Harpan


Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 6

Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 6
Merkisviðburður má það teljast i sögu kórsöngsins hér á landi, er Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður, en það var 4. febr- 1936. Söngsveit |)essi söng í fyrsta sinn í Gamla Bíó í aprílmánuði í fyrra, fyrir fullu húsí áheyrenda og við ágætar viðtökur. Kórinn var skipaður 38 drengjum á aldrinum 11—13 ára. Sungin voru 15 lög, prírödduð, mörg peirra varð að endurtaka. Það er ekki vandalaust verk að stjórna söngsveit sem pessari, svo vel fari, peir vita bezt, sem reynt hafa. Því gleðilegra er þess að minnast, hve góður árangur náðist í fyrstu, en pað er mest að pakka stofnanda kórsins, hr. Jóni ísleifssyni söngstjóra, sem af sínum alkunna dugnaði og smekkvísi hefir sýnt hér, sem oftar, hvað gera má, sé vilja og eindrægni til að dreifa. Gaman verður að heyra til kórsins næst, er hann syngur opinberlega. Ástæða er til að ætla, að önnur héruð fari að dæmi Reykjavíkur og komi upp hjá sér svipuðum söngflokkí sem pessum. F. B. DRENGJAKÓR REYKJA VÍKUR 4

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.