Bændablaðið - 16.10.2001, Síða 10
10
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. október 2001
Almennt
Þar sem sláturtíð stendur nú
sem hæst er nauðsynlegt að gera
bændum og neytendum skýra
grein fyrir þeim lögum og reglum
sem gilda um heimaslátrun.
Heimaslátrun hefur tíðkast hér á
landi sem annars staðar frá örófi
alda. Akveðin hefð er fyrir því að
bændur slátri búfé sínu heima,
eingöngu til eigin neyslu, en öll
sala og dreifing afurðanna sé
óheimil. Telja má að takmarkaður
vilji sé til að breyta því fyrirkomu-
lagi, svo framarlega sem farið er
að settum reglum. Benda má á að
mjög hliðstæð atriði gilda um
neyslu mjólkur. Mjólkurfram-
leiðandi á bóndabæ má neyta eigin
mjólkur heima á bænum, en öll
sala á ógerilsneyddri mjólk er
óheimil.
Lagafyrimœli
Þau lagafyrirmæli sem gilda
um heimaslátrun er að finna í
lögum nr. 96/1997 um eldi og heil-
brigði sláturdýra, slátrun, vinnslu,
heilbrigðisskoðun og gæðamat á
sláturafurðum.
í 1. grein laganna segir að til-
gangur þeirra sé að tryggja svo
sem kostur er gæði, heilnæmi og
hollustu sláturafurða, að þær séu
ómengaðar og framleiddar við
fullnægjandi hreinlætisaðstæður.
I 5. grein laganna er skýrt tekið
fram að sláturdýrum sem slátra á
til að flytja afurðirnar á erlendan
markað eða til dreifingar og neyslu
innanlands, skuli slátrað í löggilt-
um sláturhúsum.
í lok 5. greinar segir að eigend-
um lögbýla sé heimilt að slátra
búfé sínu á sjálfu býlinu til eigin
neyslu.
Ofangreind lagafyrirmæli eru
því afar skýr og heimildin til heima-
slálrunar mjög þröng. Aðeins
eigandi lögbýlis má slátra sínu
eigin búfé. Það verður að eiga sér
stað heima á sjálfu lögbýlinu og
afurðanna má aðeins neyta af
eigandanum og heimilisfólki á
bænum. Það er því óheimilt að
selja þessar afurðir eða dreifa þeim
á annan hátt frá lögbýlinu, svo sem
til gjafa, vinnslu, söltunar eða
Aðeins eigandi lögbýlis má slátra sínu
eigin búfé. Það verður að eiga sér stað
heima á sjálfu lögbýlinu og afurðanna má
aðeins neyta af eigandanum og heimilis-
fólki á bœnum. Það er því óheimilt að selja
þessar afurðir eða dreifa þeim á annan
háttfrá lögbýlinu, svo sem til gjafa,
vinnslu, söltunar eða frystingar, segirí
■ grein yfirdýralœknis.
frystingar.
Öll önnur slátrun á búfé utan
sláturhúsa er því óheimil.
I 12. grein segir að kjötskoðun-
arlæknir annist heilbrigðisskoðun
• og sjái um að fram fari merk-
íjig(stimplun) á kjöti og öðrum
•'Sláturafurðum.
I 21. grein laganna
er tekið fram að brot
gegn lögum þessum,
reglugerðum og fyr-
irmælum, settum
samkvæmt þeim,
varða sektum eða
fangelsi ef sakir eru
miklar. Með mál
vegna brota skal
farið að hætti opin-
berra mála.
flutningur sláturfjár hafi verið í
lagi. Hann skoðar síðan fé í
sláturrétt og tryggir að aðeins heil-
brigðu fé sé slátrað og að dýra-
vernd sé í heiðri höfð. Allur slátur-
ferillinn er síðan undir eftirliti
dýralækna, bæði hvað varðar sjúk-
dómaeftirlit og almennt hreinlæti
varðandi starfsfólk
og
Helstu ástœður
lagafyrirmœla
um heima-
slátrun
Neytenda-
vernd er höfuð-
markmið ofan-
greindra fyrir-
mæla.
Við
slátrun
sláturhúsum
er lögð
gífurleg
áhersla á að tryggja eins og
framast er unnt að kjöti og öðrum
sláturafurðum sé skilað í dreifmgu,
vinnslu og sölu eins hreinum og
heilnæmum og kostur er.
Ferillinn hefst með því að
dýralæknir skal fylgjast með að
ságvZsssr-'*.
slátarhús, Z!Ur»furðum Z r°fur °8 eft.
uPp:í stóraiil' P'a'k býður h *°® **ðfcasf /
sýkingun, / f '!3 hættu á l,nfi",U>slíitrnu
irséðaraflj $óti S(,» set?lZ°nar
u,urkZt! ‘dÍn^r ^ ó/ýr-
/orsvarg^'óei/fi sj þjidakJöts-
ýkoniu slJrað n°kkrir afn ekki
si,ku athæu jarbænða í hætté Stefili
forn,j bir ' e,n!a ^ergi u ; 'e S(u»
^tiflit n,eff eda SÖIu seni P?pPírum /
Sölu. " ð b,r8ðum eS fier,r all, '
8mark^sstarf'Saran8a„t
Ph.[ anu markvissara.
JS*pr*~*
KVæni dastjóri
búnað
hússins. Hreinlætiseftir-
lit er í auknum mæli framkvæmt
með sýnatökum og gerlarann-
sóknum, t.d. hvað varðar vinnslu-
vatnið og hvernig sótthreinsun
vinnslutækja hafi til tekist. Þá skal
sláturleyfishafi einnig starfrækja
innra eftirlit með framleiðslunni,
samkvæmt sérstökum reglum, sem
dýralæknar fylgjast með að séu
uppfylltar. I sláturhúsum er einnig
framkvæmd ákveðin sjúkdóma-
vöktun, t.d. vegna búfjársjúkdóma
eins og gamaveiki og riðuveiki.
Komi fé ekki til slátrunar í slátur-
húsum, þar sem hægt er að taka
sýni úr fénu, þá eru búíjáreigendur
að vinna gegn því markmiði að
útrýma þessum sjúkdómum. Það
er einnig eitt af hlutverkum
kjötskoðunarlækna að fylgjast með
að förgun sláturúrgangs fari fram
samkvæmt settum reglum.
Fjölmörg dæmi eru um að förgun
úrgangs frá heimaslátrun hafi verið
ábótavant. Mikilvægt er að hundar,
vargfuglar og meindýr komist
ekki í slíkan úrgang, vegna
baráttunnar við að halda niðri
sullaveiki og koma í veg fyrir of-
fjölgun vargfugls og meindýra sem
iðulega eru smitberar salmonella
og kampýlóbakter.
Það segir sig því sjálft að kjöt
sem kemur frá heimaslátrun við
ófullkomnar aðstæður og eftirlits-
laust getur aldrei orðið söluvara né
til annarrar dreifingar. Neytendur
sem kaupa slíkt kjöt hafa enga
tryggingu fyrir hvaða meðhöndlun
dýrin fengu fyrir slátrun og við
hvaða aðstæður var slátrað. Kjötið
getur verið hættulegt til neyslu,
m.a. valdið matareitrunum. Fari
slíkt kjöt í dreifingu og vinnslu,
getur það mengað önnur matvæli í
kjötvinnslum, verslunum, mötu-
neytum eða eldhúsum veitinga-
staða og þannig valdið stórfelldum
matareitrunum og matarsýkingum.
Varáðarráðstafanir
Þegar hefur verið óskað eftir
við Hollustuvernd ríkisins að því
sé beint til heilbrigðiseftirlits
sveitarfélaga að fylgst sé grannt
með að óstimplað og ólöglegt kjöt
sé ekki tekið inn í eftirlitsskyld
fyrirtæki svo sem kjötvinnslur,
mötuneyti, stóreldhús og verslanir.
Einnig hefur Meistarafélagi
kjötiðnaðarmanna verið skrifað og
þeir hvattir til að forðast að taka að
sér vinnslu á ólöglegu kjöti og
menga þannig tæki sín.
Einnig hefur verið óskað eftir
því við dómsmálaráðuneytið að
það fari þess á leit við lögreglu-
stjóra um land allt að aukið verði
eftirlit með flutningum á ólöglegu
kjöti á vegum landsins og
ólöglegri starfsemi t.d. í þéttbýli.
Að ofangreindu má ljóst vera
að þegar vart verður við slíkt kjöt í
dreifingu utan lögbýla, þá skal það
gert upptækt og fargað á viðun-
andi hátt.
Halldór Runólfsson,
yfirdýralœknir.
Amerísk gæda
framleiðsla
30-450
lítrar
Umboðs-
menn um
land allt
RAFVORUR
ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411
Festingar fyrir milligeröir
VELAVAL-Varmahlíd hf
Sími 453 8888 Fax 453 8828
Veffang www.velaval.is
Netfang velaval@velaval.is
Ert þú tinrreni?
Ertu f vand*?
VinnWrwa
fyrtr 1ián <=l<jn, @f epin
á tezátói bé KMÉf'
100% hei'Öé,
HHH ÉhéAI krnta ktiiyéi
M
Má nota fálmara skordýra sem reykskynjara?
Margar lífverur eru afar sérhæfðar
og þurfa ákveðnar aðstæður og umhverfi
til að geta dafnað. Á þetta við um hita,
raka, Ijós, næringu og aðra umhverfis-
þætti. Sumar lífverur geta lifað í loftleysi,
aðrar ekki. Sumar þurfa ákveðnar
lífverur, dauðar eða lifandi, til að geta
dafnað.
I.ífsferill biallna
Flestar bjöllur og flugur verpa
eggjum sem þroskast í lirfu. Lirfan þarf
mikla næringu til vaxtar, og er oft
skaðvaldur á nytjagróðri. Síðan hvílist
lirfan sem púpa og þar fer fram
svokölluð myndbreyting, þar sem lirfan
breytist í fullvaxið dýr og kemur svo sem
bjalla út úr púpunni. Lirfan og bjallan
geta haft ólíkar fæðukröfur.
Móskuhiallan
Lífsferill móskubjöllunnar
(Melanophila acuminata) er svipaður
lífsferli fiestra bjallna og fiugna. Lirfa
móskubjöllunnar er afar sérhæfð og
getur cinungis dafnað í brunaleifum eftir
nýlega skógarelda. Til að svo megi verða
Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum
Úr ríki náttúrunnar
þáttur
þarf bjallan (fullvaxið dýrið fremur en
lirfan) að nálgast skógarelda í allt að 50
km fjarlægð og hefur
hún afar næma skynjara
til að greina þá.
Móskubjallan skynjar
innrauða geisla frá
fjarlægum eldi og
greinir einnig efni sem
myndast við viðarbruna,
einkum fenólsambönd
(til dæmis guaiacol).
Þessi efni myndast við
ófullkominn bruna á
tréni (ligníni). Líklega
getur bjallan greint á
afbrigðum
fenólsambandanna
hvaða trjátegundir hafa
brunnið.
Tilraun með fálmara
Gerðar hafa verið tilraunir með
fálmara
móskubjöllunnar, og
virðist aðeins þurfa
örlítið af
fenólsambandinu til að
fálmararnir skynji þau.
Hefur verið reiknað út
að bjallan geti greint
bruna á einu
skógarfurutré í 1 km
fjarlægð. Samanburður
á næmi fálmara fjögurra
skordýrategunda í að
greina fenólsambönd
sýndi mest næmi
móskubjöllunnar
(hlutfallslegt næmi=l),
þá kom
"trjákvoðubjallan"
(Phaenops cyanea) sem
stundum lifir á brunnum trjáleifum
(hlutfallslegt næmi=0,l), síðan
greniberkjan (Ips typographus) sem er
skaðvaldur á lifandi trjám (næmi=0,01)
og minnsta næmni hafði kartöflubjallan
(Leptonitarsa decemlineata) sem dregst
ekki að trjám (næmi=0,0001). Þessi röðun
kemur fullkomlega lieim og saman við
lifnaðarhætti þessara bjöllutegunda.
Revkskvniarar framtíðarinnar?
Svo virðist sem móskubjallan hafi tvö
skynfæri til að greina skógareldana,
annars vegar holur á frambol sem greina
innrauða geisla frá skógareldum og hins
vegar fyrrnefnd lyktarskynfæri á
fálmurum sem greina fenólsamböndin við
bruna trénisins. Ekki er vitað
nákvæmlega hvernig þessi næmu
skynfæri vinna, en rannsóknir á
starfsemi þeirra gæti haft þýðingu fyrir
smíði mjög næmra reykskynjara sem
gætu greint bruna, jafnvel í mikilli
fjarlægð.
Schútz, Weissbecher. Hummel, Apel,
Schmitz, Bleckmann, 1999. Insectantenna
as a smoke detector. Nature 398, 298-299.
iJÍ * k %. V * ,