blaðið - 20.06.2005, Side 20

blaðið - 20.06.2005, Side 20
20 matur mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið Sægreifinn Yndisauki - Sælkeraverslun í miðbænum Það er margt sem hægt er að taka af íslendingum - en það er ekki hlaupið að því að taka af okkur fiskinn. Mað- urinn sem færir okkur fiskinn hefur haldið lífi í þjóðinni líklegast frá því að land byggðist, og er síst minna mik- ilvægur fyrir velferði þjóðarinnar en stjómmál og hagvöxtur. Við Reykja- víkurhöfn stendur verslun með því mikilúðlega nafni „Sægreifinn", en hana rekur Kjartan Halldórsson. Blaðið ræddi við hann um flotann, sjó- herinn og kuðungableikjuna. Blundaði í mér JEtli það sé ekki komið á þriðja ár síðan ég byrjaði á þessu,“ segir Kjart- an glaðbeittur. „Það hafði blundað heillengi í mér að opna búð, en ég kaupi fiskinn af heildsölunum. Við seldum hann fyrst upp úr kössum en nú er ég búinn að taka heilmikið í gegn hjá mér. Næst á dagskrá er að koma upp klakaborði,“ bætir hann við. JÞað er kominn pallur héma fyr- ir utan líka og búið að gera mikinn skurk.“ inn í bænum þar sem þetta er hægt,‘ segir Kjartan og hlær við. 30 ár á sjónum „Jú, ætli þau séu ekki komin svona þrjátíu, ef allt er talið með,“ segir Kjartan er Blaðið spyr hann um sögu sína. Eg sigldi víða, var kokkur hér og þar - síðast hjá Grétari Mar og Emi Ein- arssyni stórskipstjórum - en maður hefur komið viða við - í sjóhemum, á bátum og á togurum um allt. Maður þekkir orðið alla sem að þessu koma.“ Vinnulag Kjartans sést á opnunartíma Sægreifans en það er opið „Alla daga frá 6-7 á morgnana og fram úr - alveg til 9 og 10 á kvöldin í sumar,“ bætir hann ákveð- inn við. Úr ferskasta vatni í heimi Aðspurður um úrvalið byrjar hann að telja upp: Stórlúðu í flökum á 1.200 kr. kílóið, ísaldarurriða og Kuð- ungableikju úr Þingvallavatni, sem hann segir hiklaust vera „ferskasta vatn í heimi“ og reyktan rauðmaga frá Dalvík - „frá Guðmundi Karlssyni reykmeistara Norðlendinga", en mað- ur fær sterklega á tilfinninguna að Kjartan geti sagt til um hver veiddi hvern einasta fisk í búðinni. í þessum heimi verslanakeðja og stórmarkaða er mikill léttir að vita að enn em til smásalar sem þekkja vömna sína per- sónulega og standa undir nafni sem sægreifar. ■ Selur beint á grillið „Svo vomm við að setja upp grill hérna út á palli," heldur Kjartan áfram þegar Blaðið spyr hann út í framkvæmdimar. „Þá kaupir fólk fisk hjá mér og getur farið út og grill- að hann þar. Svo sel ég líka grillspjót - þá set ég alls konar tegundir á spjót- in, lúðu, steinbít, skötusel, þorsk og fleira. Þetta er sennilega eini staður- Af hverju eru rósavín og blush vín bleik? Tvenns konar aðferð er notuð til að búa til rósavín. Önnur er sú að nota rauðvínsber og láta hýðið, sem hefur öll litarefnin, snerta safann í örstuttan tíma til að fá bleikan Ut. Hin aðferð- in er að blanda örlitlu magni af rauðvíni út í hvítvínið til að fá bleikan lit. Seinni aðferðin er bönnuð í löndum Evrópusam- bandsins nema á kampavíns- svæðinu í Frakklandi, þar sem heimilt er að nota rauðvín til að gefa Róse-kampavíni þennan fal- lega bleika blæ. Blush er algeng- asta nafnið yfir rósavín sem er framleitt í Bandaríkjunum og flest blush-vín em framleidd úr rauðvínsþrúgu sem heitir Zin- fandel. Blush er oft og tíðum sætara en evrópskt rósavín og jafnvel léttara á bragðið. Rósa- vin er almennt meðalþurrt og létt vín með góðu ávaxtabragði. Vínið er tilvalið með grillmat eða í útilegu, þar sem eina kraf- an er að láta sér líða vel. Annars er þetta vín fyrir fólk sem vill hafa eitthvað létt með matnum, en rósavín hentar nánast með hvaða mat sem er. WWW.SMAKKARINN.IS með sveinspróf sem smurbrauðsjóm- frú frá Hotel- og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn, og ég hef verið brennandi áhugamanneskja um mat- seld síðan ég man eftir mér.“ Erfitt að gera upp á milli Aðspurð um hvað sé vinsælast hjá þeim byrjar Guðbjörg að telja upp: „Olíur, edik, krydd...“ Og heldur síð- an áfram þangað til hún er búin að telja upp allar vörurnar í versluninni, enda á maður ekki að gera upp á milli fjölskylduvina. Umræðan snýst að íslenskum mat og Blaðið spyr um ís- Yndisauki býður ótrúlegt magn af gómsætum mat, allt frá olíum og ediki að handgerðum súkkulaðihjúp- uðum appelsínuberki. Blaðið tók Guð- björgu Halldórsdóttur tali, en hún rekur verslunina ásamt Kristínu Ás- geirsdóttur. Meiri kröfur Við spurðum hvort matreiðsluvenj- ur íslendinga hefðu breyst. „Fólk ferðast miklu meira... og sér miklu meira. Svo kemur það heim og prófar að elda. Fólk gerir líka miklu meiri kröfur þessa dagana," segir Guðbjörg. „Það er líka mikið af matar- klúbbum og fólki sem fær innblástur um... nú, og sjónvarps- þáttum." Alltaf að „Við gerum heilmik- ið sjálfar, gerum okkar 1 eigin biscotti, bökum muffins, erum oft með nýbakað brauð, blönd- um okkar eigin kryddosta, gröfum kjöt - við eigum alltaf grafið lamb til dæmis - við eigum líka alltaf nauta- carpaccio, sem við skerum af eftir þörfum." Hún bætir við: „Við höfum líka rekið okkar eigin veisluþjónustu og fólk hringir ef það vill bjóða upp á eitthvað fínt en hefur ekki tíma til uiaoio/Gundi lenska sælkeramatseld: „íslendingar eiga náttúrlega besta hráefni í heimi - kokkarnir sem komu á Food and Fun ráðstefnuna áttu ekki orð,“ segir Guðbjörg. „Það gildir bara að sækja sér gott íslenskt hráefni - lambakjöt, fisk, hvað sem er - og láta svo ímynd- unaraflið ráða ferðinni." úr matreiðslubókum og matarblöð- að elda,“ segir Guðbjörg. „Kristín er Saffran Crocus sativus ní miðju hins purpuralitaða blóms, saffrans, Crocus sativus, eru þrír örfínir rauðir þræðir. Þessir þræðir erufræniblóms- ins og þeir eru saffranið sjálft: Dýrasta krydd veraldar. Heimsmarkaðsverð saffrans er um 250.000 krónur fyrir kílóið. Meginástæðan fyrir þessu háa verði felst einkum í tvennu. Fyrst ber að nefna hið gríðarlega magn blóma sem þarf til að framleiða kíló af saf- frani, eða um það bil 150.000-200.000 blóm. í öðru lagi er óhemjumikil vinna við framleiðsluna en frænið er eingöngu hægt að handtína og þarf tínslan að fara fram snemma morg- uns til að koma í veg fyrir að hitinn yfir hádaginn rýri gæði frænisins. Eftir að frænið hefur verið skilið frá blóminu hefst þurrkunin. Hún er tvenns konar - annars vegar er um að ræða sólþurrkun sem tekur um 3-5 daga, en þá á vökvainnihald fræn- anna að hafa minnkað um 90% eða meira. Þessi aðferð er mjög afkastal- ítil. Hin aðferðin er þurrkun við eld af viðarkolum, en þá er fræninu dreift á silkidúk og hann hengdur yfir lítinn eld frá viðarkolum. Reynt hefur ver- ið að nota eld frá gasi en það virðist hafa áhrif á bragð saffransins. Himinhátt heimsmarkaðsverð á saffrani gerir það að verkum að vöru- svik eru stunduð í saffran-viðskipt- um um allan heim og eru lönd Asíu, Afríku og Austur-Evrópu þar í algjör- um sérflokki. Algengt er í mörgum löndum að féfletta ferðamenn með því að selja þeim safflúr eða jafnvel túrmerík sem safíran Hafa skal í huga þegar keypt er saffran á erlendri grund, að verð á saffrani er bundið heimsmarkaðsverði og getur því verð- munurinn milli landa ekki verið meiri en sem nemur tollum, sköttum og flutningskostnaði.Al- veg má slá því fóstu að sé saffranið óvenju ódýrt er það lélegt að gæðum, bland- að eða hreinlega ekki saffran. Auð- velt er að þekkja í sundur saffran og svikna vöru. í fyrsta lagi hefur saffran sterka sérkennilega lykt, en lyktin þarf að vera ríkuleg því oft er um blöndun að ræða. í öðru lagi ætti aldrei að kaupa mulið saffran og ómulið saffran er alltaf í formi hinna rauðu örfínu þráða. Uppruni: Hann er eitthvað á reiki en talinn vera í Tyrklandi. Notkun: Núorðið gerir evrópsk matargerð ekki miklar kröfur til saf- frans, nema ef vera skyldi í fiskisúp- um og sósum, bakstri, ítalskri matar- gerð, til dæmis risotto, og spænskri matargerð, þar á meðal paella. Sökum hins háa verðs á saffrani er áríðandi að ná sem mestu út úr kryddinu við notkun og tvær algeng- ar aðferðir eru til þess: Annars veg- ar að rista þræðina á heitri pönnu, mylja þá og setja síðan í heitt vatn eða soð í stutta stund áður en þeir eru notaðir. Ef hins vegar nota á þræðina heila er best að leggja þá í bleyti í að minnsta kosti 15 mínútur fyrir notkun, og helst lengur, því það tekur saffran allt að því fjóra tíma að skila bragðinu að fullnustu. Gott ráð er að taka vökvann sem nota á í upp- skriftina, setja saffranið saman við, hleypa upp suðunni á vökvanum og draga til hliðar og geyma um tíma. Innihaldi vökvinn alkóhól er ekki nauðsynlegt að hita hann upp. Þráinn Lárusson, skólameistari Hússtjórnar- skólans á Hallormsstað.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.