Harpan


Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 19

Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 19
H Á b Þ _____A N Heilbrigði og heimili Undir pessari fyrirsögn mun Harpa birta greinar, er varða heilbrigði og heimili. Hugtökin heilbrigði og heimili eru mjög rúm. Það má pví á margt minnast í pess- um köflum, sem hljöta pó að verða stutt- ir, vegna hins takmarkaða rúms. Eigi að síður vænti ég pess, að almenningur muni ýmislegt í peirn finna, er verða má honum til leiðbeiningar, fróðleiks og um- hugsunar, og er pá tilgangi peirra náð. Uppruni hcimilisins. Það er álit margra félagsfræð- inga, að konan hafi í fyrstu ver- ið sameign allra manna innan sama flokks. En þar kom, að menn gerðu sig ekki ánægða með það, og vildu hafa konuna út af fyrir sig. Þá fóru þeir að ræna henni, en urðu að borga flokknum fyrir hana æiið gjald. Ýmsir brúðkaupssiðir villtra þjóða sanna þessi kvennarán, og má enn finna leifar þeirra í máli og venjum ýmsra siðaðra þjóða. Eins og að líkindum lætur, var réttur konunnar harla lítill eða enginn. Maðurinn átti hana á sama hátt og t. d. vopn sín og verjur og gat því gert við hana það, er hann vildi, selt hana eða gefið sem hvern annan hlut- Þá Tilgangurinn er einn og hinn sami, að koma barninu og ung- lingnum til þess þroska, sem því er áskapað að geta náð. Ásgeir Ásgeirsson. voru börnin kennd við móðurina, en það breyttist, er einkvæni komst á. — Sinám saman hefir réttur konunnar vaxið og verið viðurkenndur. Og henni ber í öllu sami réttur sem körlum, þar eð hún stendur þeim jafnfætisað hæfileikum. Hið fyrsta er við vitum um híbýli mannsins er, að hann bjó í holum og hellum eða leitaði skjóls og öryggis uppi í greinum trjánna. En maðurinn er skyni gædd vera með hæfileika til að hugsa og læra. Tímar liðu og hann lærði að búa sér til skýli úr trjá- greinum og byggja veggi úr grjóti o. fl. Maðurinn var ekki lengur hellis- eða trjábúi, heldur húsbúi. Hann hafði öðlazt aukið öryggi, og öryggi var honum líf. Hann hafði skýli gegn kulda, hita og óvinum, sem ýmist voru menn eða dýr. í fyrstu voru húsin mjög ófull- komin. En maðurinn þroskaðist og húsin fullkomnuðust. Honurn lærðist að búa til arinn og reyk- háf og flytja eldinn inn í húsið, í stað þess að kynda bál után dyra. Dýrafeldir huldu dyr, en þeir viku fyrir hurðum. Gluggar komu til að hleypa inn ljósi og lofti, þótt löng bið yrði á að gler kæmi i þá. — Húsið óx að þæg- indum og varð meir og meir 17

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.