blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 8
8 erlent
mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið
Víetnamskir innflytjendur
mótmæla heimsókn
Nunna deyr
ákrossi
Rúmensk nunna lést nýlega eftir að
hafa verið bundin á kross og skilin eft-
ir í þrjá daga í köldum klausturklefa.
Meðlimir klaustursins í Norðvest-
ur-Rúmemu segja að Maricica Irina
Cornici hefði verið haldin illum anda
Ættleiddi afinn hlunnfór
nýju fjölskylduna
Giorgio Angelozzi var nýhættur
störfum sem kennari þegar eigin-
kona hans féll frá. Voru þau hjón-
in barnlaus og brá Angelozzi á það
ráð að auglýsa í dagblaði eftir fjöl-
skyldu til að búa hjá þar sem hon-
um þótti einveran óbærileg. Auglýs-
ingin vakti mikla athygli og fékk
hann svör víðs vegar að úr heimin-
um. Hjónin Elio og Marlena Riva
voru meðal þeirra sem buðu Ang-
elozzi til sín og valdi hann að flytja
til þeirra og tveggja táningsbarna
þeirra. Afinn ættleiddi var fljótur
að steypa sér í miklar skuldir eftir
að hann flutti inn og eyddi stórum
upphæðum frá Riva-fiölskvldunni,
Giorgio Angelozzi með Riva-fjölskyld-
unni sem „aettleiddi" hann.
Fjölskyldan er niðurbrotin vegna
málsins.
sem hann lofaði að greiða síðar. í
síðasta mánuði kvaddi Angelozzi
svo Riva-fjölskylduna og sagðist
ætla að halda til Rómar. Þangað
kom hann hins vegar aldrei heldur
fór hann til annarrar fjölskyldu og
stal ávísunum upp á háar fjárhæðir.
Þær notaði hann til að greiða skuld-
ir sínar. Elio Riva segist vera mjög
leiður vegna framgöngu Angelozzis,
sem nú er kominn á elliheimili, og
segist aldrei hafa grunað annað en
að hann væri eðlilegur. Lögreglan
hefur hafið rannsókn á málinu en
Angelozzi þvertekur fyrir að hafa
stolið nokkru. ■
Vilja innkalla
árbók vegna
vondrar myndar
Foreldrar 11 ára stelpu frá Queens
í New York hafa krafist þess að 200
nýútkomnar árbækur grunnskólans
sem hún gengur í verði innkallaðar.
Eru þau óánægð með myndina af
dóttur þeirra í bókinni og segja hana
virkilega óaðlaðandi og ljóta. Stúlkan
var ekki í skólanum þegar myndirnar
af skólabörnunum voru teknar svo að
umsjónarmenn árbókarinnar brugðu
á það ráð að nota aðra mynd sem þau
áttu af stúlkunni, án þess þó að fá
hennar leyfi fyrir því. Málið hefur
vakið talsverða athygli í Bandaríkj-
unum og kom fjölskyldan m.a. fram í
sjónvarpsþættinum Good Morning
America. Þetta hefur valdið því að
myndin, sem ella hefði aðeins verið
sýnilegskólafélögum stúlkunnar, hef-
ur birst í fjölmiðlum vestanhafs og er
komin í dreifingu á netinu.
20 farast í sjálfsmorðsárás
20 létust, þar á meðal fimm lögreglu-
menn, og fjölmargir slösuðust þegar
maður sprengdi sig í loft upp á veit-
ingastað í Bagdad, höfuðborg íraks,
um hádegisbil í gær. Veitingastaður-
inn, sem var mjög vinsæll meðal her-
manna og lögreglumanna, var rétt ut-
an við hið svokallaða „Græna svæði"
sem hýsir íraksstjórn, bandaríska
embættismenn og aðra stjómsýslu.
Skömmu áður en sjálfsmorðsárásin
átti sér stað sprakk bílsprengja ann-
ars staðar í borginni og banaði tveim-
ur. írakskir uppreisnarmenn hafa
drepið yfir þúsund manns, sem flest-
ir eru írakskir, síðan sjítastjórnin
komst til valda seint í apríl. Aðgerðir
til að auka öryggi og reyna að sporna
við stórauknum árásum hafa skilað
litlu. ■
og að krossfestingin hafi verið hluti af
nauðsynlegri særingu. Nunnan var 23
ára og hafói lagt leið sína í klaustrið
til að heimsækja vinkonu en ákvað
að dvelja þar áfram. Hún þjáðist af
geðklofa og meðlimir klaustursins
litu svo á að hún væri haldin illum
anda. Prestur í klaustrinu ákvað að
beita særingaraðferð og nunnan var
bundin á kross og tusku troðið upp í
munn hennar. Hún fékk hvorki vott
né þurrt í þijá dag. Banamein hennar
var köfnun.
Presturinn hefur ekki sýnt iðrun-
armerki. Hann segist ekki skilja íjöl-
miðlafárið í kringum málið, særing sé
algeng innan rúmensku kirkjunnar
og þær aðferðir sem hann hafi beitt
séu á engan hátt ffábrugðnar þeim
sem aðrir prestar noti. Presturinn og
nunnumar gætu fengið 20 ára fangels-
isdóm verði þau fundin sek.
Síðasta krossferð
„vélbyssu Guðs“
ann. Skýrslur um þau mál sýna
fjölmörg dæmi um misbeitingu víet-
nömsku kommúnistastjórnarinnar
á valdi sínu. T.a.m. er kunnugt að
Flugslys á Flórída
mótmælendur í Víetnam, sem gagn-
rýna kommúnistastjórnina, hafi ver-
ið handteknir. Einnig eru fyrirhuguð
mótmæli í Seattle í dag þegar Khai
kemur til fundar við Bill Gates, stjórn-
arformann Microsoft. Eftir fundina
með Gates og Bush heimsækir Khai
Harvard-háskóla og lýkur svo Banda-
ríkjafór sinni með heimsókn í Tækni-
stofnunina í Massachusetts.
Lítil flugvél hrapaði á grunnskóla í
Sarasota á Flórída með þeim afleið-
ingum að tveir menn, sem í vélinni
voru, létust. Flugmaður vélarinnar
hafði tilkynnt vélarbilun skömmu
eftir flugtak og var á leið til baka
til lendingar þegar hún hrapaði og í
henni kviknaði. Ekkert var sagt frá
meiðslum á þeim sem í skólabygging-
unni voru. ■
Predikarinn Billy Graham segir all-
ar líkur á að krossferð hans í New
York í næstu viku verði hans síðasta.
Hann segir þó ekki með öllu útilokað
að hann þiggi boð um að predika í
London í nóvembermánuði. Graham
er 86 ára og þrotinn að heilsu, þjáður
af parkinson-veiki og krabbameini.
Hann segist leggja traust sitt á Guð
í þriggja daga predikunarferð sinni
í New York, sem hann kýs sjálfur
að kalla krossferð. Franklin, sonur
hans, verður með í fór og tekur við
af fóður sínum, megni hann ekki að
flytja ávörp sín.
Graham, sem gaf sjálfum sér
nafnið „vélbyssa Guðs“, hefur verið
í vinfengi við alla forseta Bandaríkj-
anna síðustu áratugi. Hann var oft
gagnrýndur fyrir að vera í of nánum
tengslum við Nixon forseta. Sjálfur
hefur hann talað hlýlega um Hillary
og Bill Clinton og Bush-feðgana.
í nýlegu viðtali lýsti Graham
reynslu sinni þegar hann lá á sjúkra-
húsi fyrir fjórum árum og hélt sig
vera að deyja. „Ég baðst fyrir og
Billy Graham. Hann segir að krossferð
hans í New York í næstu viku verði mjög
líklega hans síðasta.
skyndilega flugu um huga minn all-
ar syndirnar sem ég hafði drýgt á
lífsleiðinni. Ég bað Guð fyrirgefning-
ar og öðlaðist mesta frið sem ég hef
nokkru sinni hlotið," sagði hann. Það
eina sem Graham sér eftir á ferlinum
er að hafa ekki slegist í hóp kirkjunn-
ar manna sem gengu í kröfugöngu
fyrir mannréttindum undir forystu
Martins Luthers King.
Phan Van Khai hittir George Bush á morgun
bjornbragi@vbl.is
Hundruð víetnamskra innflytjenda í
Bandaríkjunum gengu um götur Kali-
fomíu um helgina og mótmæltu heim-
sókn Phans Van Khai, forsætisráð-
herra Víetnams, til Bandaríkjanna.
Khai mun funda með George Bush í
Hvíta húsinu á morgun en þetta er
fyrsta heimsókn víetnamsks forsæt-
isráðherra til Bandaríkjanna síðan
stríðinu í Víetnam lauk fyrir 30 árum.
Tilgangur mótmælanna var að gagn-
rýna framgöngu Víetnam-stjórnar í
mannréttindamálum. Mótmælend-
urnir voru flestir frá hverfi í Orange
County í Kaliforníu, hveríi sem geng-
ur undir viðurnefninu „Litla-Saigon".
Er það fjölmennasta svæði fólks af
víetnömsku bergi brotnu í Bandaríkj-
unum. Hundruð þúsunda Víetnama
hafa flust til Bandaríkjanna síðan
kommúnistar náðu völdum í þar í
landi. Áætlað er að yfir milljón Víet-
namar búi nú í Bandaríkjunum og
um 130.000 í Orange County.
Fortíðin er að baki
Khai hefur lýst því yfir í fjölmiðlum
að heimsókn sín sýni að fortíðin sé
að baki. „Við vonumst til að bæta
samskipti milli landanna með gagn-
kvæmri virðingu og auka möguleika
á bættari hagsmunum beggja landa,"
sagði Khai. Bandaríkin eru núna
stærsti viðskiptaaðili Víetnams en að-
eins er áratugur síðan löndin hófu að
hafa viðskipti sín á milli. Mannrétt-
indasamtök hafa þrýst á stjórnvöld
í Washington að ræða mannréttinda-
mál í Víetnam við forsætisráðherr-
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
alla virka daga
FRJALST
PTTehf
1.590.000 kr. *
&SBe353
Malarhöfös 2a // 110 Reykjavlk // afml 570 9900 // www.flat.ls