Harpan


Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 14

Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 14
H A R A N ,Ég var ekki búinn að leggja á borðið, yðar hátign“, stundi hann, „og nú get ég ekki lokið við að baka kökurnar, því að hönd mín klemmdist svo illa á milli! Þetta er hræðilegt“. Það fannst gestunum lika, því að þeir urðu að fara, án þess að fá vott né þurrt, og konunginum var gramt í geði, en allra leiðin- legast þótti honum að þurfa að hafa Söru, sem var stofustúlka- Hún var eini kvenmaðurinn í allri höllinni, því að engin önn- ur vildi vera þar, en konungur- inn gat ekki án hennar verið, því að það þurfti að þvo svo mörg gólf og þurka af og sópa. „Bíddu bara hæg, Sara mín“, hugsaði konungurinn, „ég skal finna eitthvað upp, svo að ég þurfi þín ekki með, því að ég er orðinn leiður á að hafa þig“. Næsta morgun skeði nokkuð leiðinlegt- Konungurinn vaknaði i hinu einkennilega rúmi sínu, sem var þannig útbúið, að það átti að vekja hann á vissum tíma, svo þurfti að klæða hann. Það var líka allt gert med vélum. Þær burstuðu fötin og skóna, fægðu kórónuna og færðu hann svo í fötin, bara ef hann þrýsti á hnappa. Þegar hann var búinn að klæða sig, settist hann á stól. sem gekk fyrir rafmagni, og ók af stað. Þegar hann kom að stiganum, sat Sara á neðsta þrepinu og þurkaði af tveimur 1* P stórum og fallegum vösum. Og nú ók konungur niður stigann af fullri ferð, en allt í einu rakst hann á Söru, sem datt á vasana og braut annan þeirra, konung- ur datt líka og meiddi sig, og stóllinn stöðvaðist, og það þótti konunginum verst, því að nú gat hann ekki komið honum af stað aftur. En Sara varð reið og skammaði konunginn, af því að hann hafði fellt hana, en kon- ungur þorði ekki að segja henni upp — bara að hann gæti feng- ið vél, sem losaði hann við Söru. En svo einkennilega vildi til, að einmitt sama dag kom töfra- maður og sýndi konunginum in- dæla vél, sem gæti gert allt, sem dugleg stofuslúlka gerði. Ivon- ungur varð himinlifandi og keypti vélina. Það fvlgdi litil bók, sem sagði hvernig ætti að nota vél- ina, og konungurinn hlakkaði til að reyna hana. Nú getur hún gert það, sem Sara er vön að gera, og ég get sagt henni upp“, hugsaði kon- ungurinn og sneri einni sveif- inni. „Urrrr“, sagði vélin og vagg- aði um gólfið og burstaði teppið og þurkaði af, svo vel að kon- ungur varð stór-hrifinn- „Þetta er góð uppfynding", sagði hann, „en livar er leiðarvísirinn ? Ég ætla að reyna hinar sveifarnar á vélinni“. Hann leitaði og leítaði, en gat ekki fundið bókina, svo datt honum í hug, að hann hafði

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.