mikil stemming á staðnum. Sunnudagur 8.febrúar. Við fórum meðal annars í stærsta ullarsel Skotlands. Þetta var gríðarlega stór verslun með allt sem tengdist ull, en Skotar leggja mikið upp úr ullarframleiðslu og vanda sig mikið í þeirri framleiðslu. Þar var líka kynning á sauðfjárrækt; ungur maður var þama og kynnti okkur starfsemi á fjárbúum, hvemig allt gengi nú fyrir sig árið um kring. Meðal annars komumst við að því að þeir setja belti á hrútana um fengitímann og í því er blár litur, þannig að það sést á ánum, ef að hrútamir hafa verið að eiga við þær. Einnig sagði hann okkur frá því að flestir hrútamir em geltir sem smálömb, til að öll orkan fari í kjötvöxt og þeir geti slátrað þeim fyrr. Svo var komið að hápunkti dagsins, heimsókn í whiskíverksmiðju. Whiskíið sem þar er framleitt heitir Glengoyne og er maltwhiskí. Við dreyptum á 10 ára gamalli framleiðslu á meðan við horfðum á kynningarmyndband um staðinn og framleiðsluna. Svo vomm við leidd í gegnum verksmiðjuna og framleiðsluferillinn kynntur. Aðaluppistaðan í whiskíinu er vatn, bygg og ger og því sáu margir fram á það að það væri alveg eins hægt að framleiða whiskí á Islandi, því ekki? Mánudagur 9febrúar. Nú var það m.a. heimsókn í landbúnaðarháskólann í Edinborg. Þar tók á móti okkur kynningarfulltrúi skólans sem sagði okkur frá skólanum og leiddi okkur um lítinn hluta hans, m.a. bókasafnið, bókaútgáfuna og tilraunastofur. Okkur var sagt að mikil áhersla væri lögð á tölvukennslu og að nemendur tileinkuðu sér tölvuvinnuna. í Skotlandi er búið að sameina útgáfu landbúnaðarefnis undir einn hatt og sér háskólinn um útgáfu á því. M.a. sáum við Handbók bænda í Skotlandi og er hún um tvöfalt stærri en okkar. Skólinn þama er líka gríðarlega stór og gamla skólahúsið okkar hér á Hvanneyri virtist því vera mjög lítið í samanburði við hann. Eftir þessa skoðun vildum við fara að sjá tilraunabúin þeirra. Skólinn er með sex tilraunabú dreifð um landið, því að ekki em búskaparskilyrðin alls staðar eins. Býlið sem við skoðuðum er ekki langt frá Edinborg. Hér er um að ræða tilraunabýli í nautakjötsframleiðslu og sauðfjárrækt. Gripahúsin vom ekki beysin á íslenskan mælikvarða, opin á hliðunum og blés vel í gegnum þau. En í Skotlandi er nú veðurfarið öðmvísi en á Islandi, það rignir hvorki né snjóar lárétt, að sama skapi og hér á landi. Gripimir þama vom allir í stómm stíum með mikið af hálmi undir sér og virtust hafa það mjög gott. Þeir em aldir á votheyi, komi og afgöngum úr whiskí- verksmiðjum (bygg). Þama sáum við nokkra stofna og mismuninn á þeim stærðarlega, en nokkrar tilraunir vom þarna í gangi. Svo fómm við og skoðuðum sauðfjárbúið. Þar gat einnig að líta marga stofna, eins og Blackface og Blueface. Fjárhúsin þar vom ekki fyrir íslenskar aðstæður, gisin og ekkert mjög traust að sjá. Kindumar vom með hálm undir sér og var gefið vothey. Sauðburður er venjulega ekki fyrr en í apríl, en í einu húsanna var hann nú samt nýlega byrjaður. Þar var tilraun í gangi, sem fólst í því að ala lömbin upp í 19 kg og slátra þeim þá. Það hafði gefist vel og þeir fengið mjög gott verð fyrir það kjöt. Þá fengum við að sjá mjólkurkúabú. Þar vom 200 mjólkandi kýr í gríðarlega stóm lausagöngufjósi. Fóðmnartilraun var í gangi á helmingi kúnna og þær fóðraðar með skynjarakerfi, þ.e. hálsbandi með nema sem tölvan svo las af þegar kýrin fékk sér að éta. Mjaltabásinn var fyrir 20 kýr og mjaltakerfið var tölvustýrt, þannig að mjaltamaðurinn þurfti aðeins að setja tækin á. Það tók hann tvo klukkutíma að mjólka allar kýmar. Hann þvoði ekki júgrin með vatni og sápu, heldur þurrkaði þau með klút. Það var aðeins einn maður að mjólka og hann var ekki á útopnu eins og ætla mætti. Kýmar í þessu fjósi mjólkuðu yfir 7000 lítra á ári og var kvótinn um 1,5 milljón lítra. Kvótakerfi er í Skotlandi og fá menn borgað um 25 krónur fyrir lítrann. Margir sáu framtíðarfjósið fyrir sér og hugsuðu sér nú gott til glóðarinnar. Það væri nú ekki svo slæmt að hafa 1,5 milljón lítra fullvirðisrétt hér á landi. Þriðjudagur lOfebrúar. Ferðanefndin hafði ekki skipulagt alla dagana, þannig að okkur gáfust þrír fijálsir dagar. Þennan dag nýttu flestir til að versla og skoða, en eins og sannir íslendingar þá fengu flestir kaupæði í búðum og versluðu heil ósköp á útsölunum sem vom í fullum gangi. Miðvikudagur llfebrúar. Þessi dagur var einnig frjáls, en flestir höfðu ákveðið að fara til Edinborgar um morguninn, í þetta skiptið var farið með lest. Edinborg er miklu fágaðari borg heldur en Glasgow, þrifalegri og fólkið af öðmm toga. Fimmtudagur 12febrúar. Þetta var síðasti frjálsi dagurinn okkar og því hver að verða síðastur að versla og skoða borgina. Eitthvað vom menn nú seinir á fætur þennan daginn. Nú, eins og hina tvo dagana, skoðuðum við aðallega í búðir. Svo fóm nokkrir á söfn og skoðuðu borgina, þannig að við vomm að verða nokkuð kunnug borginni. Þetta var ósköp rólegur dagur hjá flestum. Föstudagur 13febrúar. Þessi dagur hafði verið skipulagður fyrirfram. Við höfðum komist í kynni við bændaskóla í gegnum Landbúnaðarháskólann í Edinborg. Þessi skóli er í Oatrigde og er frekar stór miðað við Hvanneyri. Nemendafjöldi er um 1000 og þar af búa 200 á heimavist. Þama er um að ræða frekar ungan skóla, og mjög glæsilega búinn öllum tækjum og tólum. Þar tók skólastjórinn á móti okkur og hann var mjög ánægður með að fá heimsókn frá íslandi og gaf það í skyn að hann vildi stofna til sambands við Hvanneyrarskóla. Skóli þessi hefur upp á margt að bjóða, m.a. almenna búfræði, garðyrkju, landslagsskipulag, hrossabraut, blómarækt og vallargrasrækt (golf, fótbolti). Námsbrautimar eru líka mislangar, eftir því hvaða gmnnmenntun nemendur hafa. Flestir koma nemendumir inn í skólann á sautjánda ári og em þá á skólabekk og vinna einnig á búinu. Það er þeirra verknám og getur það verið allt upp í tvö ár. Þar em þau í hópum og vinna saman að hinum ýmsu verkefnum og em svo prófuð í þeim, eins og t.d. mjöltum, girðingavinnu og almennri gripahirðingu. Þetta fannst nú sumum í hópnum vera frekar langt verknám en öðmm fannst þetta stórsniðugt. Við skoðuðum hesthúsin, sem em stíuhús að amerískri fyrirmynd og hestamir liggja á hálmi. Þama vom nokkrar tegundir hesta en engir íslenskir. Þvflík synd fyrir nemenduma! Okkur fannst gríðarlegur munur á aðstöðu þeirri sem nemendur þama hafa og er hér á Hvanneyri. Þama temja krakkamir ekki í hringgerði, heldur á stómm velli þar sem undirburðurinn er niðurspænd bfldekk og þau höfðu aldrei heyrt talað um tamningaraðferðina hans Ingimars. Svo skoðuðum við fjárhúsin en þau vom svipuð þeim sem við höfðum áður skoðað, þ.e. opin og óþétt. Þama vom líka nokkrir fjárstofnar eins og t.d. Merinofé frá Nýja-Sjálandi. Það em kindur sem em með ull fram á snoppu og rétt sér í augum. Þær em mjög ullarmiklar en samt var þeim kalt þama, þótt það væri 7°C, rakinn hefur sjálfsagt verið slæmur fyrir þær. Þamæst skoðuðum við fjósið og geldneytahúsin. Fjósið var lausagöngufjós með 8 tækja mjaltabás. Geldneytin vom einnig í rúmgóðum stíum með undirburði. Svo að lokum skoðuðum við svínahúsin, bæði þar sem gyltur vom með litla grísi og svo þar sem eldri svínin vom fóðmð. Þessi svín vom nú mjög lík þeim sem eru hér á landi og jafnvond lykt af þeim. Eftir hádegi þennan dag fómm við og skoðuðum skoska landbúnaðarsafnið. Þar gafst okkur færi á að kynnast sögu landbúnaðar í Skotlandi og þeirri þróun sem hefur átt sér stað þar í landi, eins og annars staðar í heiminum. Á þessu safni vom gamlir munir sem höfðu lokið hlutverki sínu og áttu hvergi annars staðar heima. En lfldega vakti það mesta kátínu okkar þegar við vomm að skoða framfarir á mjaltakerfum. Þar rákum við nefnilega augun í vélfötu og þá hugsuðu nú margir til hans Sigtryggs. Laugardagur 14febrúar. Þá var nú komið að því að fara heim eftir frábæra viku. Þetta var í alla staði mjög góð ferð, skemmtileg og fræðandi. Það er nauðsynlegt fyrir alla að vflcka út sjóndeildarhringinn, en ekki horfa eingöngu á Island. Allir vom sælir og glaðir við heimkomuna, en nokkrir í þessum hópi vom að fara til útlanda í fyrsta skipti og ekki laust við að það væri mikil spenna hjá þeim. Allt gekk þetta vel fyrir sig og viljum við þakka fararstjómnum okkar, þeim Ásdísi Helgu Bjamadóttur og Hermanni Níelssyni kennumm, fyrir góða stjóm á hópnum og öll skemmtilegheitin. 2.bekkur á Hvanneyri t

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.