blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 4
4 innlent ÍM*— mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið Stjórnarandstaðan: Hæfismáli Halldórs engan veginn lokið Að sögn þingmanna stjórnarandstöð- unnar er langur vegur frá því að hæf- ismáli Halldórs Ásgrímssonar, vegna sölu ríkisbankanna, sé lokið. „í hvert einasta sinn sem málið hefur verið tekið upp hjá stofnunum þingsins hafa nýjar og óvæntar upplýsingar komið fram, en hið eina sem ekki breytist er hvítþvottur ríkisendur- skoðanda. Hann heldur ekki,“ segir einn þeirra. Stjórnarandstöðuþingmenn telja raunar að málinu verði vart þokað lengra í þeim farvegi sem verið hefur. „Það er ljóst að ríkisendurskoðandi ætlar að halda sig við þá niðurstöðu sem honum var sagt að finna rök fyr- ir og Fjárlaganefnd getur lítið meira um málið fjallaðsegir annar, en ver- ið er að vinna lögfræðiálit fyrir stjórn- arandstöðuna um málavöxtu alla og færar leiðir. „Þetta mál er nógu slæmt út af fyrir sig en verra er að það eru engin úrræði í stjórnkerfinu nema dauður bókstafur um rannsókn- arnefndir og Landsdóm. Við það verð- ur ekki unað.“ Mjög er gagnrýnt að ríkisendur- skoðandi hafi ekki skoðað hluthafa- lista Skinneyjar-Þinganess til hlítar heldur virðist hann hafa tekið skýr- ingar forsætisráðherra trúanlegar, en skýrsla ríkisendurskoðanda var að miklu leyti byggð á viðtölum við hann. Á daginn kom að næststærsti hluthafi Skinneyjar-Þinganess, Ketil- laug, hafi verið að hluta í eigu skyld- menna ráðherrans þannig að sam- anlagður hlutur fjölskyldunnar hafi ekki verið um 27% eins og upphaflega var frá greint heldur um 34%. Ríkisendurskoðandi taldi þetta þó engu breyta um þá niðurstöðu sína að Halldór Ásgrímsson hafi ekki ver- ið vanhæfur til þess að fjalla um sölu ríkisbankanna á sínum tíma. Það var ekki rökstutt nánar en í upphaf- lega minnisblaðinu var litið svo á að 27% eignarhlutur Halldórs og vensla- fólks hans skapaði ekki vanhæfi þar sem hluturinn væri smávægilegur og að fyrirtækið teldist ekki fjölskyldu- fyrirtæki í venjulegum skilningi. ■ Þúsund bréf til að eyða launamuni Kynbundinn launamunur aö minnka Árni Magnússon félagsmálaráð- herra, ásamt framkvæmdastjóra jafn- réttisstofu, hefur skrifað um 1.000 fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfé- lögum bréf, þar sem hvatt er til launa- jafnréttis. Yfirmenn allra fyrirtækja með meira en 25 starfs- Tugir íslenskra korta misnotaðir Upplýsingar um á annað hundrað íslenskra greiðslukorta eru meðal þeirra sem tölvuþrjótar náðu í við inn- brot í gagnabanka í Atlanta í Banda- V/SA ríkjunum nýlega. Annars vegar náðu þeir í gögn sem lesin eru af segulrönd- um greiðslukorta og hins vegar þær upplýsingar sem notendur gefa upp í viðskiptum á netinu - kortanúmer og gildistíma. Að sögn Bergþóru K. Ketilsdóttur hjá Mastercard var þegar búið að loka 16 kortum hjá fyrirtækinu þeg- ar tilkynning um innbrotið kom frá Bandaríkjunum. „Við erum með okkar eigið eftir- litskerfi og í gegnum það vorum við þegar búin að loka 16 kortum vegna misnotkunar eða gruns um misnotk- un,” sagði Bergþóra. í engu tilfellanna var um háar upp- hæðir að ræða og sagði Bergþóra að í öllum tilfellum væri það kortafyrir- tækið sem bæri skaðann. Um 140 kort frá VISA Þórður Jónsson hjá VISA ísland stað- festi að umræddir tölvuþrjótar hefðu náð upplýsingum um alls 140 kort frá fyrirtækinu. „Við erum búnir að verða varir við þessi kort á undanfómum vikum þar sem mörg hafa tengst misnotun eða tilraun til misnotkunar. Vegna þess vorum búnir að fá megnið af þeim kortum sem varða okkur úr þessum skrám. Það er að okkar mati engin ástæða til einhverra mikilla viðbragða en hins vegar munum við á næstunni kanna þau kortanúmer sem finnast þarna og ekki hafa áður komið fram,“ sagði Þórður að lokum. EUROCARO menn fá bréfið sent á næstu dögum, einnig stofnanir með sama starfs- mannaíjölda, ásamt öllum sveitarfé- lögum á landinu. Árni tilkynnti þetta á Þingvöllum í gær þar sem hann tók meðal annars við kröfugerð kvenna- samtaka um réttindi kvenna. í bréfinu minnir ráðherra á að í gildi séu lög um að óleyfilegt sé að mismuna einstaklingum í launum eftir kyni. Óþolandi launamunur í samtali við Blaðið í gær sagði Árni að með þessu vildi hann vekja athygli á þeim óþolandi launamuni kynjanna sem við lýði er hér á landi. Aðspurður um væntingar hans um niðurstöðu þessara bréfaskrifta sagði Árni: „Ég vona að dropinn holi stein- inn í þessu. Við höfum á síðustu misserum séð á gögnum frá Kjara- rannsóknarnefnd að það dregur saman með kynjunum í launum, og að laun kvenna eru að hækka meira en laun karla. Ég vona að við séum á réttri leið í þessum mál- um, enda eigum við ekki að sætta okkur við kynbundinn launamun," segir Árni. Með bréfinu fylgir veggspjald með titlinum „Skiptir skeggrótin máli?“ ásamt áskorun um að það verði hengt upp á áberandi stað. ■ Kennarar skila einkunnum seint Mastérí F-listinn vill ekki selja Heilsuverndarstöð Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-list- ans í borgarstjórn Reykjavíkur, er andvígur hugmyndum um að Heilsu- verndarstöð verði seld á almennum markaði. Ætlar hann að taka málið upp á fundi borgarstjómar á morgun og leggja þar fram tillögu um að hætt verði við umrædd áform. Kópavogsblóm Dalvegl A1fablóm Á1fheimum í tillögu F-listans gegn sölu Heilsu- verndarstöðvarinnar segir meðal annars að stöðin sé þýðingarmikill samræmingaraðili heilsugæslu- og heilsuverndarstarfs í Reykjavík og að hún veiti sérhæfða heilsuvemdar- þjónustu. Ennfremur að hún gegni lykilhlutverki í heilbrigðisþjónust- unni á höfuðborgarsvæðinu. í tillögunni segir orðrétt: „Fullyrða má að verði húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur selt á almennum markaði og starf- seminni þar með tvístrað út um borg og bí mun það veikja heilsugæsluna í borginni verulega og gera hana óhag- kvæmari í rekstri." Vegna þessa er F-listinn mjög ósáttur við hugmyndir um sölu stöðv- arinnar og leggur áherslu á að það verði ekki gert nema að tryggt verði að það heilugæslu- og heilsuverndar- starf, sem hún var reist til að hýsa, verði þar áfram. Ri Nokkur misbrestur var á að kennarar skiluðu af sér einkunnum á tilsettum tíma úr prófum við Háskóla íslands nú í vor. Einn kennari átti í gær eft- ir að skila niðurstöðum úr þremur áfóngum. Þetta staðfestir Stefanía Sigurðardóttir, formaður Mennta- málanefndar Stúdentaráðs. Umræddur kennari er kominn vel yfir þriggja vikna frestinn (21 dagur) sem kennarar hafa til að skila af sér niðurstöðum prófa. Allir aðrir höfðu þó skilað af sér. í nokkur ár hefur viðgengist sú hefð að birta lista yfir þá sem ekki skila af sér á réttum tíma en listinn er birtur á netinu og uppfærður reglu- lega. Bið eftir einkunnum getur gert nemendum erfitt fyrir. Dæmi um það er að oft fást ekki námslán greidd fyrir en niðurstöður úr öllum prófum liggja fyrir en einnig getur það verið erfitt fyrir nemendur með prófskrekk að bíða lengi eftir niðurstöðum. Að sögn Stefaníu er ástandið í sjálfu sér ekki slæmt í heildina. Hins vegar séu dæmi um einstaka kennara sem standa sig ekki ár eftir ár. „Almennt má segja að deildirnar séu mismunandi. Sumar hafa tek- ið sig verulega á og eru sjálfar með gott aðhald. Þar er aðhaldið komið frá nemendum yfir á deildina sem hefur skilað góðum árangri,“ sagði Stefanía. Biðu í níu vikur Menntamálanefnd hefur samband við kennara um 30 dögum eftir að próf eru tekin, ef niðurstaða liggur þá ekki fyrir, og venjulega er einkunn- um skilað strax í kjölfarið. í versta dæminu sem Stefanía mundi eftir tók það kennara um níu vikur að skila af sér, en í umræddu tilfelli frétti nefnd- in ekki af málinu fyrr en um það leyti sem einkunnum var skilað. Kennarar við Háskóla íslands hafa 21 dag til að skila einkunnum til nemenda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.