blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 23
blaðið I mánudagur, 20. júní 2005 ... Birgir Leifur end- aði í 49.-53. sæti Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG endaði í 49.-53. sæti á Aa Saint- Omer mótinu í Frakklandi en það er hluti af evrópsku mótaröðinni. Birg- ir náði sér ekki á strik í lokahringn- um og lék hann á 77 höggum eða sex yfir pari eftir að hafa verið í 11.-13. sæti fyrir lokahringinn. Birg- ir lék hringina fjóra á 288 höggum eða fjórum höggum yfir pari og var hann alls átta höggum á eftir efsta manni. Birgir lék frábært golf á fyrsta degi mótsins er hann var á þremur undir pari vallarins og var hann í efsta sætinu eftir fyrsta daginn ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Birgir lék á 74 höggum á öðrum degi en á laugardaginn lék hann gott golf og var á 69 höggum eða tveimur undir pari. Gærdag- urinn var hins vegar, eins og fyrr, segir ekki nógu góður hjá Birgi og því varð hann að sætta sig við að enda fyrir neðan miðju eftir að hafa verið lengi vel við toppbaráttuna. Þess má til gamans geta að jafn Birgi í 49.-54. sæti var franski kylf- ingurinn Jean Van De Velde, sem er frægastur fyrir að hafa misst fimm högga forskot niður á síðasta degi opna breska meistaramótsins árið 1999. Þar vakti Van De Velde einnig athygli fyrir uppátæki sín en undir lok mótsins óð hann meðal annars út í vatn og ætlaði að slá boltann sinn þar en hann féll hins vegar frá þeirri hugmynd. ísland tryggði sér sæti á EM íslenska karlalandsliðið i handknatt- leik hefur tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu í Sviss, sem fram fer í janúar á næsta ári. ísland þurfti að spila tvo leiki gegn Hvít-Rússum sem báðir unnust, sá fyrri 33-24 í Kaplakrika í síðustu viku, en sá síðari 31-34 í Minsk á laugar- daginn. fslenska liðið spilaði sig bara í gegnum leikinn án teljandi erfiðleika en staðan í hálfleik var 17-18. Það vantaði baráttugleði og ákveðni til að rúlla upp heimamönn- um en sigurinn var þó miklu meira en nóg en hann var samtals 12 mörk. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk í leiknum og varð marka- hæstur en Guðjón Valur Sigurðs- son skoraði fimm. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur, þar af tvö úr vítaköstum og Jaliesky Garcia skoraði einnig fjögur, líkt og Ólafur Stefánsson og línumaðurinn Róbert Gunnarsson. Alexander Pettersson setti þrjú og þeir Dagur Sigurðsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson eitt mark hver. Birkir ívar Guðmundsson varði átta skot f leiknum, þar af eitt vítakast, og Ro- land Valur Eradze varði þrjú skot. Drátturinn í riðlana á EM fer fram í Sviss um næstu helgi. Argentína og Þýska- land í undanúrslit Álfukeppnin í knattspyrnu er í fullum gangi i Þýskalandi þessa dagana. Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins með 3-0 sigri ÍTúnis á laugardaginn, þar sem Michael Ballack, Bastian Schweinsteiger og Mike Hanke skoruðu mörkin. Argentína tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum I hinum leik laugardagsins í A-riðlin- um. Argentlna sigraði Ástralíu 4-2, þar sem Luciano Figueroa skoraði þrennu fyrir fyrrnefnda liðið og Ju- an Roman Riquelme eitt. John Alo- isi skoraði svo bæði mörk Ástrala. Á þriðjudag mætast Þjóðverjar og Argentínumenn og þar kemur I Ijós hvort þeirra sigrar I A-riðlinum en þá mætast einnig Ástralía og Túnis. Þjóðverjar istarar enna Þjóðverjar urðu í gær Evrópumeist- arar i knattspyrnu kvenna. Þýsku stelpurnar sigruðu þær norsku 3-1 í úrslitaleik á mótinu sem fram fór í Englandi. Þýsku stelpurnar byrjuðu leikinn á Ewood Park af miklum krafti og á 21. mínútu skoraði Anja Mittag með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Aðeins þremur mínút- um síðar vippaði Renate Lingor yfir Bente Nordby í marki Norðmanna og skoraði fallegt mark eftir sendingu Brittu Carlson. Norsku stelpurnar, sem tryggðu sér sæti á EM með því að sigra íslendinga síðastliðið haust, náðu að minnka muninn rétt fyrir leikhlé. Dagny Mellgren skoraði þá eftir sendingu frá Stine Frantzen. Á 63. mínútu skoraði hinn magnaða Birgit Prinz þriðja mark Þjóðveija en það gerði hún með skoti sem hafði við- komu í Ane Stangeland áður en það fór í netið. Lokatölur 3-1 og frábær kveðjuleikur fyrir Tinu Theune-Mey- er, sem er að fara að hætta sem þjálf- ari þýska hðsins. VISA BIKARINN NÆSTU LEIKIR - 32 liða úrslit í V/5A-bikarkeppni karla Dagur Tími Vollur 18.15 19.15 19.15 Valur Víkingur R. Keflavík Reynir A Afturelding Fjölnir Arskogsvollur Varmárvöllur Fjölnisvöllur Garðsvöllur Ásvellir Stjörnuvöllur 20. juni mánudagur 19.15 19.15 19.15 Vlðir Haukar Stjarnar FH Þróttur R. Grindavík Ný síða, www.visa.is/bikarinn, og getraunaieikur Á nýrri síðu, www.visa.is/bikarinn, er hægt að fylgjast með öllu um VISA-bikarinn. Þar eru m.a. viðtöl við leikmenn, umfjöllun um leiki og getraunaleikur þar sem spáð er fyrir um úrslit leikja, en í aðalvlnnlng er utanlandsferð fyrir tvo auk fjölda aukavinninga.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.