blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 1
Veldu ódýrt bensín # ^5^+ avinnmg! vr *%v\ \ \\ \v Kvittun fyigir ávinningur! ó)eGO Meira fyrir peninginn Gróöurinn / X b/s icS svo flottur Svo er hann líka Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 bladid@vbl.is Bræður berjast - bls. 2 Fyrirtæki forsætisráðherra: Skortir á sam- félagslega ábyrgð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kallaði eftir samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í hátíðarræðu sinni 17. júní og sagði ábyrgð þeirra gagnvart starfsmönnum mikla og að þeim bæri að nýta hagnað til uppbyggingar, m.a. á sviði menningar og velferðar. Nokkuð hefur verið fjallað um tengsl Halldórs við útgerðarfyrirtæk- ið Skinney-Þinganes. Það fyrirtæki hefur nú í hyggju að loka fiskvinnslu sinni á Reyðarfirði en við það missa um 20 starfsmenn vinnuna. Að sögn Kristjáns L. Möller alþing- ismanns eru orð forsætisráðherra nokkuð sérkennileg í ljósi þessa. „Það er ansi sérkennilegt að á sama tíma skuli Skinney-Þinganes líta þannig á að félagsleg ábyrgð þeirra á Reyðarfirði sé búin. Ég spyr einnig eftir samfélagslegri ábyrgð Framsóknar, sem búin er að vera í yf- ir 10 ár í ríkisstjóm, en kjör hópa svo sem aldraðra og öryrkja, eru alls ekki nógu góð núna.“ Eins og áður sagði missa um 20 ein- staklingar vinnuna þegar Skinney- Þinganesi verður lokað á Reyðarfirði í næsta mánuði. Lars Olsen, formaður Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar, segir að flestir starfsmenn fyrirtækisins séu konur. Hluti af þeim séu komnar á aldur og hætta því ó vinnumarkaði. Hjá öðrum sé framtíðin óljós. „Það er ekkert bjart fram undan fyrir þessar konur. Það er í raun mjög þagalegt að þetta skuli gerast núna því þótt það sé uppgangstími fram undan þá eru tvö ár í að ólver- ið hér hefji starfsemi og því í lítið að sækja fyrir þessar konur nú.“ Lars segir að þegar álver hefji starfsemi skapist atvinnutækifæri fyrir konur, bæði í ólverinu sjálfu og einnig í þjónustu við álverið og starfs- menn þess. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, for- maður stéttarfélagsins Vökuls á Suð- Austurlandi segist ekki hafa orðið vör við neinn sérstakan félagslegan stuðning frá Skinney-Þinganesi. „Sem dæmi þó var það þannig þegar ég hóf störf hér að Kaupfélag- ið var ráðandi á staðnum. Þá voru not fyrir allar vinnandi hendur og þótt einstaklingar skiluðu kannski ekki 100% afköstum höfðu þeir engu að síður vinnu. Þetta hefur verið að breytast, meðal annars hjá Skinney- Þinganesi," sagði Hjördís að lokum. igærkvöldi 2000 konur á Þingvöllum - bls. 2 Þungur straumur til Bleikar styttur bæjarins - bls. 2 Blaðið/Gúndi Kennarar skila einkunnum seint - bls. 6 Sömu laun fyrir sömu vinnu - bls. 4 Getur eitthvaö stöðvaö FH? Gríðarleg umferð var um allt land nú um helgina, enda nýttu margir tæki- færið og notuðu þessa þriggja daga helgi til ferðalaga. Mikið var um um- ferðaróhöpp og umferðarslys og fórust þrír um helgina af þeim sökum. Banaslys í Reykjavík í gær lést rúmlega fertugur maður í Reykjavík er bíll sem hann ók lenti á stólpa undir brúnni á Miklubraut þar sem hún liggur yfir Reykjanes- brautina. Slysið átti sér stað um tíu- leytið í gærmorgun en tildrög þess eru óljós. Eftir slysið var maðurinn fluttur alvarlega slasaður ó sjúkra- hús, þar sem hann lést síðar. Hann var einn í bílnum. Tveir létust í Öxnadalnum Alvarlegt umferðarslys varð í Öxna- dalnum á fimmtudagskvöldið þegar tveir unglingspiltar biðu bana eftir að bifreið þeirra lenti utan vegar. Fé- lagi þeirra liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss en fjórði maðurinn sem í bílnum var slapp með minni háttar áverka. Tildrög slyssins eru óljós en þau eru til rannsóknar hjá lögregl- unni á Akureyri. Bílvelta, ákeyrsla og árekstur Að kvöldi þjóðhátíðardagsins, 17. júní, valt pallbifreið við bæinn Varma- læk í Borgarfirðinum. Maðurinn, sem í bílnum var, slasaðist alvarlega og var fluttur ó Landspítala-háskóla- sjúkrahús þar sem hann gekkst und- ir aðgerð á laugardaginn. Þar fengust þær upplýsingar að maðurinn væri al- varlega slasaður en ekki í lífshættu. Á Akureyri var ekið á gangandi vegfaranda að kvöldi laugardags. Maðurinn var á leið yfir Glerórgöt- una er slysið átti sér stað en hann fótbrotnaði við slysið. Þriggja bíla árekstur varð í Breið- dalslegg Vestfjarðarganganna á fimmta tímanum á laugardaginn. Engin slys urðu á fólki við óhappið en talsvert eignatjón. Mikið var að gera hjá lögreglunni víða um land, enda virðist sem svo að margir hafi verið að flýta sér óþarf- lega mikið í helgarumferðinni. Þann- ig var á sjöunda tug manna tekinn fyrir of hraðan akstur á Akureyri um helgina, og má gera ráð fyrir að sekt- arupphæð vegna brota þeirra sé sam- tals um 1,5 milljónir króna. Bíladagar voru haldnir á Akureyri um helgina og áhugasamir aðilar um kraftmikla bfla fjölmennir á staðnum. Mikil umferð í gær Gríðarleg umferð var inn í borgina seinnipartinn í gær og í gærkvöldi. Þó hjálpaði rigningin sunnanlands eitt- hvað til því lögreglan ó Selfossi taldi að margir hefðu lagt fyrr af stað en ella vegna hennar og umferðarólagið því dreifst. Blaðið hafði samband við lögreglu- menn um land allt seinnipartinn í gær. Það var einróma ólit þeirra að umferðin væri mikil en hún gengi vel fyrir sig. Þó væru ennþá nokk- ur dæmi um hraðakstur, þrátt fyrir þessa miklu umferð. Þrír létu lífið í umferðinni um helgina Karlmaður um fertugt lést á gjörgæslu í gær

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.