blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 10
mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið 10 erlent Haldið upp á afmæli Aung San Suu Kyi Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjómarandstöðunn- ar í Búrma, fögnuðu sex- tugsafmæli hennar í gær á hófstilltan hátt. Suu Kyi hlaut friðar- verðlaun Nób- els árið 1991 og hefur verið í stofufangelsi í heimalandi sínu frá maí- mánuði 2003. Öryggisráð- stafanir voru hertar við heimili hennar vegna afmælisins. Buddamunkar í appelsínugulum búningum héldu bænastund við höf- uðstöðvar flokks hennar og stuðn- ingsmenn slepptu blöðmm og dúfum til heiðurs konunni sem hefur orðið táknmynd friðsamlegra mótmæla gegn kúgun og ofbeldi. Stjórnvöld handtóku einhveija stuðningsmenn hennar í höfuðborginni Yangon. Baráttukveðjur frá leiðtogum Hópur eldri stjómmálamanna í Búrma krafðist þess að Suu Kyi yrði látin laus úr haldi ásamt öllum öðrum pólitískum föngum í landinu. Heims- leiðtogar sendu baráttukveðjur. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í skeyti sínu: „Fólk hlakkar til þess dags þegar þú getur fagnað afmæhsdegi þínum í lýð- ræðislegu og fijálsu Búrma þar sem grundvallarmannréttindi eru virt.“ Forseti Ítalíu, Carlo Azeglio Ciampi, bar lof á baráttu Suu Kjd fyrir lýð- ræði og mannréttindum og sagði bar- áttuna hafa orðið enn göfugri vegna þess háa gjalds sem Suu Kyi hefði orð- ið að greiða. Suu Kyi hefur eytt tíu af síðustu sextán ámm í varðhaldi. Litlar iíkur á lausn Suu Kyi Litlar líkur eru taldar á að Suu Kyi verði látin laus í nánustu framtíð, þar sem stjórnvöld telja ógn stafa af vinsældum hennar. Núverandi herfor- ingjastjórn komst til valda árið 1988. Flokkur Suu Kyi vann kosningarnar árið 1990 en herforingjarnir létu úr- slitin sem vind um eyru þjóta. Stúdentar í háskóla í Bangkok biðja fyrir Aung San Suu Kyi. ffiR I >• - m SuuKyihef- ur eytt tíu af síðustu sextán árum í varðhaldi. Kaþólskir biskupar kjósa um hneykslismál Kaþólskir biskupar kusu á dögunum um þá stefnu að prestum, sem fundn- ir em sekir um misnotkun í starfi, sé vikið úr st£irfi til frambúðar. Reglan var sett árið 2002 þegar hneyksli vegna kynferðislegrar misnotkunar presta riðu yfir klerkastéttina. Þrátt fýrir efasemdir margra um réttmæti þessarar stefnu var yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu hlynntur því að henni yrði viðhaldið. Þeir sem andsnúnastir eru stefnunni halda því fram að hún bijóti gegn hefð kaþ- ólskrar trúar um endurlausn - að allir geti fengið fyrirgefningu synda sinna. Búist er við að Vatíkanið sam- þykki framlenginguna. Kaþólska kirkjan hefur reynt eftir fremsta megni að vinna á ný traust almenn- ings eftir hin fjölmörgu hneykshsmál sem komu upp. Kaþólska kirkjan hef- ur þurft að greiða yfir eina milljón Bandaríkjadala vegna málanna og þijú biskupsdæmi í Bandaríkjunum hafa þurft að lýsa sig gjaldþrota. Bílaapótek - lyfin beint í bílinn - Hröð afgreiðsla Opið kl. 10-24 alla daga vikunnar Einnig innangengt apótek sem er opið mánudaga til laugardaga kl. 10-19. Lyfjaval lyf/ðval.ii • slrni 577 1160 BlLAAPÓTEK OPIÐ 10-24 'Vfr^ r.f—,r •—}—, sJWmW WF' 1 lii >" ■ •-■ • % f 1 — r frir- in VIII verða formaður Ihaldsflokksins Fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, Kenneth Clarke, segist hafa áhuga á að verða næsti formaður íhalds- flokksins, fái hann til þess stuðning. Hann segir að íhaldsflokkurinn verði Kenneth Clarke. íhugar að sækjast eftir embætti formanns íhaldsflokksins. að breytast og breikka. Hann segist vilja verða forsætisráðherra þrátt fyrir að vera 64 ára. „Ég er vanur að sækjast eftir forystuhlutverki. Það er ekki hægt að útiloka fólk á mínum aldri frá pólitík - þegar ég er 78 ára verð ég sennilega að sækjast eftir að verða útnefndur páfi,“ segir hann. „íhaldsflokkurinn verður að spyija sig hvernig við fáum fólk sem nú kýs Verkamannaflokkinn og Fijálslynda demókrata til að kjósa okkur.“ ■ Condoleezza Rice heilsar Abdullah Jórdaníukonungi við komuna til Beit al-Urdon hallarinnar í Amman í gær. Rice sagði að ísraelsk og palestínsk yfirvöld hefðu sammælst um að landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu yrði eytt og er það hluti af brottför ísraela frá Gaza-svæðinu eftir að vopnahlé var gert.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.