Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 31
fór svo prýðilega um þau. En
þau höfðu ekki legið þarna lengi,
þegar fyrir hornið kom — auð-
vitað enginn annar en stóri,
svarti hvutti, sem sagði: „Vó,vó,
voff. voff — voff!“
Mikið hlupu þau stóra, gráa
kisumamma og litli, grái kisi
nú hart, þau hlupu, hlupu, bara
hlupu eins hratt og þau gátu, og
stoppuðu ekki fyr en langt niðri
í garðinum undir gömlu eplatré,
þar sem þau héldu að stóri,
svarti hvutti myndi ekki fmna
þau.
Stóra, gráa kisumamma lagð-
ist niður lafmóð eftir hlaupin og
sagði: „Mjá, mja-á, komdu,
komdu hingað!“
Og litli, grái kisi lagðist þreytu-
lega svo þétt sem hann gat að
hinum hlýja, mjúka feldi kisu-
mömmu og malaði dauflega:
„Pörr-r-r, pörr-r-r, ég er þreytt!“
En þau höfðu varla komið sér
vel fyrir, þegar kominn var aftur
— enginn annar en stóri, svarti
hvutti, sem sagðí striðnislega:
„Vó, voff, vó, vó, voff!“
En nú var farið að síga í kisu-
mömmu. Hún stóð upp, skaut
kryppu upp úr hryggnum, veifaði
skottinu, setti upp sinn hræði-
legasta svip og hvæsti: „S-s-s-s!!“
framan í stóra, svarta hvutta. Og
hvað haldið þið? Þetta kom flatt
upp á stóra, svarta hvutta. Hann
varð lafhræddur, lagði niður róf-
una og hljóp burtu, svo hratt
sem fæturnir gátu borið hann, S>
þvi hann vissi ofur vel, að þeg-
ar kissumamma var í þessum
ham, var hún vís til að klóra
hann í framan.
Kisumamma lagðist aftur niður
mjög makindalega og sagðh „Mjá,
rnja-á, komdu higað, komdu hing-
að!“
Og litli, grái kisi lagðist glað-
ur og ánægður þétt að hlýjum,
mjúkum feldi kisumömmu og
malaði: „Pörr-r-r, pörr-r-r!“
Lauslega pýtt úr ensku.
1. Hvar lagðist kisa og kisi fyrst?
2. Hvað sagði kisumamma við
kisa?
3. Hver ónáðaði þau?
4. Hvert fóru þau næst?
5. Hvert fóru þau síðast?
6. Hvað gerði kisumamma, er
hvutti kom síðast?
7. Af hverju varð kisa reið?
8. Hvers vegna varð hvutti
hræddur?
9. Er gott að vera stríðinn?
10. Reyndu að endursegja sög-
una með eigin orðum. MM
Nýtt ráð við tannpínu.
Nú : segist einn af velgerðar-
mönnum mannkynsins hafa fund-
ið óbrigðult ráð við tannpínu.
Og án þess að vilja eggja neinn
á að reyna það, setjum vér það
hér. Ráðið er þannig:
„Taktu fullan munninn af köldu
vatni, seztu upp á heitan ofn, og
'sittu þar u»z vatnið sýður“.
»