Bændablaðið - 21.04.1998, Síða 20
20
Bcendablaðið
Þriðjudagur 21. apríl 1998
„Nú, þegar þetta er ritað, er margt óljóst um framkvæmd sýningahalds í hrossarækt í vor og
sumar, ástæðan er, eins og lesendur vita, hitapest sú er nú geisar í hrossum sunnanlands og
vestan. Sýningaáætlun verður þó gerð um leið og línur skýrast og verður væntanlega birt í
næsta tölublaði Bændablaðsins,“ segir Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur BÍ.
„Aður en hitapestin kom upp og engan grunaði annað en að í hönd færi einhver starfsamasti
vetur varðandi þjálfun hrossa hingað til, hafði fagráð í hrossarækt samþykkt viðamiklar
reglur varðandi framkvæmd hrossadóma og eru þær birtar hér á eftir. Að auki er minnt á að
fagráð ítrekaði samþykkt sína þess efnis að það verði ófrávíkjanleg regla að allir
stóðhestar sem koma til kynbótadóma skulu vera blóðflokkaðir eða DNA-greindir til
staðfestingar á ætterni.“
Beðið í sumarblíðunni á Melgerðismelum í Eyjafirði eftir að dómstörf hefjist. Myndin var tekin 1995. Þessi mynd
og aðrar sem fylgja greininni tók KH.
1. regla
Um ajkvœmasýningar
á stóðliestum
Lágmörk til afkvæmaverðlauna
stóðhesta lækka um 5 stig frá því
sem áður var. Sjá töflu neðst á
síðunni.
2. regla
Um afkvœmasýningar
á stóðliestum
Hætt verður að veita 2. verðlaun
fyrir afkvæmi hjá stóðhestum. Sjá
töflu hér neðst á síðunni.
Ástæðan fyrir setningu 1. og 2.
reglu er fyrst og fremst sú að við
notkun nýrra erfðastuðla við út-
reikning kynbótamatsins varð all-
nokkur þétting á þeim skala sem
kynbótaeinkunnimar eru birtar á.
Þama er um æskilega breytingu að
ræða sem gerð var allýtarlega grein
fyrir í formála fyrsta heftis Hrossa-
ræktarinnar 1997. Breytingin hefur
þó þær afleiðingar í för með sér að
skilyrðin til að stóðhestar hljóti 1.
verðlaun eða heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi herðast umtalsvert nema
lágmörk séu lækkuð sem svarar 5
stigum eins og gert var. Þetta hefur
þó þau áhrif, þar sem þéttingin á
kúrfunni er fyrst og fremst til
endanna, að lágmörk til 1. verð-
launa hjá stóðhestum, sem hafa 30
eða fleiri dæmd afkvæmi lækka,
nokkuð og betri helft annars verð-
launa stóðhesta með afkvæmum
iilýtur nú fyrstu verðlaun. Þetta í
sjálfu sér er alls ekki óæskileg
breyting en í ljósi hennar er
íinboðið að fella í burtu önnur verð-
laun með afkvæmum.
Þá skal minnt á þá reglu sem
Fagráð í hrossarækt samþykkti í
fyrra, 1997, að öll afkvæmi sem
fram koma í sýningahóp stóðhests
skulu vera dæmd eigi síðar en í for-
skoðun fýrir viðkomandi mót.
Gildir hið sama um sýningu hryssna
með afkvæmum, sjá hér á eftir.
3. regla
Um afkvœma-
sýningar á hryssum
Hætt verður hefðbundnum af-
kvæmasýningum á hryssum til 1.
verðlauna en afkvæmasýningum á
hryssum til heiðursverðlauna verður
haldið áfram. Árlega skal birta
sérstaka töflu í Hrossaræktinni I yfir
þær hryssur sem ná heiðursverð-
launum eða 1. verðlaunum fyrir af-
kvæmi samkvæmt þeirri reglu sem
kemur hér á eftir. Eigendum
hryssnanna skal auk þess sent
sérstakt viðurkenningarskjal í fyrsta
sinn sem þær ná umræddum verð-
launastigum og skulu slík skjöl send
hvort sem hryssumar hafi verið
sýndar með afkvæmum eða ekki.
Lágmark til heiðursverðlauna
er 120 stig í kynbótamati aðal
einkunnar og 5 dcemd afkvcemi.
Lágmark til 1. verðlauna er 115 stig
í kynbótamati aðaleinkunnar og
einnig 5 dœmd afkvœmi.
Afkvæmasýningar hryssna hafa
ekki mikið kynbótafræðilegt gildi
þar sem hryssumar em hvom
tveggja orðnar harðfullorðnar í nær
öllum tilfellum er að sýningu kemur
auk þess sem öryggi afkvæma-
dómsins getur aldrei orðið mikið
þar sem hann byggist aðeins á fáein-
um afkvæmum. Hjá hryssum er um
að ræða fimm til rúmlega tíu dæmd
afkvæmi og er raunar fátítt að þau
séu fleiri en u.þ.b. sjö. Til saman-
burðar skal það haft í huga að af-
kvæmafjöldi stóðhesta sem fá af-
kvæmadóm er að lágmarki 15 og
iðulegast eiga þeir fleiri tugi ef ekki
hundmð dæmdra afkvæma. Af-
kvæmasýningar á hryssum em hins
vegar hvatning og auglýsing fyrir
einstaka ræktendur og því jákvæðar
sem slíkar. Eigi að síður er eðlilegt
að draga úr þætti afkvæmasýninga á
hryssum og með því er lagt lóð á
vogarskálamar til að draga saman
dagskrá stórmóta en það er sam-
dóma áht manna að full þörf sé á
því. Það er engum til framdráttar að
ofbjóða áhorfendum með óhóflega
langri dagskrá.
4. regla
Um fótabúnað í
kynbótasýningum
Sami fótabúnaður skal vera á
hrossum í einni og sömu sýning-
unni. Þannig er óheimilt að breyta
hh'fabúnaði meðan á sýningu fyrir
dómi stendur.
Nú á síðustu ámm hefur það
þrásinnis hent í kynbótadómi að
hlífar séu hafðar á þegar riðinn er
klárgangur en teknar af áður en lagt
er til skeiðs. Þama má segja að
hlífanotkunin hafi snúist upp í and-
hverfu sína þar eð hlífunum er ætlað
að vama ágripum sem helst henda á
yfuferð, einkum á vekurð. Það er
því ófært við dóma á kynbótahross-
um að látið sé viðgangast að hross
séu ekki sýnd á öllum gangtegund-
um með sama fótabúnað. Þá ber
þess að minnast að það veldur tíma-
töf og truflun að knapar stígi af baki
í miðri sýningu ýmist til að setja á
eða taka af hlífar.
5. regla
Varðandi skyldurknapa og
umráðamanna hrossa
Sami knapi sýni hrossið í einni
og sömu sýningunni. Knapar séu
allsgáðir og sýni prúðmannlega
reiðmennsku og þeir ásamt umráða-
mönnum hrossins sýni einnig prúð-
mannlega framkomu. Að öðmm
kosti komi til áminningar (gult
spjald) eða brottvísunar frá sýningu
á einu móti (rautt spjald). Slík atvik
skulu skráð með rökstuðningi
dómara og undirskrift þeirra. Þeir
aðilar sem fá brottvísun frá sýningu
hafa skriflegan málsskotsrétt til fag-
ráðs. Jafnframt hafa sýnendur og
umráðamenn kynbótahrossa rétt til
að senda fagráði skriflegar athuga-
semdir er varða önnur atriði sem
snerta faglega framkvæmd kyn-
bótadóma og sýninga.
Á undanfömum ámm hafa
nokkur tilvik komið upp þar sem
aðalknapi við sýningu hross hefur
kallað til annan knapa sem sýnt hef-
ur stöku gangtegundir. Engar reglur
hafa bannað slíkt en allir sjá hvers
konar aðstæður mynduðust ef knap-
ar fæm í stómm stíl að skipta með
sér sýningu hrossa og hver riði þá
gangtegund sem hann kynni best
með að fara. Nauðsynlegt er því að
setja reglur um að sami knapi n'ði
sýninguna út í gegn. Hér er þó ekki
átt við að óheimilt sé að nýr knapi
ríði hrossinu á yfirlitssýningu.
Að knapar sýni prúðmannlega
reiðmennsku og einnig það að þeir
séu allsgáðir og sýni ásamt um-
ráðamönnum hrossa prúðmannlega
framkomu em hlutir sem óþarfi ætti
að vera að setja í reglur, ekki hvað
síst í ljósi þess að ástandið hefur
batnað mikið. Eigi að síður er þörf á
að grípa til aðgerða svo þeir hnökrar
sem enn era til staðar verði lag-
færðir. Sérstaklega er það hið
síðastnefnda, gróf framkoma, sem
kallar á reglur og viðurlög svo fúllur
vinnufríður við dómsstörf náist.
Leiðin er sú að dómnefnd ásamt
með sýningarstjóm hafi rétt til að
beita áminningum (gult spjald) og
brottvísun (rautt spjald) sem að
sjálfsögðu verði einungis beitt í
ýtrastu neyð. Nú í vor verður sú ný-
breytni tekin upp að formaður dóm-
nefndar mun sjá um færslu í bók á
eins konar verklagsskýrslu á hverri
sýningu. Til bókar verður t.d. færð
notkun spjalda, komi slíkt til, ásamt
rökstuðningi og undirskrift dómara
og ýmiss önnur atriði, jákvæð eða
neikvæð, er einkenna framgang
hverrar sýningar.
Til að forða misskilningi um við
hvað er átt með að knapar séu alls-
gáðir skal tekið fram að það er ein-
faldlega óheimilt að knapar séu
undir áhrifum áfengis og er þar
gengið út frá hinum almenna
skilningi fólks á hvað era vínáhrif
og einkenni þeirra.
Leiðbeiningaþjónustan í hrossa-
ræktinni hefur um langt skeið beitt
sér fyrir framföram í reiðmennsku
og hafnað grófri reiðmennsku en
lagt áherslu á að kynbótasýningar
væra riðnar af knáleik. I þessu
sambandi vitna ég til eftirfarandi
leiðbeininga sem birtar hafa verið
nú síðustu árin í mótsskrám stór-
móta í Hrossaræktinni og víðar:
Fágaðar og skipulega uppbyggðar
sýningar þar sem þjálni og mýkt
ásamt miklum afköstum hrossa á
gangi er í hávegum höfð eru þcer
sýningar sem skila bestum árangri
bœði í einkunnum og öðm tilliti.
Á aðalfundi Félags tamninga-
manna 13. desember sl. var að auki
samþykkt áskoran til fagráðs í
hrossarækt þess efnis að tekið verði
strangt á grófri reiðmennsku og
slæmri meðferð hrossa. Þetta er
þakkarverð samþykkt frá Félagi
tamningamanna og mun hún hvetja
okkur kynbótadómara til frekari
dáða á þessum vettvangi.
í lokin varðandi umijöllun mína
um 5. reglu vil ég benda lesendum á
að fagráð gætir jafnræðisreglu varð-
andi meðferð mála. Okkur
dómuram er gert að færa skriflegan
rökstuðning viðvíkjandi notkun
spjalda og greinargerð um fram-
kvæmd sýninga til bókar á sama
hátt hafa sýnendur og umráðamenn
kynbótahrossa skriflegan málskots-
rétt til fagráðs viðvíkjandi sömu
málum.
6. regla
Um dóma á brokki
Hætt verður að dæma brokk í
taumi, þ.e. allar gangtegundir skulu
dæmdar undir manni.
Nútíma þjálfunartækni miðast
við það að reiðhross geti sýnt allar
gangtegundir sem það býr yfir undir
manninum, öndvert við það sem var
um tíma þegar t.d. brokk var iðulega
h'tt þjálfað í reið. Því er ekki lengur
ástæða til að veita undanþágu frá
sýningu brokksins. Auk þess sem
það getur stuðlað að ræktun
óæskilegrar hestgerðar (spenna og
einhæfni).
7. regla
Um dýralœknisvottorð
Hætt verður að taka við dýra-
læknisvottorðum sem mæla með af-
brigðilegri jámingu. Þau hross sem
þurfa slík vottorð komi ekki til
sýningar eða komi þegar þau era
orðin heilbrigð.
Það er samdóma álit kynbóta-
dómara að of mikið hafi verið um
það í gegnum árin að dýralæknis-
vottorð hafi verið misnotuð til að
koma hrossum í gegnum kynbóta-
dóm með afbrigðilega jámingu
(þyngingar). Þeirri misnotkun verð-
ur að linna. Virkasta aðferðin er að
hætta að heimila það að lögð séu
Tafla yfir lágmörk til afkvæmaverðlauna stóðhesta
Kynbótamat Fjöldi afkv. í Fjöldi afkv. í
Verðlaunastig BLUP BLUP-reikn. sýningu
Heiöursverölaun 120 eða hærra 50 eða fleiri 12
1. verðlaun 120 eða hærra 15 til 49 6
115 til 119 30 eða fleiri 6