Harpan


Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 4

Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 4
H A R P ____________A_____ N má íara, verða vel þegnar. En þar eð skoðanir á því, sem öðru, eru mjög skiptar, má eigi vænta þess, að hægt sé að fara að allra vilja. Blaðið verður að vera stílfast, án þess að vera þröngt og bundið. Það verður að hafa tilgang og takmark og mótast þar af. Ég var af þrem ástæðum mjög hikandi við að taka að mér stjórn blaðsins. í fyrsta lagi er það miklum erfiðleikum bundið að ryðja braut nýju blaði, þar sem tvö góð og gróin barnablöð eru fyrir, með nokkurnveginn örugga bakhjarla. í öðru lagi taldi ég mig ekki geta byggt stórt á jafn ungum útgefendum, sem allir, að undan- teknum tveim, eru í barnaskóla, 10—14 ára og vitanlega hafa engin fjárráð- í þriðja lagi taldi ég mig hafa svo lítinn tíma afgangs frá öðrum störfum, að ég myndi ekki geta fórnað blaðinu þeim tíma, er nauð syn krafði. A hinn bóginn var mér ljós þörf unglingablaðs, sem haslaði sér völl að nokkru á öðrum vettvangi en þau, sem fyrir voru. í öðru Iagi sannfærðist ég um það við athugun, að drengirnir höfðu undir- búið útgáfu blaðsins með þvílíkri atorku og dugnaði, að furðu gegndi. Ég fann hjá þeim meiri samheldni, áhuga og vilja, en ég hafði búist við. Enda mun það einsdæmi hér á landi, og líklega þótt víðar sé leitað, að jafn ungir drengir ráðist í slikt útgáfufyrirtæki. Ég dáðist að djarfhug þeirra og dugnaði og kaus miklu fremur að rísa einni stund fyr úr rekkju, til að vinna lítið eitt fyrir blað þeirra, en að neita þeim alls liðsinnis. Hver vill ekki hjálpa áhugasamri, starfsfúsri æsku? Er nokkur sá, sem ekki vill leggja lið þessum eldhuga söngvasálum? Útgáfa blaðsins er þeim alvöru- og áhuga- mál, sem þeir hafa fórnað miklu starfi til undirbúnings, og rutt öll- um torfærum úr leið, svo að það geti hafið göngu sína og heilsað íslenzkri æsku í bæ og byggð — inni til dala og yztu andnesja. Er nokkur svo gamall, að hann ekki dáist að strákunum, verði aft- ur ungur og fýsi að eignast hlut í fyrirtæki þeirra — með því að gerast áskrifandi að „Hörpu“ þeirra. Ég set fúslega á fremsta hlunn, ýti á flot og sezt undir árar með þessu unga áhugaliði, „sem brennur æska í barmi, bálar fjör í aug- um, spriklar afl í armi, ærslast líf í taugum“. Hvort við förumst eða fljótum — hvort við fáum brotizt gegnum brimið, sneitt hjá skerj- um og náð björtu hafnarmynni óskalands okkar — hylli íslenzkrar æsku og íslenzkra foreldra, sem blaðið tileinkast, verður framtíðin að skera úr. Ég vona að „Harpan“ öðlist sömu vinsældir og þrótt- ugur, bjartur, lifandi söngur hinna ungu útgefenda þegar hefir hlot- ið, því að þá veit ég vel borgið blaði þeirra. Ritstj. 2

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.