blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 25
bladid í mánudagur, 20. júní 2005 1 Salman Rushdie. Mætir á bókmenntahá- tíð í Edinborg og búist er við að miðar á dagskrá hans muni seljast upp á örfáum klukkutímum. Rushdie mætir til Edinborgar Rithöfundurinn Salman Rushdie verður meðal þátttakenda á alþjóð- legu bókmenntahátíðinni í Edinborg í ágúst. Skipuleggjendur hátíðarinn- ar, sem er stærsta bókmenntahátíð heims, segjast vera himinlifandi vegna þátttöku Rushdies en 20 ár eru síðan hann kom þar síðast. Mikl- ar öryggisráðstafanir verða gerðar vegna komu hans, en eins og kunn- ugt er lenti Rushdie á dauðahsta öfgasinnaðra múslíma vegna bókar sinnar Söngvar Satans. Rushdie mun ræða bók sína Shalimar the Clown, sem kemur út í september. Búist er við að miðar á dagskrá hans muni seljast upp á örfáum klukku- tímum, enda ekki oft sem hann kem- ur fram opinberlega. Um 500 rithöfundar verða þátt- takendur á hátíðinni. Þar á meðal eru Dario Fo, Doris Lessing, John Irving, Andre Brink og Margaret At- wood, sem í september verður gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík. Á hátíðinni í Edinborg verður rætt um þjóðerni, tjáningarfrelsi og samband austurs og vesturs. Sérstök áhersla verður á verk eftir rússneska og kan- adíska rithöfunda. Nokkrir breskir stjórnmálamenn mæta á hátíðina, þar á meðal Clare Short, Tony Benn og Neil Kinnock. K IIWAKIt 1*. ■!(> N K í-i ..............jpfJ Nýr IMPAC- verðlaunahafi Skáldsagan The Known World eftir Edward P. Jones fékk hin eftir- sóttu IMPAC-verðlaun. Verkið hefst á dauða svarts bónda sem erfir eigin- konu sína að þrælum. Bókin er sögð einkennast af miklu hugmyndaríki og siðferðislegum vangaveltum og þverstæðum. IMPAC-verðlaunin eru írsk verðlaun og bókasöfn víða um heim tilnefna bækur til þeirra. Verðlaunabókin var valin úr hópi tíu skáldsagna en meðal tilnefndra bóka var Hálfbróðirinn eftir Lars Saa- bye Christensen. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Hin árlega sumartónleikaröð Listasafns Siguijóns Ólafssonar hefst þriðjudags- kvöldið 21. júm' á því að Sesselja Krist> jánsdóttir messósópran og Antonia Hevesi píanóleikari flytja vögguljóð frá ýmsum löndum austanhafs og vestan. Meðal annars flytja þau verk eftir Benj- amin Britten, Aaron Copland, Hanns Eisler, Manuel de Falla, Xavier Montsal- vatge, Jón Þórarinsson, Jón Leife, Ing- unni Bjamadóttur og Emil Thoroddsen. Sesselja Kristjánsdóttir hefur víða komið fram á tónleikum heima og er- lendis, með kórum og einnig Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þá hefur hún sungið flölmörg óperuhlutverk og var um árabil fastráðin við íslensku óperuna þar sem hún söng mörg þekkt óperuhlutverk, meðal annars titilhlutverk í Carmen í sameiginlegri uppfærslu með Óperustúd- íói Austurlands. Antonia Hevesi er ungversk að upp- runa og nam á meginlandi Evrópu þar sem hún hefur víða leikið á tónleikum og námskeiðum. Hún er löngu þekkt hérlendis fyrir starf sitt sem organisti og píanisti, fyrst á Siglufirði og síðar í Hafnarfirði. Hún kennir meðal annars við Listaháskóla íslands og er listrænn stjómandi hádegistónleika Hafiiarborg- ar. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30 og verður kaffistofa safnsins opin eftir að þeim lýkur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.