blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 26
mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið 26 kvikmy war-Oi/oRios smnmA bíó INNRÁSIN HlfSI 29.|ÚNi SIMI564 0000 ^^GsaBU srúRT Biia om fm laiuiu iamr uk FÓNDA LÖPEZ Eru aliir klárir i ævintýralega fyndið ferðalag? Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis! Frábær gamanmynd fyrfr alla fjölskylduna sem fór beint á toppinn i USA f Síminn Sýndkl. 5,8 og 10 Sýnd í Lúxus kl. 5 B.i. 10 ára Sýndkf. 3.50 m/ísl. tali ii • 0ÍÓ.IS - aill & einum stað Sýndkl. 5.45,8 og 10.15 Sýndkl. 5.30,8 og 10.30 Sýnd í Lúxus kl. 8 og 10.30 B.i. 14 ára Sýndkl. 4,6 og 8 ■■ ■■■■■■■■■ ■■ ■■ mm >a*j^ ; 400 kr. í bíó! Glldlr á allar sýnlngar merktar með rauðu 5 Sýnd kL 6,8 og 10 www.laugarasbio.is Bubbi Ást og í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís magnus@vbl.is Það sem vakti athygli mína þeg- ar ég hlustaði fyrst á tvær nýj- ustu plötur Bubba Morthens, í 6 skrefa garlægð frá Paradís og Ást, er fjölbreytni þeirra. Það er líklega orsákabreytan sem gerir Bubba að vinsælasta dægurlaga- söngvara þjóðarinnar - hann einskorðast hvorki við stefnur né strauma, hvert lag hefur sína sérstöðu og því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á plötun- um. Þær bera báðar sama keim en þó er Ást mun hvassari og sterkari en í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís, sem er mun þyngri en rólegri í hlustun. Þær mynda því mótvægi hvor við aðra og þannig yfirvegaða heild sem er önnur ástæðan fyrir því að ég mun dæma þær saman - hin er sú að þær komu út á sama tíma. Barði Jóhannsson stjómar upptökum beggja platnanna en útsetningin ber með sér þéttara og dýpra yfirbragð en fyrri plöt- ur Bubba, þrátt fyrir að ekki sé hægt að segja að neitt einkenni Bubbaplötur annað en fjölbreytt lagasmíð og opnir textar - hann leitar sífellt á ný mið. Bubbi er ennþá skemmtilega góður gítarleikari. Hann leikur á hljóðfærið án þess aó votti fyr- ir yfirdrifni eða stöðnuðum gítar- sólóum þar sem tónskalar eru klifraðir upp og niður án afláts og nokkurrar tilfinningar - eitt- hvað sem einkennir of marga íslenska tónlistarmenn. í stað þess heldur hann sig við einfald- leika og tæra hljóma. Lagið JÞú sem ert mér íjær", af í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís, er líklega besta dæmið um þetta - nótur sem flestir geta slegið en bæði hæfni og hæfileika þarf til að gera einfaldleikann einstakan. Textar plötunnar rista ekki djúpt, frekar en fyrri textar skáldsins. Til að geta gleymt sér algerlega í textum Megasar er t.d. ákjósanlegt að hafa nokkuð góða sagnfræði-, heimspeki- og samfélagslega yfirsýn. Einfald- leiki Bubba gerir það hins vegar að verkum að hver sem er getur ferðast í huganum með þeim kenndum sem lögin vekja - það eina sem þarf til er að hafa upp- lifað sterkar tilfinningar. Því ættu t.d. allir að geta fundið innri tengingu við lagið „Vonin blíð“, sem setur hlustandann í spor örvæntingar, vonar og æðruleysis, eins og svo oft áður í lögum Bubba. Lagið „Ástin mín“ af plötunni Ást er með bestu lögum sem ég hef heyrt frá Bubba. Það sýnir og sannar að Bubbi getur fengist við hvaða tónlistarstefhu sem er, t.d. reggí, ska eða blús, og í þessu tilfelli blöndu af fusíon- tónlist 8. úratugarins og megin- landsstraumum evrópskra popp- raftónlistarbanda á borð við Áir og Bang Gang. „Fallegi dagur“ er snilldarlag, sem sýnir að Bubbi er framar öll- um íslenskum tónlistarmönnum í gerð popplaga. Textinn er einlæg- ur, lagið hressandi og er ágætt í hlustun, hvemig sem viðrar í sál- arlífi hlustandans. „Verður að sleppa" minnir helst á Leonard Cohen seint á 9. áratugnum þótt Bubbi hafi ekki tæmar þar sem hann hefur hælana í textasmíð. Líklega er ekkert erfiðara en að dæma Bubbaplötu því flestir sem á annað borð hlusta mikið á Bubba hafa sínar eigin vænt- ingar til plötunnar. Ég er löngu hættur að hlusta á plötur Bubba og get ekki sagt að ég sé einlæg- ur aðdáandi. Þrátt fyrir það bliknar mörg sú tónlist sem ég hlusta á í dag í samanburði við mörg lög plötunnar. Ég gef Bubba fjórar stjömur - fyrir að hafa engu gleymt og lært eitthvað nýtt í leiðinni. Daniel Radcliff verður munaðarleysingi Daniel Radcliff, sem er löngu orðinn heimsfrægur sem galdrastrákurinn Harry Potter, hefur skrifað undir samning við framleiðendur myndar- innar December Boys. Þetta verður fyrsta myndin sem hann leikur í sem snýst ekki um sög- ur J.K. Rowling, en hún segir sögu fjögurra munaðarleysingja á sjöunda áratugnum í Ástralíu. Myndin bygg- ist á samnefndri skáldsögu Michaels Noonan og Rod Hardy mun leikstýra, en hann gerði meðal annars sjón- varpsseríuna The Practice sem hefur slegið í gegn um allan heim. Tökur á December Boys eiga að hefjast í Ástr- alíu í nóvember, stuttu eftir að íjórða Potter-myndin, Harry Potter And The Goblet of Fire, verður frumsýnd. Radcliffe hefur leikið Potter frá árinu 2001 og hefur skrifað undir samning fimmtu myndarinnar, Harry Potter And The Order Of The Phoenix, sem er væntanleg árið 2007. Moore skipuleggur kvikmyndahátíð Leikstjórinn Michael Moore stendur nú í stórræðum við að skipuleggja kvikmyndahátíð í heimabæ sínum, Michigan, en þetta kemur fram í frétt The Guardian. Hátíðin á að vera haldin í næsta mánuði en hefur vak- ið áhyggjur hjá mörgum íbúum bæjar- ins. Það voru ekki allir jafnkátir með að heyra fréttimar og eru margir hræddir um að myndimar sem sýnd- ar verði muni vera mjög pólitískar og geti skapað illindi. Heimildarmyndir Moores, Bowling for Columbine, Ro- ger & Me og Fahrenheit/911, hafa vakið misjöfn viðbrögð í Bandaríkjun- um en Moore segir þó að það sé eng- in pólitísk ástæða á bak við hátíðina sem eigi þvert á móti að vera mjög fjölskylduvæn og sýna um 30 klass- ískar myndir eins og Casablanca, Jaws og Rebel Without a Cause, auk sjálfstæðra erlendra mynda. Moore vonast til þess að hátíðin verði árleg- ur viðburður og sýni að Bandaríkja- menn hafi áhuga á góðum og vönduð- um kvikmyndum. Sole, Pedestrian og Telephone Jim Jesus Á Grand Rokk 22. júní Telephone Jim Jesus er einn af þremur hip hop tónlistarmönnunum sem spila á Grand Rokk 22. júni. Hingað til lands eru væntanlegir þrír bandarískir hip hop tónlistarmenn sem spila á Grand Rokk 22. júní. Þetta eru þeir Sole, Pedestrian og Tel- ephone Jim Jesus en þeir hafa unnið hjá hinni merku og framsæknu hip hop útgáfu, Anticon, sem hefur alla sína tíð gefið út framsækið og óhefð- bundið hip hop. Þeir eru núna á tón- leikaferðalagi sem kallast War On Self og bættist ísland skyndilega inn í planið. Þegar þremenningamir koma hingað til landsins verða þeir meðal annars búnir að spila í Vín, Miinchen, Berlín, Amsterdam og London. Miðasala er hafin í Smekk- leysu Plötubúð, og Bent og 7Berg munu sjá um upphitun.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.