blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 28
28 dagskr mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið Stutt spjall: Þórhallur Gunnarsson Þórhallur er annar umsjónarmanna þáttaríns íslands í dag sem er sýndur á Stöð 2 alla virka daga. Molar Hvernig hefurðu það í dag? „Ég hef það þokkalegt." Hvernig gengur dagurinn fyrir sig hjá þér? „Hann byrjar á því að ég vakna snemma, les blöðin og hlusta á miðlana. Svo hringjumst við Svanhildur Hólm á og ræðum um mögulegt efni fyrir þáttinn. Við mætum í vinnuna fyrir hádegi og för- um á fund með fréttastjóra og vaktstjóra þar sem við berum okkur saman. Afgang- urinn af deginum fer í að velja og hafna fram til kl. 17-18. Oft þarf að breyta um efni ef eitthvað nýtt bætist við.“ Er þetta skemmtileg vinna? „Hún er stundum skemmtileg og stund- um leiðinleg, rétt eins og aðrar vinnur. Oftast er hún nú spennandi. Þetta getur verið stressandi en það venst." Er eitthvað skemmtilegt sem hefur komið upp á? „Ég veit nú ekki hvort það hafi verið skemmtilegt en fyrir um viku þá var Svan- hildur í beinni útsendingu úti í bæ og ég sá um stúdíóiö. Rétt fyrir útsendinguna varð sambandslaust. Ég stóð því í raun uppi með tóman þátt. Eg nældi í veður- fræðing og við spjölluðum um veðrið í fimm mínútur. Ég var á fullu að undirþúa þáttinn þegar sambandið náðist á endanum þannig að Svanhildur gat lokið beinu útsendingunni.“ Eitthvað fyrir.. ..laghenta .eyjaskeggja .réttarlækna Stöð 2 - Hús í andlitslyftingu (1:14) - kl. 20 Húsasmíði fær alveg nýja merkingu í þessum magnaða myndaflokki þar sem heppnir íbúðareig- endur detta í lukkupottinn. Hópur valinkunnra sérfræðinga bankar upp á og ræðst til atlögu við híbýli þar sem breytinga er sannarlega þörf. Þetta eru fasteignir af ýmsum gerðum og verkin því bæði stór og smá. Hér er allt framkvæmt á methraða en það er ótrúlegt hveiju er hægt að áorka þegar allir leggjast á eitt. Myndaflokkur- inn var tilnefndur til Emmy-verðlauna. RÚV Lífsháski (12:23) kl. 22.25 Bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem kemst lífs af úr flugslysi og neyðist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður-Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leynast. í kvöld berjast Jack, Kate og Sawyer um nýfundna læsta skjalatösku úr málmi sem gæti haft að geyma upplýsingar um hina leyndardómsfullu fortíð Kate. Sayid bið- ur Shannon að þýða fyrir sig gögn frá frönsku konunni, búðimar á ströndinni em í hættu vegna ágangs sjávar og Rose og Charlie ná saman eftir að Claire hverfur með dularfullum hætti.Meðal leikenda em Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matthew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dom- inic Monaghan og Josh Holloway. Skjár 1 kl. 23.30 Da Vinci’s Inquest Vandaðir sakamálaþættir um réttarannsóknar- deild í Vancouver í Kanada, sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Þættirnir byggjast á lífi Larrys Campell, metnaðarfulls og vandvirks dánardóm- stjóra í Vancouver, sem í starfi sínu lagði einlæga áherslu á að gera borgina sína að betri stað til að búa á en þættimir gerast einmitt í Vancouver. Aðalsögusviðið er fátækasta hverfi borgarinnar og hefur raunar verið kallað fátækasta hverfið í Kanada. Fátæktin og fylgifiskar hennar setja mark sitt á íbúana og Larry hefur til fjölda ára barist fyrir bættari kjömm þeirra. Téður Larry hefur nýlega verið kosinn borgarstjóri Vancouver og þættimir hafa sem fyrr segir unnið til fjölda verðlauna. Morgun H 06.58 Island í bítið 09.00 Bold and the Beautiful 09.20 í fínu formi 09.35 Oprah Winfrey 10.20 ísland í bítið Fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi í landinu hverju sinni. © 06.00 National Security (Þjóðaröryggi) 08.00 The Powerpuff Girls (Stuðboltastelpurnar) 10.00 Simone , 07.00 Meiri músík Liz Hurley sætti gagnrýni nýlega eftir um- mæli um klæðnað kvenna yfir kjörþyngd. Þegar hún var spurð i nýlegu viðtali hvernig klæðnað hún myndi banna sagði hún: „Allt sem er of lítið eða of þröngt, nema þú sért grönn og vel vaxin. Ég er komin með hundleið á að sjá fitu rúilandi út um allt.“ Liz finnst líka að konur ættu yfir höfuð ekki að vera berleggjaðar í stuttum pilsum, sama á hvaða aldri þær eru. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hefur Liz nýlega tilkynnt að nýjasta baðfatalina hennar hafi verið prófuð á alvöru konum en ekki tággrönnum fyrirsætum, líka stærstu stærðirnar. Síðdegi Kvöld 18:30-21:00 16.40 Helgarsportið 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.01 Gurra grís (7:26) 18.05 Bubbi byggir (908:913) 18.15 Pósturinn Páll (4:13) 18.30 Vinkonur (22:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 19.55 Átta einfaldar reglur (40:52) 20.15 Himalaja-fjöll (2:6) 12.20 Neighbours 12.45 Ífínuformi 13.00 Perfect Strangers (78:150) 13.25 Ladyhawke 15.20 Third Watch (10:22) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.53 Neighbours 18.18 ísland í dag 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 ísland í dag 19.35 Simpsons 20.00 Extreme Makeover - Home Editi (1:14) 20.45 Einu sinni var (Einu sinni var) 18.00 Cheers 18.30 Djúpa laugin 2 (e) 19.15 Þak yfir höfuðið (e) 19.30 Less than Perfect (e) 20.00 One Tree Hill 20.50 Þak yfir höfuðið Á hverjum degi verður boðið upp á aðgengilegt og skemmtilegt fast- eignasjónvarp. Umsjón hefur Hlynur Sigurðsson. 12.45 US Open 2005 17.45 David Letterman 18.30 NBA (Úrslitakeppni) 20.30 Landsbankadeildin (Umferðir 1-6) 12.00 Race to Space (Kapp út í geim) 14.00 The Powerpuff Girls (Stuðboltastelpurnar) Leikstjóri er Craig McCracken. 2002. Leyfð öllum aldurshópum. 16.00 Simone 18.00 Race to Space (Kapp út í geim) 20.00 National Security (Þjóðaröryggi) 19.00 Game TV (e) Af netinu „Sjáðu með Silvíu Nótt“!!!!l! Þátturinn hefur slegið ný met í ömurleika, ekki hafa jafnmargir skipt um stöð eða jafn- vel slökkt á sjónvarpstækinu á fyrstu fimm mínútum þáttar síðan „Maður er nefndur“ með Hannesi Hólmsteini rann sitt skeið. Samdóma álit þjóðarinnar er að Vala Matt sé einlægari og heiðarlegri þáttastjórnandi en Silvía Nótt, Heiðar snyrtir sé kynþokkafyllri þáttastjórnandi en Silvía Nótt, portkonur Los Angeles borgar séu betur klæddar en Silvía Nótt og það sem Gísli á Uppsölum hafði að segja við Ómar Ragnarsson á sínum tíma hafi verið minna þvoglumælt og yfir- höfuð betur skiljanlegt en það sem Silvía Nótt lét út úr sér í téðu þáttarskrípi. Hafi einhvem tíma verið þörf á því að texta íslending, talandi íslensku í íslensku sjón- varpi, þá var það þarna. http://blog.central.is/obsidian/ind- ex.php Mér líöur eins og Bree Van De Kamp (í Desperate Housewives) í nýja eldhús- inu... alltaf með tuskuna á lofti og sífellt að raða í uppþvottavélina. Þetta náði þó hámarki um daginn þegar ég stóð mig að því að pússa krydddollurnar og merkja hverja einustu á lokið svo maður þurfi ekki að lyfta öllu upp til að finna rétt krydd í skúffunni... já, svona getur maður orðið klikkaður. http://blog.central.is/kiddykiddy

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.