blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 29
blaóið ! mánudagur, 20. júní 2005 § Fjölmiðlar Listin að vera fugl Ég sá brot úr breskum myndaflokki um skaðlega skyndibita. Sá myndbútur vakti ekki mikla lukku á heimili þar sem Kentucky Fried kjúklingur er borðaður með bestu lyst. Svo hef ég ekki gaman af myndum þar sem manni er sagt hvern- ig maður eigi að haga lífi sinu. Maður borðar það sem manni finnst gott, elskar þá sem maður vill elska og vinnur við það starf sem gerir mann hamingjusam- an. Og maður á að ákveða þetta allt sjálfur. Ég entist ekki til að horfa á þessa mynd en í hugann kom minning um aðra mynd sem var sýnd á RÚV fyrir skömmu. Það var franska heimildarmynd- in Heimur farfuglanna. Ég horfði heilluð á hana. í 100 mínútur fannst mér ekkert í það varið lengur að vera manneskja. Ég þráði ekkert heitara en að fá að breytast í fugl, geta lyft mér til himins, flogið og kvakað. Kannski dálítið einhæf iðja svona til lengdar en þetta kvöld vildi ég fremur vera fugl en manneskja. Manninum brá fyrir í þess- ari mynd, var þá á þílum og traktorum, upptekinn við að raska náttúrunni með tilheyrandi hávaða. Svo sást hann vitanlega skemmta sér við að skjóta fugla. Svo sem ekki við öðru að búast úr þeirri átt. Fuglarnir féllu eins og hrá- viði til jarðar meðan ég sat skelfingu lostin í sófanum - og fannst mannkynið vera ömurlegt sköpunar- verk. Svo birtist gömul, góð bóndakona, alveg eins og úr ævintýri, og gaf fuglum að borða. Kannski raunsönn mynd af veruleik- anum: Karlarnir að skjóta og eyðileggja og konurnar að hugga og hjúkra. Þarna voru fuglar af öllum gerðum og með ólíkan karakter. Ég heillaðist af þeim öllum. Nema mörgæsunum sem virðast vera hugmyndasnauðar hópsálir. Ég hafði einna mest gaman af einstak- lingshyggjufuglunum sem höguðu sér eins og Drottinn hefði skapað umhverfið sem skraut í kringum þá. Maður á sjálfur til þannig fas og það var áhugavert að sjá að það er líka til í fuglaríkinu. Fram að þessu hef ég vanmetið fugla og talið að þeir væru helst nýtilegir á mat- borðið. En þarna sá ég þá sem skapandi og listræna. Stórmerkilegt sköpunarverk. kolbrun@vbl.is 21.15 Lögreglustjórinn 23.05 22.00 Tíufréttir 23.20 22.25 Lífsháski (12:23) 23.45 (Lost) Meðal leikenda eru Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matthew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dominic Mo- naghan og Josh Holloway. 21.10 Naked Twist 1 (Jamie Oliver) (Kokkur án klæða) 21.35 The Guardian (15:22) (Vinur litla mannsins 3) 22.20 Extreme Sex (3:3) (Ýkt kynlif) 23.05 OneTrueThing (Fjölskyldugildi) Ellen flytur aftur til foreldra sinna til þess að hafa umsjá með dauðvona móður sinni. Hún kynnist miðaldra foreldrum sínum að nýju og sér líf sitt í nýju Ijósi. Hjartnæm mynd með stórleikurum. Aðalhlutverk: Meryl Streep, William Hurt, Reneé Zellwe- ger. Leikstjóri er Carl Franklin. 1998. Leyfð öllum aldurshópum. 01.10 Shield (8:13) (Sérsveitin 4) 01.55 Las Vegas 2 (22:24) (Letters, Lawyers And Loose Women) 02.40 Darkness Falls (Dimmufossar) 04:00 Fréttir og ísland í dag Fréttir og ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. 05:20 Tónlistarmyndbönd frá Popp- TíVí 21.00 The Contender 22.00 Dead Like Me 22.45 Jay Leno Jay Leno tekur á móti gestum af öllum gerðum í sjónvarpssal og má með sanni segja að fína og fræga fólkið sé í áskrift að kaffisopa í sett- inu þegar mikið liggur við. 23.30 Da Vinci’s Inquest (e) 00.15 Cheers (e) 00.40 Boston Public 01.20 John Doe Þegar John kemur frá listasýningu Karenar kemst hann fyrir sprengju- hótun frá hópi sem hefur verið að þrýsta á John til þess að klófesta Karen. 02.05 Óstöðvandi tónlist 21.30 Aflraunir Arnolds (Arnold Schwarzenegger Classic) 22.00 Olíssport 22.30 David Letterman 23.15 Landsbankadeildin (Umferðir 1-6) 00.15 Álfukeppnin (Mexíkó-Brasílía) 01.55 US Champions Tour 2005 (Allianz Championship) 22.00 Tangled (Flækjur) Spennumynd. 00.00 American Outlaws (Útlagar) 02.00 The Fourth Angel (Fjórði engillinn) Stranglega bönnuð börnum. 04.00 Tangled (Flækjur) Spennumynd. Stranglega bönnuð börnum. 21.00 Kenny vs. Spenny 21.30 íslenski popplistinn (e) Alla fimmtudaga fer Ásgeir Kolbeins yfir stöðu mðla á 20 vinsælustu lög- um dagsins í dag. Nnples: Slúnfca, pepperone, sveppir. Komdu og taktu með, boiðaðu á staðnum eða fáðu sent heim Víð sendum hefcn: 109,110,111,112,113 5777000 Hvaða stöð horfirðu mest á? Björk Ólafsdóttir „Skjá einn, hann er mest aðlað- andi fyrir mig.“ Kjartan Sveinbjörnsson „Skjá einn. Mér finnst besta dag- skráin þar.“ Eiríkur Stefán Einarsson „Skjá einn, skemmtilegir þætt- ir þar.“ Einar Logi Einarsson „RÚV, enda eina stöðin sem ég kemst í vegna að- Gylfi Þór Þórsson „Það er skemmti- legasta efnið á Skjá einum.“ Jón Gunnarsson „Skjá einn.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.