blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 17

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 17
blaðið i mánudagur, 20. júní 2005 Gróðurinn ánægður með - ekkert nema gott mál ef rigna fer á næstunni halldora@vbl.is rigninguna Það fór ekki fram hjá mörgum á höf- uðborgarsvæðinu í gær að skýin svifu fyrir sólu og rigning gerði vart við sig. Eftir nokkurra daga sólarblíðu og rigningarleysi voru margir farnir að velta því fyrir sér hvernig á þessu gæti staðið hér á íslandi, þó svo að flestir hafi nú verið hæstánægðir með blíðskaparveðrið. Hjá plöntunum er hins vegar raunin önnur. Plönturíkið í heild sinni hefur þurft að líða fyrir eftirsóknarvert veðurfar okkar mann- fólksins, en mikill hefur verið vatns- skorturinn hjá gróðrinum. „Þetta hefur verið alveg hrikalegt fyrir gróðurinn og ég held að hann sé almennt ánægður með nokkra dropa. Hjá þeim er vatn undirstaða alls, rétt eins og hjá okkur, og því er ekkert nema gott mál þegar fer að rigna. Það er reyndar svo að þótt nokkrir dropar hafi komið frá himni er það alls ekki nóg - á þeim blómum sem fengu á sig rigningu var bleytan rétt aðeins á yfirborðinu en ekki í jarðveginum," segir Einar Nielsen, garðyrkjumaður hjá Gróanda í Mosfellsbæ, en hann vonast eftir meiri rigningu og þá í nokkra daga í senn. „í tíðarfari eins og þessu fær gróðurinn aldrei of mik- ið af vatni. Þess vegna er líka mjög mikilvægt að við vökvum gróðurinn vel og nægilega oft. Þetta er afar mikilvægt - safaspenna plöntunnar gerir það að verkum að hún byijar að hanga við þurrk, auk þess sem hún fellir blöðin til þess að minnka upp- gufun.“ Einar segist vilja benda fólki á að vökva frekar seinni part dagsins, þá séu meiri líkur á að rakinn síist ofan í jarðveginn. .fynnars er nú bara mikil- vægt að fólk vökvi alltaf sé það í vafa, þá erum við í ágætismálum," segir hann að lokum, og ítrekar að við eig- um að vera opin fyrir nokkrum rign- ingardögum. „Það má sko alveg fara að koma mikil rigning, þótt við hlökk- um vissulega alltaf til sólarinnar er fólk orðið skrælnað og langþreytt á þurrkinum. Þetta er eiginlega búið að vera óeðlilegt síðustu daga - heilu vikurnar sem ekkert rignir, það er mjög slæmt!" Uppblásin tækifærislaug Fyrir þá sem sjá ekki ástæðu til þess að hafa pott í garðinum hjá sér allan ársins hring er nú hægt að nálgast uppblásna potta, eða eiginlega sund- laug, í verslunum hér heima sem og á erlendum heimasíðum. Á heima- síðunni gadgetstuff.com er að finna slíka laug en hana er hægt að panta og fá síðan senda heim að dyrum inn- an nokkurra vikna. Laugin er afar auðveld uppsetningar og allnokkr- ir geta verið í henni í einu, en ekki er þó gert ráð fyrir því að fólk taki sprett. Aðallega er þetta hugsað sem þægileg slökun í góði veðri, nú eða í partíinu. Þá er þetta einnig sniðug lausn fyrir þá sem ekki vilja raska umhverfinu í garðinum með því að byggja fyrir pott eða gera róttækar breytingar til lengri tíma. Lauginni er svo pakkað saman þegar vetra fer og hún sett inn í bílskúr þar sem hún bíður síns tíma. Grillsvuntan góð í grillveisluna H v e r þ a r f e i 1 t eldhús, fullt af grill- v ö r - u m , þegar hægt er að setjauppheilu grillveisluna með því einu að styðj- ast við grillið, matinn og svuntuna? Nú er hægt að fjárfesta í glæsilegri svuntu en hún er búin öllum þeim grillgræjum sem til þarf þegar sumar- vertíðin hefst og grillararnir fara að láta á sér kræla. Með grillsvuntunni fylgja helstu áhöld sem nauðsynleg eru, auk þess sem svuntan er þeim eiginleikum gædd að hægt er að rúlla henní saman og er hún því afar hent- ug í ferðalögin og til geymslu. Þar fyr- ir utan er sá sem svuntuna ber eins og sannkallaður fagmaður á þessu sviði því hún er afar vegleg og vönd- uð. Þá fylgir einnig grillhanski með í kaupunum, sem gerir fólki kleift að töfra fram glæsilegustu máltíð án þess að ata sig út í olíu eða sósu. Til í öllum helstu verslunum sem sérhæfa sig í grill- og heimilsvörum. Hágæða '> sláttutæki Collector 45 sláttuvél 4 hestafla B&S mótor 55 Itr. grashirftikassi Combi 45S sláttuvél með drifi 4 hestafla B&S mótor 55 Itr. grashirðikassi Carden Combi sláttutraktór 12,5 hestafla, sjálfskiptur B&S mótor 170 Itr. grashirðikassi Estate Pro 22 sláttutraktór 22 hestafla, sjálfskiptur B&S mótor 300 Itr. grashirftikassi Vetrarsol ehf. Askalind 4 Kopavogi Simi 5641864

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.