blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 6
mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið Náttúruvernd- arsinni beitt- ur harðræði? Náttúruverndarsinninn, Paul Gill, sem ásamt tveimur íslendingum sletti skyri sínu á fulltrúa sem sátu ráðstefnu alþjóðlegra iðnfyrirtækja á Nordica Hóteli í síðustu viku, var sleppt úr gæsluvarðhaldi á laugar- dag eftir að hafa setið í haldi frá því á þriðjudag. Hann var heldur þrekað- ur eftir fangavistina. Frá handtöku Gill á þríðjudag Vilja að allir hljóti sömu með- ferð Örnu Ösp Magnúsardóttur og Ólafi Páli Sigurðssyni, sem einnig tóku þátt í aðgerðinni, var sleppt eftir sólarhringsvarðhald. í fréttatilkynn- ingu, sem þau sendu frá sér fyrir skemmstu, er meðferð málsins harð- lega gagnrýnd. Þar segir: „Telji þeir sem að rannsókn málsins standa að þörf sé á gæsluvarðhaldi yfir þeim sem koma mótmælum sínum á fram- færi með þeim aðferðum sem við beitt- um (á meðan mönnum sem grunaóir eru um aðild að bamaklámhringjum er sleppt að lokinni yfirheyrslu) er rökrétt að við hljótum einnig sömu meðferð og Paul Gill og verðum úr- skurðuð í frekara gæsluvarðhald." Gill fylgir sérstöku mataræði sem ekki samræmist hefðbundinni ís- lenskri matargerð og því gat hann lítið borðað í fangelsinu. Vinir hans reyndu að koma til hans mat en Arna segir þeim hafa verið meinað að hjálpa honum. Hann hafi fengið eina fulla máltíð alla fimm dagana sem hann var í haldi. Paul er í farbanni til 1. júlí og þarf tvisvar á dag að hitta fulltrúa lögregl- unnar til að láta vita af sér. MBO Nýr Hlemmur Kynning á nýju deiliskipulagi og fyr- irhuguðum framkvæmdum í næsta nágrenni Hlemms, fer fram í stræt- óskýlinu á Hlemmi í dag. Dagskráin hefst með því að Dag- ur B. Eggertsson, formaður Skipu- lagsráðs Reykjavíkur, kynnir helstu áherslur deiliskipulagsins og fyrir- hugaðra framkvæmda. Pétur H. Ár- mannsson arkitekt flytur erindi um sögu svæðisins, auk þess sem staða nýja skipulagsins og nýtt leiðakerfi strætisvagna verður kynnt. Einnig verður umfjöllun um ein- staka deiliskipulagsreiti; Einholt/ Þverholt, Ármannsreit og Höfðatorg. Þá munu fulltrúar samtakanna Lifi Norðurmýrin, lögreglunnar og Klink ogBank tjá sig um fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Fundurinn er öllum opinn en aðstandendur hans hvetja íbúa á svæðinu og aðra, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, sérstaklega til að mæta og kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir. ■ Hreyfing lækki lyfja- og aðgerðakostnað Ætla má að samanlagður kostnað- | ur við meðferð á sjúkdómum tengdum offitu hlaupi á hundruðum milljóna, eða jafhvel milljörðum króna, fyrir ís- lenska heilbrigðiskerfið. „Margir sem þjást af offitu hafa til dæmis þurft að fara í liðskiptiaðgerðir, bara mjaðma- aðgerð kostar milljón," segir Ásta RagnheiðurJóhannesdóttir,þingmað- | ur Samfylkingarinnar. Margir sjúkdómar í kjölfar offitu „Þróun í mataræði samfélagsins er ; rosalegur kostnaður fyrir heilbrigðis- kerfið. Það eru ekki bara offituaðgerðir því offita hef- ur svo marga sjúkdóma í för með sér sem og kvilla," segir Ásta. Þeir sjúkdóm- ar sem rekja má til lélegs mataræðis eru meðal ann- ars hjarta- og æðasjúkdóm- ar, beinþynning, sykursýki og krabbamein. Auk þessa eiga þeir sem þjást af of- fitu einnig við ýmis kon- ar félagsleg vandamál að stríða. Þar má nefna einelti, einangrun og alls konar aðrar hliðarverk- anir sem koma að þessu. „Ef við grípum ekki inn í þetta núna, áður en fólk verður svona feitt, má búast við því að heilbrigð- iskerfið standi frammi fyrir óskaplega stórum vanda í framtíðinni. Nógu stór er hann fyrir.“ Ef við gríp- um ekki inn í lendir heilbrigð- iskerfið í vanda í framtíð- inni. Offitutengdir sjúkdómar kosta skattborgara offjár. Læknar ávísi hreyfingu Ásta lagði fram þingsálykt- unartillögu í vetur um að læknar geti ávísað á hreyf- ingu og ráðleggingar um hollara mataræði í stað þess að grípa alltaf til lyfja og læknisaðgerða. Þetta þekkist á Norðurlöndun- um og hefur skilað góðum árangri á þeim fimm árum sem það hefur verið við lýði. Ásta segir ætlunina vera að minnka lyfjakostnað og kostnað á læknisaðgerðum og koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma sem hljótast af offitu. Þingsályktunin var ekki afgreidd fyrir vorið en Ásta segist ætla að taka hana fyrir aft- ur í haust. Hún nýtur stuðnings frá þingmönnum allra flokka þannig að hún stefnir að ná henni í nefnd. „Við erum að berjast í því á öllum vígstöðv- um að sporna við þeirri þróun á offitu sem er að verða í samfélaginu." Skiptar skoðanir um virði hlutabréfa Skiptar skoðanir eru um virði hluta- bréfa íslenskra fyrirtækja. Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá greiningardeild íslandsbanka, seg- ir að hlutabréfaverð ráðist alltaf af væntingum fjárfesta. „Þær eru í ágætu samræmi við það sem verið hefur síðustu misseri. Okkur þykir því að rekstur fyrirtækjanna standi ágætlega undir verðinu á hlutabréf- unum. í því sambandi bendum við á að í langflestum tilfellum eru stærstu félögin mjög nálægt verðmati okkar," segir Atli. Hátt verðlagður markaður Edda Rós Karlsdóttir hjá greining- ardeild Landsbankans er á því að markaðurinn sé frekar hátt verðlagð- ur. „Algengt viðmið er að skoða virði fyrirtækjanna á markaði og deila í með hagnaði. Það hlutfall er frekar hátt þannig að markaðurinn er frek- ar hátt verðlagður," sagði hún. Að- spurð um hvort markaðurinn sé of hátt verðlagður segist Edda vilja bíða fram á þriðjudag [á morgunj með að segja til um það þar sem þá gefur greiningardeild bankans út ársfjórð- ungsspá sína. „Við leggjum áherslu á það að leggja aðeins mat á hluti sem eru í hendi. Þegar við segjum fyrir um vöxt og slíkt tökum við mið af markaðsrannsóknum. Það er eins og markaðurinn geri ráð fyrir að geta stækkað meira, sem hefur síðan sýnt sig að vera rétt í mörgum tilfellum." Hækka á næstunni Þau Edda Rós og Atli eru sammála í því að á næstunni muni verð hluta- bréfa hækka. Edda Rós segir að hún eigi von á hóflegum hækkunum. Þá sveiflist hlutabréfaverð í eðli sínu. Atli segir að á næstu misserum sjái greining íslandsbanka forsendur fyr- ir því að hlutabréf hækki í verði en að hækkunin verði langtum minni en hún hefur verið síðustu tvö til þrjú árin. Súrmjólkurmótmæli Spilla fyrir náttúru- verndarsinnum Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, segist harma mjög þær aðferðir sem náttúru- vemdarsinnar beittu fyrir utan álráðstefnuna á Nord- ica Hóteli í síðustu viku. Hún segir það að sletta súrmjólk séu aðgerðir sem séu ekki til neins annars en að spilla fyrir þeim sem virkilega eru nátt- úruvemdarsinnar í hjarta sínu. Valgerður tekur illa í athugasemdir þeirra sem segja að þama hafi einungis eyðilagst nokkur jakkaföt þeirra sem vilja eyðileggja íslenska nátt- úru. Gmndvallarmunur sé að þeir sem byggja álver fari eftir lögum, ólíkt þeim sem súrmjólkinni slettu. „Ég held að almennt séð séu ís- lendingar óánægðir með svona fram- komu og hún bætir ekki málstaðinn." Valgerður segist bera virðingu fyrir ólíkum skoð- unum fólks á stóriðju og að það sé ekkert óeðlilegt að menn velti henni fyrir sér. „Með því að vinna ramma- áætlun um nýtingu jarð- varma og vatnsfalls erum við að átta okkur betur á því hvaða virkjanakostir eru æskilegastir út frá svo mörgum sjónarhólum. Bæði hvað er hagkvæmt og líka hvað hefur mesta náttúmverndargildið. Ég tek alveg undir að nauð- synlegt sé að fara með skynsemi í hlutina," sagði hún. Aðspurð segir Valgerður ekki ætlunina vera að stóriðjuvæða allt landið, eins og mörgum finnst út- lit fyrir. „Þetta er bara ekki svona, ég hef sjálf verið með varnaðarorð í þessu sambandi og gerði það þegar ég ávarpaði ráðstefnuna. Þar sagði ég að okkur væru takmörk sett, m.a. vegna náttúrunnar. Þegar við erum komin með upp undir milljón tonn af áli á ári þá er það orðinn það ríkur þáttur í útflutningstekjum okkar að við þurfum virkilega að hugsa okkur um hvort við viljum ganga lengra á þeirri braut." Valgerður Sverrisdótt- ir harmar súrmjólk- uraðgerðir náttúruvemd- arsinna. M--------- Almennt séð eru íslendingar óánægðir með svona framkomu og hún bætir ekki málstað- inn. 20% barna of þung í ársskýrslu Sigurðar Guðmunds- sonar landlæknis kemur fram að of- þyngd og offita sé vaxandi í velferðar- samfélaginu. Nú sé svo komið að um 20% íslenskra barna eru of þung og um 5% of feit. Eru íslendingar á svip- uðu stigi og nálægar þjóðir í Evrópu og eiga með sama framhaldi fimm til tíu ár í að ná Bandaríkjamönnum. Þá segir að offita sé sennilega, ásamt tóbaksreykingum, eitt af alvarleg- ustu heilbrigðisvandamálum sem við okkur blasa. Ókeypis máltíðir í öllum skólum og leikskólum, fjölgun íþrótta eða hreyfingartíma í skólum og aðstoð við foreldra vegna aðildar barna að íþróttafélögum, myndu vega þungt í baráttunni við offitu. Auk þess væru það skýr skilaboð til samfélagsins um að litið sé á offitu sem alvarlegan vanda sem tekið yrði á. ■ Minni veiði Heildarafli íslenskra fiskiskipa í maí var rúm 135.000 tonn, sem er tölu- vert minni afli en á sama tíma í fyrra, en þá var hann rúm 155.000 tonn. Þetta kemur fram í hálffímmfréttum KB banka. Ástæðan er aðallega mik- ill samdráttur í kolmunnaveiðum, en kolmunnaaflinn minnkaði um 20.500 tonn á milli ára. Einnig var nokkur samdráttur í síldar- og rækjuafla. Ef litið er til aflaverðmætis þá jókst það um 1,4% í maí, miðað við sama mánuð árið 2004. Þrátt fyrir samdrátt í maímánuði er heildarafli íslenskra skipa, það sem af er árinu, rúm milljón tonn en það er rúmum 126.000 tonnum meira en veiddist á sama tíma í fyrra. Þar munar mest um aukingu á loðnuveið- um, en loðnuaflinn hefur aukist um 115.000 tonn. Þá hefur kolmunnaafl- inn aukist um 10.600 tonn, auk þess sem ríflega 20.700 tonna aukning varð í botnfiskafla. ■ Slagsmál í Súðavík Til átaka kom eftir dansleik í Súðavík í fyrrinótt. Nokkur fjöldi manna safnaðist þá saman og kom til orðaskaks sem endaði með því að slagsmál brutust út. Kalla þurfti á lögreglu frá ísafirði sem notaði svo- kallaðan mace-úða til að kæla menn niður. Einn var handtekinn og gisti hann fangageymslur á ísafirði. Ekki er vitað hvort einhver eftirmál verða af þessu. Aukin framleiðni Framleiðni á vinnustund hefur vaxið hratt undanfarin misseri. Á síðasta ári jókst hún um 5,1%. Þetta kemur fram í Morgunkorni íslandsbanka. Framleiðnivöxturinn er langt umfiram meðaltal síðustu ára og umfram það sem við sjáum í flestum öðrum hag- kerfum um þessar mundir. íslands- banki bendir á að á tímabilinu 1994- 2003 hafi framleiðni á vinnustund hér á landi aukist um 2,1% árlega en um 1,4% árlega á tímabilinu 1985-2003. fslenska hagkerfið er því ekki leng- ur eftirbátur annarra hagkerfa hvað framleiðni varðar heldur stöndum við okkur betur hvað þetta varðar. ■ DRAGTADAGAR Mánudag - laugardags Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi Sími 554 4433 Opnunartími mán - föst. 10-18 laugardaga 10-16

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.