blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 14
mánudagur, 20. júní 2005 ! blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510- 3701. Símbréf á auglýslngadelld: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Hvenær er nóg komið? Ein stærsta umferðarhelgi ársins er að baki. Gleðistundir sumra eru sorgarstundir annarra. Umferð helgarinnar kostaði þrjú mannslíf - tveir liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir slys á þjóðvegum. Þetta er sorglegur endir á þessari miklu ferðahelgi. Fregnir af þessum hörmulegu slysum virðast lítil áhrif hafa. Ökumenn halda áfram að aka eins og brjálæðingar. Það er nánast undantekning ef löglegur hámarkshraði er virt- ur úti á vegum. Þeir sem aka á löglegum hraða eru hreinlega skildir eftir í kappakstri íslenskra þjóðvega. Oftar en ekki er flautað á þá sem aka á löglegum hraða og þeir sakaðir um að te§a fyrir eðlilegri umferð. Því miður telst það til undantekn- inga að sjá lögreglu stöðva og sekta ökumenn sem aka of hratt. Þannig er eftirlit á þjóðvegum í molum og þorri manna gengur á lagið. Slysum fjölgar og framúrakstur verður æ glæfralegri. Það er athyglisvert að á einum vegarkafla kjósa flestir öku- menn að hægja verulega á sér - það er á þjóðvegi 1 í kringum Blönduós. Lögreglan þar í bæ hefur tekið upp virkt umferðar- eftirlit og er löngu orðin landsþekkt fyrir aðgerðir sínar gegn ökufóntum. Þetta hefur leitt til þess að hraði í umferðinni hefur minnkað verulega í kringiun bæinn. Þetta segir okkur aðeins eitt - að virkt eftirlit skilar sér í minni hraða og færri slysum. Því miður hafa önnur lögregluembætti ekki tekið sér Blöndu- ósbúa til fyrirmyndar. Að hætta sér út í íslenska þjóðvegaum- ferð í kringum stórhátíðir er eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu. Allri skynsemi er fórnað til að vinna sér inn nokkrar sekúndur eða mínútur. íslenskir ökufantar hætta lífi sínu og annarra á hveijum degi án þess að nokkuð sé að gert. Nú er það auðvitað svo að það er ekki nóg að skamma lögregl- una fyrir framgöngu hennar. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá ökumönnunum sjálfum. Óþolinmæði og sjálfselska ein- kennir þjóðarsálina og það smitar út frá sér. íslendingar virð- ast oft eiga erfitt með að læra, eiga erfitt með að taka tillit til annarra og eiga erfitt með að sætta sig við lög og reglur. Þann- ig endurspeglast þjóðarsálin í umferðinni. Meðan ekkert er að gert Qölgar slysunum og tala látinna í umferðinni hækkar sí- fellt. Skiltið á Hellisheiði, sem minnir okkur á fjölda látinna, hættir að hafa tilætluð áhrif. Það er miklu skemmtilegra að kitla bensínpinnann aðeins betur - þannig höldum við beint inn í eilífðina. Tvíþætt kreppa ESB eftir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og formann Evrópunefndar. Vandræðin innan Evrópusambands- ins (ESB) minnkuðu ekki heldur mögnuðust á leiðtogafundi þess í Brussel 16. og 17. júní. Kreppan inn- an ESB er tvíþætt. Hún snýst annars vegar um eftirleik þjóðaratkvæða- greiðslnanna í Frakklandi og Hol- landi, þar sem stjórnarskrársáttmála ESB var hafnað. Hins vegar er krepp- an vegna deilna um fjárlög ESB fyrir árin 2007-2013. Að loknum leiðtogafundinum í síð- ustu viku er meðal annars dregin sú ályktun af vandræðunum, sem þar ríktu, að innan ESB takist á talsmenn tveggjameg- insjónar- miða. Það er þeirra, sem vilja meiri samruna í átt til sam- bandsríkis Evrópu, og hinna, sem vilja að sam- vinnan snú- ist um frjáls viðskiptiinn- anríkjasam- bands. Frakkar og Þjóðverjar, auk Lúxemborgara sem nú eru að láta af pólitísku forsæti ESB, eru taldir mál- svarar sambandsríkis, en Bretar eru í forystu þeirra sem halda fram mál- stað ríkjasambands. Klassísk deila Deilan um ríkjasamband eða sam- bandsríki er klassísk á evrópskum vettvangi. Hið nýja er að nú tvinnast hún inn í umræður um stjórnskipu- lag og fjárlög - grunnþætti alls form- legs pólitísks samstarfs, hvort heldur innan ríkja eða milli þeirra. Öllum íslendingum væri ljóst að eitthvað mikið væri að ef innan rík- isstjórnarinnar logaði allt í illdeilum vegna ágreinings um stjórnarskrá og fjárlagagerð. Ráðherrar væru að glíma við vanda sem stafaði af því að stjórnarskrárbreytingar nytu ekki almenns stuðnings, og af því að þeir gætu ekki sameinast um grundvallar- þætti við fjárlagagejý. Ef slíkt ástand ríkti hér eða í ein- hverju öðru lýðræðisríki væri enginn í vafa um hvað ætti að kalla það: Al- varlega stjórnarkreppu. Næsta sem við blasti væri að ríkisstjórn segði af sér, af því að hún hefði ekki burði til að leysa brýnustu verk- efni sín. Enginn kallaður til ábyrgðar í ESB er ekki unnt að kalla neinn til ábyrgðar á sama hátt og gert er í þing- ræðisríkjum, þar sem rík- isstjórn getur ekki komið málum fram án stuðnings meirihluta þingmanna. Framkvæmdastjórn ESB býr ekki við neitt slíkt aðhald og pólitísk forysta innan ESB færist frá einu ríki til annars - um næstu mánaðamót frá Lúxem- borg til Bretlands. Þróunin hefur verið á þann veg að ráðherrar og ríkisstjórnir ESB-ríkja láta sér vel lynda og stuðla jafnvel að því að málefni, sem þeir vita að eru erfið úrlausnar vegna and- stöðu á þingi heima fyrir, séu gerð að ESB-málum og hrundið í framkvæmd án þingræðislegs aðhalds. Uppsöfnuð óánægja með slíka framgöngu átti sinn þátt í sigri nei-manna í Frakk- landi og Hollandi á dögunum - fólki er nóg boðið, jafnvel Frökkum. Vandinn innan ESB núna er vegna þess að Brussel-valdið er ekki ótak- markað. Embættismönnunum er stundum sú leið ein fær að taka tillit til sjónarmiða almennings í aðildar- löndunum. Frakkar og Hollendingar hafa fellt stjórnarskrársáttmálann og ákveðið hefur verið að öðrum þjóð- um verði gefið ráðrúm fram á næsta ár til að ákveða, hvernig þær taka á málinu. í þessari ákvörðun leiðtog- anna í Brussel 16. júm' felst að þeir sem líta á stjórnarskrársáttmálann sem dauðan bókstaf í orðsins fyllstu merkingu, hafa sigrað - útgáfu dán- arvottorðsins er frestað. Embættismenn leysa ekki deiluna Deilan um fjárlögin byggist að öðrum þræði á óánægju með það sem marg- ir telja fjáraustur vegna landbúnað- arstefnu ESB, og að hinu leytinu á kröfu um að Bretar njóti ekki lengur rúmlega fjögurra milljarðra evra af- sláttar á gjöldum til sameiginlegra ESB-sjóða. Margaret Thatcher samdi um afsláttinn í þágu Breta fyrir um það bil tveimur áratugum. Nú jafngilti það pólitísku sjálfsmorði ef Tony Blair, forsætisráðherra Breta, félli frá kröfunni um af- sláttinn. Blairfinnstheppi- legt að binda andstöðu sína við að samþykkja breytingu á afslættinum við nýskipan landbúnað- armála og minni útgjöld til þeirra. Samdráttur í landbúnaðarstyrkjum er fleinn í holdi Jacques Chir- acs Frakklandsforseta. Embættismenn í Brus- sel eða þingmenn á Evrópusambands- þinginu leysa ekki kreppuna innan ESB. Hún verður ekki leyst nema með samkomulagi leiðtoga stærstu ríkjanna innan sambandsins og þar skiptir mestu hvort forystumönnum Breta, Frakka og Þjóðveija tekst að semja sín á milli. Ásakanir á báða bóga Tony Blair hefur sterkari pólitíska stöðu en þeir Jacques Chirac, væng- brotinn eftir þjóðaratvæðagreiðsluna, og Gerhard Schröder, í stórhættu að tapa kanslaraembætti Þýskalands. Bretar undir stjórn Blairs verða í forsæti ráðherraráðs ESB næstu sex mánuði, frá 1. júlí. Blair hlaut í síð- asta mánuði endurnýjað umboð til að leiða ríkisstjórn Bretlands, og þótt bakland hans í Verkamannaflokkn- um sé ekki eins sterkt og áður, er um- boð hans miklu skýrara en Chiracs og Schröders. Tekist er á um innviði og megin- stefnu Evrópusambandsins og á síð- asta leiðtogafundi þess breikkaði bilið milli helstu deiluaðila. Eftir fundinn geta menn ekki leynt óánægju sinni hver í garð annars og ásakanir fljúga á báða bóga. Tvíþætta kreppan er magnaðri eftir fundinn en fyrir hann. «--------- í ESB er ekki unnt að kalla neinn til ábyrgðará sama hátt og gert er í þingræðis- ríkjum loftkœling Verð frá 49.900 án vsk. ís-húsid 566 6000 Vegna styttingar á stúdentsprófi og ákvörðun KÍ Vinnubrögð menntamála- ráðherra mikil vonbrigði ókeypistil Tillögur ráðherra baru þess rík merki að ekki var hlustað á skólasamfélagið. heimila og fyrirtækja alla virka daga blaðió Sú harkalega ákvörðun Kennarasam- bands íslands, að draga sig út úr öllu samstarfi við ráðuneyti mennta- mála um styttinguna á námstíma til stúdentsprófs, varpar skýru ljósi á þau ámæl- i s v e r ð u vinnubrögð semMennta- málaráðu- n e y t i ð ástundar við tillögur um styttingu á námstíma til stúdents- prófs. Sam- fylkingin hefur ítrek- að lýst því yfir að forsenda stytting- ar á námstíma til stúdentsprófs sé ítarlegt samráð við skóla- samfélagið þar sem sam- fella á milli skólastiga er í forgrunni. Án þess kem- ur slík breyting ekki til greina. Það er ástæða til að skora á menntamálaráð- herra að ráðast nú í víð- tækt samráðsferli í frekari vinnu við þá meginbreyt- ingu á menntakerfinu sem stytting á námstíma er, t.d. með samtökum kennara, nemenda, og öðr- um stjómmálaflokkum í landinu en fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. Verði slík vinnubrögð ekki viðhöfð er það einboðið að næsta atrenna ráðherra að stytt- u— Ráðherra hunsaði skólasam- félagið í vinnu við tillögur um styttingu á námstíma tilstúdents- prófs. ingu á námstíma lendi einnig í ruslakörfu ríkis- stjórnarinnar, ásamt fyrri tillögum. Ráðherrahunsaðiskóla- samfélagið í vinnu við til- lögur um styttingu á náms- tíma til stúdentsprófs með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin var hrakin til baka með áður boðað- ar tillögur á Alþingi í vor og nú segja samtök kenn- ara sig formlega frá vinn- unni vegna lítilsvirðingar menntamálaráðherra. Tillögur ráðherra báru þess rík merki að ekki var hlustað á skólasamfélag- ið, enda hefðu þær skert innihald stúdentsprófsins verulega og gengisfellt það, hefðu þær gengið eftir. Framhaldsskólinn stæði veikari á eftir og fjölbreytnin á milli skóla og brauta til muna minni en áður. Tillögurnar sem Menntamálaráðu- neytið boðaði í vetur voru með þeim hætti að framhaldsskólamenntun hefði versnað. Því er það gott að ráð- herra menntamála var rekinn til baka með tillögurnar af skólasamfé- laginu sjálfu og þeim sem hafa gagn- rjhnt hvemig staðið var að málum að hálfu menntamálayfirvalda. Björgvin G. Sigurðsson alþingis- maður www.bjorgvin.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.