blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 2
mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið : Konur fjölmenntu á Þingvallahátíð Um 2.000 einstaklingar, aðallega konur, voru^ hátíðarfundi á Þingvöllum í gær, en fundurinn var haldinn til að minnast þess að í gær voru 90 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Hinn formlegi hátíðarfundur hófst kl. 14.30 en dagskráin sjálf hófst þó nokk- uð fyrr, eða um kl. 13 þegar gengið var niður Almannagjá. Að göngunni lokinni voru 18 rósir settar í Drekkingarhyl til minningar um þær 18 konur sem þar var drekkt. í kjölfarið hófet sfðan hinn formlegi hátíðarfundur með ávarpi Kristínar Ást- geirsdóttur sagnfræðings en hún fjallaði um sögu kvenfrelsisbaráttunnar. Vigdís Finnbogadóttir flutti einnig ávarp en 25 ár eru liðin frá því hún var kjörin forseti íslands. í ávarpinu sagði Vigdís meðal annars að með ólíkindum væri að fram- lag kvenna til samfélagsins væri enn ekki metið til jafris við karla. „Auðvitað hefúr margt áunnist í sögu kvenna síðastliðin 90 ár en okkur sem hér eru staddar handan nýliðinna alda- móta finnst þó minna hafa miðað en væntingar stóðu til, líkt og saga kvenna gangi hægar fram en saga karla." Vig- dís sagði ennfremur að taka þyrfti karla með á allar samkomur um jafiirétti. Eftir að Vigdís lauk máh sínu var herra, sem í tilefiii dagsins var titlaður gerð Þingvallafundar lesin upp og af- j afnréttisráðherra. hent Áma Magnússyni félagsmálaráð- Styttur bæjarins setja upp bleikar slæður Baráttudegi íslenskra kvenna var fagnað með ýmsum hætti í gær. Þar á meðal stóð slæðuliðahreyfing fem- ínista, „Pink guerillas", fyrir því að hengja skærbleikar slæður á helstu styttur bæjarins. Jón Sigurðsson forseti, Ingólfur Arnarson hinn fundvísi, Leifur Eiríksson heppni, Skúli fógeti Magnússon og Ólafur Tryggvason Thors skörtuðu allir bleiku og hið sama máttu sérarn- ir Vídalín, Bjarni og Friðrik þola. Jafnvel Adonis og Útlaginn sluppu ekki. Á hinn bóginn var eftir því tekið að Móðurást við Hallveigar- staði og Móðirin í Mæðragarðinum áttu ekki upp á pallborðið hjá fem- ínistum. Eða ætli það sé öfugt? Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns íslands, SUMARIÐ ER TIMINN ÞAKMÁLUN 8: 697 3592 l 844 1011 SPORTBÚÐ TÍTAN SK0TVEIÐAR, ÚTIVIST & KAJAKAR TROPHY 470 M/60HPVÉL VERÐ 1,395,000 DOLPHIN455 SOLTI 345 VERÐ 349,900 VERÐ 149,900 Krókháls 5g 110Reykjavík Sími: 517 8810 Fax:517 8814 sportbud@sportbud.is WWW.SPORTBUD.IS Karistyttur bæjarins voru merktar femínistum, en kvenstytturnar ekki. sem hefur umsjón með líkneskjum Reykjavíkurborgar, óskuðu slæðu- konurnar ekki eftir leyfi til þess að vefja stytturnar með þessum hætti, en kvaðst vonast til þess að þær sem það hefðu gert sæju sóma sinn í því að fjarlægja slæður sínar í dagslok. Á hinn bóginn fagnaði Eiríkur þessum aukna áhuga á styttum bæj- arins og vildi minna á að Listasafn- ið stæði fyrir gönguferðum um mið- bæinn til þess kynna útilistaverkin þar og verður næst gengið 30. júní. Strandhögg við Strandgötu Hinni áriegu víkingahátíð í Hafnarfirði lauk í gær, en að venju var þar saman kominn litríkur hópur listamanna og fjöldi áhorfenda, ungra sem aldinna. Þar mátti kynnast hinum ýmsu hliðum víkingaaldar og voru á ferii misskuggalegir vígamenn, steinsmiðir, skáld og seiðskrattar, svo nokkrar starfsgreinar víkingaaldar séu nefndar. Alls voru um 160 víkingar á svæðinu, en hér á myndinni etja tveir berserkir kappi í reiptogi. Til þess að hvetja þá áfram er heytuggu veifað fyrir framan þá líkt og dráttarklárar væru. O Heiðskirt 0 Léttskýjað Skýjað Alskýjað Rigning, lítilsháttar Rigning ð ’ Súld >jc 'l' Snjðkoma /// “ Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 28 28 23 17 27 25 21 20 25 32 31 17 17 22 22 29 24 12 24 29 17 15 r fi / / 10^ 12° ýi fi V?0/ O*'"' Veðurhorfur í dag kl: 12.00 Veðursíminn 32 0600 Byggt á upplýsingum fiá Veðurstofu fslands \Slydda \^j Snjðél Skúr 12°, €f V 6°'/, 7° 11°^ V I morgun 10° /// ///

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.