blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 30
mánudagur, 20. júní 2005 1 blaðið 14111/ ... Dónalegt afgreiðslufólk og hverfisverslanir! Ég verð að viðurkenna að ég er komin með hundleið á dónalegu afgreiðslufólki. Það er ekki langt síðan við fengum daglega að sjá auglýsingu sem snerist um að við- skiptavinimir ættu að vera kurt- eisir. Sú auglýsing var góð og gild en er ekki líka kominn tími á að fræða afgreiðslufólkið? Ef ég hugsa aftur þá finnst mér eins og þetta hafi ekki verið svona fyrir nokkr- um árum en kannski er ég bara svona gleymin. Þegar ég geng inn í búð núna þá heyrir það til undan- tekninga að ég fái góða þjónustu og alveg pirrar það mig endalaust þegar ég versla inn í búð sem til- heyrir ákveðinni keðju og ég er spurð hvort ég hafi fundið allt sem ég þarfnaðist. Auðvitað fann ég allt sem ég þarfnaðist, annars hefði ég spurt eftir því - ég kann nefnilega líka að spyija. Auk þess dauðvorkenni ég alltaf starfsfólk- inu að þurfa. að spyrja þessarar aulalegu spumingar en ég brosi bara fallega og segi: „Já, þakka þér fyrir að spyrja,“ enda veit ég að þessi skilaboð koma frá yfirboður- um þeirra. En sú keðja má þó eiga það að starfsfólkið þar er með því kurteisasta sem ég hef hitt. Tuidur ofan í bringu En aftur að hinum keðjunum og blessuðum dónaskapnum. Dónaskap er nefnilega hægt að skilgreina á svo marga vegu. Mér finnst til dæmis alveg rakinn dónaskapur þegar afgreiðslufólk- ið lítur ekki framan í mig heldur tuldrar góðan daginn og glápir á vörumar sem það handfjatlar. Ég vil að mér sé boðið góðan daginn og litið framan í mig. Er það til of mikils mælst? Sumir myndu segja að ástæðan væri sú að afgreiðslu- fólk verður sífellt yngra. Ég held að það sé ekkert endilega rétt því það unga fólk sem ég hef kynnst er yfirleitt kurteisin uppmáluð. Það má vitanlega ekki gleymast að starfsmaður er einungis eins góður og yfirmaðurinn. Ég held að þetta sé verslunarstjórunum að kenna - þeir eiga að sjá um starfsmenn sína. Er bara ekki búið svo illa að ungu afgreiðslufólki nú til dags að það sér lítinn tilgang í að stunda vinnu sína almennilega? Ef mín- ar upplýsingar em réttar þá eru launinlág og krakkamir jafnvel út- keyrðir. Élestir þessara krakka era í skóla eða jafnvel annarri vinnu. Saknaðaróður Kannski er þessi pistill minn bara saknaðaróður til gömlu hverfisverslananna sem fer ört fækkandi. Þegar ég ólst upp í Grandunum í Kópavogi var alltaf verslað í Brekkuvali.Það var sko alvöra hverfisverslun. Við vinkon- umar þekktum flesta starfsmenn- ina með nafni, sem og eigandann, enda vann hann oft í búðinni. Þá sem við þekktum ekki með nafni höfðum við gefið gælunafn, eins og danska konan. Afgreiðslufólkið þar var alltaf kurteist, enda þekkt- ust allir. Þá var líka spjallað um daginn og veginn við búðarkass- ann. Enn þann dag í dag sakna ég Brekkuvals, þótt ég sé nú löngu flutt úr gamla góða Kópavogi. Ég sakna kannski ekki beint búðar- innar heldur frekar stemmningar- innar, enda er ekki eins að versla í þessum keðjum og í hverfisverslun- um. Núna er komin keðja þar sem gamla Brekkuval var. Ráðisbfc aprio Kona réðst á Leonardo DiCaprio með bjórflösku í partíi hjá Rick Salomon, fyrrverandi kærasta Parisar Hilton. Leikarinn, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk sitt í Titanic og The Aviator, fékk sár nálægt eyranu sem þurfti að sauma. Eftir árásina fluttu vinir DiCaprios hann á sjúkrahús. Talsmaður DiCaprios sagði að „leikarinn var í stuttu fríi og var í Los Angeles. Þegar hann var að yfirgefa lítið einkapartí réðst kona á hann sem hafði ítrekað verið beðin um að yfirgefa samkvæmið. Konan stakk hann með hlut úr gleri áður en Vitni yfirbuguðu hana. Hún var sögð vera að leita að fyrrum ástmanni sem hún hafði áður ráðist á.“ Það er þó ekki álitið að árásin muni hafa áhrif á leik DiCaprios í myndinni The Departed, sem Martin Scorsese leikstýrir. Oprah Winfrey , varaarfiest Oprah Winfrey er valdamesta stjama í heimi og á hæla hennar koma gol- farinn Tiger Woods og Mel Gibson, sem var valinn valdamesta stjarnan í fyrra. Þetta má sjá á nýlegum lista yfir 100 valdamestu stjömumar vest- anhafs. Listinn var settur saman af viðskiptablaðinu Forbes, sem reikn- aði meðal annars út tekjur og hve oft viðkomandi birtist í fjölmiðlum. Af Bretum er sir Elton John efstur en hann er í níunda sæti með áætlaða launaveltu um 44 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum. í kjölfar áber- andi sambands Tom Craise við Katie Holmes nær Craise tíunda sætinu með áætlaða launaveltu um 31 millj- ón dala. Fótboltakappinn David Beck- ham fellur um fjögur sæti og lendir í 26. sæti en tekjur hans era áætlað- ur 32,5 milljónir dala. Listinn sýnir líka að þrátt fyrir að hætt sé að sýna „Vini“ er Jennifer Aniston enn vinsæl en hún er í 37. sæti. Þrátt fyrir að bæði Courteney Cox og Lisa Kudrow hafi báðar verið á listanum í fyrra eru þær fallnar út í ár. Þeirra í stað má sjá töluvert af nýjum stjömum á listanum. Þar á meðal era stjömurn- ar úr „Aðþrengdum eiginkonum", þær Teri Hatcher og Marcia Cross. Auk þeirra eru Paris Hilton, Jessica og Ashlee Simpson, Mary-Kate og Ashley Olsen nýjar á listanum. Það sem vekur athygli er að hvorki Tom Hanks né Jim Carrey eru á listanum, þrátt fyrir að vera með launahæstu leikuram í Hollywood. rætur Hi Kevin Federline er augljóslega yfir sig ástfanginn af konu sinni, Britn- ey Spears, og lýsti hann því yfir fyrir framan myndavélar nýlega. í loka- þætti raunveruleikaþáttar um parið lýsti Kevin yfir óst sinni á Britney með tárin í augunum og tónlist í bak- granninum. „Mig langaði til að setja þetta saman til þess eins að sýna þér, elskan, hve annt mér er um þig. Ég elska þig meira en lífið sjálft og ég geri hvað sem er fyrir þig. Hún er engillinn minn - allt sem ég óskaði mér í einni persónu." Kevin sagði að Britney væri mjög gefandi persóna og hún lýsti upp allt sem hún snerti. „Hún kann virkilega að snúa hlutum sér í vil svo hún verði hamingjusöm og gerir aðra hamingjusama. Yndis- legir hlutir hafa gerst meðan ég er með henni og ég get ekki ímyndað mér mig með neinni annarri." Hvað segja stjörnurnar ©Vatnsberi Tvíburar (20. janúar-18. febrúar) ‘i (21. maí-21. júnf) S Þetta er einn af þessum sjaldgæfu dögum þar sem allt er mögulegt. Finndu einhverja brjál- æðislega góða hugmynd og ræddu um hana við yfirmanninn. Spyrðu um launahækkun í leið- inni. V I dag muntu eiga nokkrar djúpar samræð- ur við vini þína. Ahugi þinn mun beinast frekar að þeim heldur en astinni í dag og þú verður minnt á hvers vegna þú elskar vini þlna svo heitt._______________________________ ©Flskar (19. febrúar-20. mars) $ Þér finnst að það eigi að vera gaman í vinnunni en sumir ganga aðeins of langt. Haltu þig frá fjörinu, fortölur gera Iftið. VEf ástvinur þinn hefur pirrandi ávana skaltu leiða hann hjá þér. Nöldur er ekki svarið. ®Krabbi (22. júní-22. júli) ®Vog (23. september-23. október) S Það gengur vel I vinnunni núna en komdu þér ekki of vel fyrir. Núna er einmitt tíminn til að skoða í kringum sig og sjá hvort það er eitthvað spennandi íboði. V Þú hefur rökrætt öll heimsins málefni. Slakaðu á og talaðu frá hjartanu. Fólk tekur þig alvarlega þegar þú ert hreinskilinn. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Þú hefur oft á réttu að standa en farðu varlega í að segja hug þinn í dag. Yfirmaður þinn gæti haft aðrar skoðanir en þú svo hugsaðu áð- ur en þú talar. V Ekki láta aðra pirra þig i dag en taktu eftir hvernig þeir llta öðruvlsi á þig. Hvað svo sem það er þávirkar það.______________________________ Hrútur (21. mars-19. apríl) S Stundum er betra að hafa smáfjarlægð milli vina og vinnunnar. Ekki rugla saman alvöru vinum og vinnufélögum. Allt mun ganga þér í haginn. V Þú átt í baráttu við að ákveða hvort þú eigir að eyða tíma með ástvinum eða slaka á l^ý^rtetrið þarf líka smánæði. (23. júlí- 22. ágúst) $ Sterkur aðili reynir að selja þér áhættu- sama hugmynd sina. Athugaðu heimildina og ekki gleyma þér í hita leiksins. V Treystu innsæinu. Þú veist hvað skal gera og hvenær skal gera það. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) s Vertu hreinskilinn og deildu með öðrum hugmyndum þínum oa þá gefurðu um leið grænt Ijós á að þeir verði hreinskilnir við þig. V Láttu allt flakka þegar kemur að ástinni, ekki halda aftur af þér. Ef þú ert ekki I opnu og heiðarlegu sambandi þá nyturöu þín ekki. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Ferðaáhugi þinn öðlast nýtt líf þegar þú heyrir um spennandi viðskiptaferðalag. Láttu verkin tala og sannaðu fyrir yfirmönnum þlnum að þú ert rétta manneskjan f verkið. 1F Ástarlíf þitt er I þvilíkri hæð þessa dagana. Sambandið er yndislegt og lifið er yndislegt. Njóttu þess. Meyja (23. ágúst-22. september) S Vinnufélagi sem þú lítur upp til hefur ver- ið hækkaður í tign. Óskaðu honum til hamingu, hver veit nema það gæti leitt til einhvers spenn- andi. V Horfðu í kringum þig og sjáðu hve frels- andi það er að stjorna örlögum sinum sjálfur. Þitt er valið. ©Steingeit (22. desember-19. janúar) S Hafðu hægt um þig í dag. Þetta er ekki dagur til að taka áhættu. V Farðu varlega í ástarmálunum í dag. Bíddu eftir að einhver annar brjóti ísinn. Allt sem er of gott til að vera satt er það líklega. $ Þú ert komin með leiða á að hægja á þér svo vinnufélagarnir nái þér en þannig þarf það aö vera I nokkra daga. Annars mun einhverjum sárna og það er ekki þinni vilji. V Það er búið að vera mikið álag á þér en passaðu þig að það hafi ekki áhrif á sambandið. Þið verðio bæði hamingjusamari ef stressið fær hvíld heima fyrir. Prófaðu það. $ Þú ert að vinna á þvillkum hraða þessa dagana. Það er ágætt að ná góðum afköstum en reyndu líka að njóta vinnunnar. Smáatriði geta kveikt nýjar hugmyndir. V Rómantíkin er lítil þessa dagana og það er voða lltið sem þú getur gert til áð auka hana en það styttist I ao eitthvað gerist.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.