blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 12
12 bílar mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið Nýr og betri bíll á gömlu verði Nýr sportjeppi á leiðinni frá SsangYong Kóreski bflaframleióandinn SsangYong kynnir um þessar mundir til sögunnar nýjan sport- jeppa, sem sérstaklega er hann- aður fyrir evrópskan markað. Evrópufrumsýning jeppans, sem nefndur er Kyron, verður á bfla- sýningunni í Frankfurt 15.-20. september. íslenskir áhugamenn um þennan glæsflega jeppa verða hins vegar að bíða fram að áramót- um, en Bílabúð Benna er umboðs- aðili SsangYong hér á landi. Kyron verður með 2,7 lítra, 165 hestafla dísilvél, hinni sömu og hefur sannað sigí Rexton. Hugsan- lega verður önnur minni vél í boði er fram í sækir. Hönnun á Kyron hófst í febrúar 2002 og var farin sama leið og asískir bflaframleið- endur hafa nýtt í auknum mæli upp á síðkastið - að láta evrópska hönnuði um útlit bílsins að utan sem innan. Skoda OcTavia ágætlega til kynna. Þar skiptast á ávalir fletir og skarpar línur. Góðri hönnun er svo fylgt eftir með vand- aðri smíði. Rými Inni í bflnum er frábært rými, nóg pláss, hvernig sem á er litið. Manni finnst hátt til lofts og fótarými aftur í er yfirdrifið nóg. í rýminu er að finna velflest þægindi, sem ætlast er til í nýj- um bflum, og vel það. Greinilegt er að Skoda hefur ákveðið að hefja Octavia upp um að minnsta kosti einn gæða- flokk og það hefur tekist. Það er hægt að stilla ökumannssæti og stýri þann- ig að það á að geta hentað hverjum sem er. Mælaborðið er skipulegt og skýrt þannig að allt er innan seilingar og augnfæris. Innréttingin er látlaus og stflhrein innan þess ramma sem Skoda setur sér. Plastið er kannski ekki fyrir augað en á þessu verði get- ur maður tæpast krafist hnotu og leð- urs, en það má líka borga aukalega fyrir aukin þægindi af því taginu. Ut- sýni er afar gott. Farangur Farangursrýmið dugar hveijum sem er og er með því sem best gerist í bflum í þessum stærðarflokki. Það er líka hugvitsamlegt með hillum, hólfum og netum þannig að búa má tryggilega um alls kyns farangur. Ef aftursætin eru síðan lögð niður má reka litla heildsölu út um skottið. Öryggi Octavia stenst allar öryggiskröfur og fram í eru líknarbelgir báðum megin og á ytri hliðum framsæta. Fá má hlið- arlíknarbelgi fyrir allt farþegarýmið sem aukabúnað. ISOFIX-festingar eru fjTÍr tvo barnabílstóla aftur í og einn fram í. Þriggja punkta belti eru í öllum sætum. Rekstur og viðhald Eyðslan í Octavia er þolanleg í bæn- um, tæpir 10 lítrar á hundraðið, en alveg stórfín úti á landi eða um 5,6 1. Vélbúnaður Octavia er byggður á sama grunni og hj á Volks wagen þann- ig að menn geta vænst sama áreiðan- leika. Nytsemd og gæði í borgarakstri kemur Octavian ágæt- lega út - það er rúmt um stórfjöl- skylduna og aftur í má setja tvöfóld helgarinnkaup án vandræða. í utan- bæjarakstri er Octavia mjög spar- neytin, en rétt er að vara við því að hávaðinn getur orðið lýjandi á löng- um ferðum. Octavia virðist ágætlega traustur bfll, ekki síst þegar horft er til verðs og búnaðar. Það er ekki hægt að segja að í honum sé íburður en gæði miðað við verð eru mikil. Hekla Skoda hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að járntjaldið féll og er nú sá bílaframleiðandi Evrópu sem er í mestri sókn. Það segir enda sína sögu að bílamir renna út eins og heit- ar lummur þótt Hekla hafi nánast ekkert auglýst Octavia. Það er í sam- ræmi við reynslu annarra umboða í Evrópu, sem hafa engan veginn ann- að eftirspurn. Ástæðan er einfóld, þetta eru ágætlega smíðaðir bflar á ffábæru verði. Maður finnur fyrir því að þetta er ódýr bfll, en þar ræðir fremur um tilfinningu en nokkuð sem hönd á festir. Aksturseiginleikar Skoda Octavia fæst í tveimur grunn- gerðum; fólksbfl og skutbíll, en það var síðari gerðin sem tekin var í reynsluakstur. Þetta er þægilegur bíll í daglegum akstri og nógu auðveldur til þess að það má njóta útsýnisins í akstri. Hann er byggður á sömu und- irstöðu og Volkswagen Golf (enda sömu verksmiðjueigendur) og hefur að því leyti marga sömu eiginleika fyrir miklu lægra verð. Hraðahindr- anir og holóttar götur trufla mann lítið á Octacvia og hann er ágætlega stöðugur í kröppum beygjum. Vél og drif Octavian fæst með nokkrum vélar- afbrigðum, þremur bensínvélum (1,6 1 og 2,0 1) og tveimur dísilvélum (1,9 1 og 2,0 1), sjálfskiptri og beinskiptri. Ég reyndi beinskiptan með 1,61 vél og hún reyndist ágætlega svo langt sem það nær, en maður fann talsvert fyrir því að krafturinn mætti vera meiri. Octavia er svolítið sein að vinna sig upp úr öðrum gír og þegar maður er búinn að fylla bflinn afgrislingum og farangri finnur mað- ur að vélin er farin að erfiða. Það heyrist líka fullmikið í vélinniþegarek- ið er sæmilega greitt, en maður finnur helst fyrir því í löngum akstri. Þetta gæti Skoda lagað með betri ein- angrun, en það er kannski veghljóðið sem truflar mann meira. Útlit Ytri hönnum Octavia er prýðileg, hún er látlaus og formfóst og gefur skyldleikann við sína þýsku frændur Skoda Octavia Combi Hekla Verð: 1.690.000 Eldsneyti: Bensín Breidd: 1,77 Þyngd: 1.270 kg Vél: 1270 cc Skutbíll Lengd: 4,57 m Hæð: 1,47 Dyr: 5 Hestöfl: 102 Kostir: Hræódýr, ábyggilegur og notadrjúgur. Galiar: Mætti vera kraftmeiri og hljóðlátari. Niðurstaða: Skoda Octavia er skyn- samlegur tjölskyldubíll til allra daglegra nota ef kröfurnar eru ekki þeim mun meiri. Bíllinn er ágætlega útbúinn og frábært.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.