blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 11
blaðið I mánudagur, 20. júní 2005 Munch- Fjölskyldu- harmleikur 15 ára drengur írá Sellersville í Penn- sylvaníu reyndi að bjarga lífi móður sinnar með því að skjóta fóður sinn til bana. Drengurinn og bróðir hans höfðu vaknað við skærur foreldra sinna og komu að þeim þar sem fað- ir þeirra hélt móður þeirra niðri og ógnaði henni með hnífi. Þeir sóttu þá sína skammbyssuna hvor til að reyna að fá fóðurinn til að fara af móðurinni. Hann náði annarri skammbyssunni af þeim, hlóð hana og skaut móður þeirra. Þegar hann bjó sig undir að skjóta hana aftur skaut drengurinn fóður sinn og særði hann til bana. Móðirin dó sjálf af sár- um sínum. Lögreglan í Sellersville sagði að drengirnir verði ekki ákærð- ir og sagði að þeir hefðu framið mikla hetjudáð þegar þeir reyndu að bjarga lífi móður sinnar. 183 látnir í hitabylgju Mikil hitabylgja gengur nú yfir Ind- land og hafa 183 dáið í júní sökum hennar. Hitastigið hefur hæst farið í 51 gráðu og þúsundir manna hafa fengið slæman sólsting. Þar sem hit- inn er mestur eru götur að mestu auð- ar og fólk heldur sig í skjóli. Monsún- regnið er nú hægt og rólega að færa sig yfir Indland. ■ Mótmæla kyrrsetningu Átta Kínveijar í sérstökum innflytj- endabúðum í Sydney í Ástralíu voru fluttir á sjúkrahús í fyrradag eftir að hafa skorið sig á púls. Mennimir voru að mótmæla því að stjómvöld neituðu þeim um flutning frá búðun- um. Stjórnvöld í Ástralíu tilkynntu síðastliðinn fóstudag að fyrirhugað væri að milda reglur um kyrrsetn- ingu flóttamanna, sérstaklega gagn- vart fjölskyldum með ung böm. ■ Sýknun fagnað hjá Jackson- fjölskyldunni Fjölskylda og vinir Michaels Jackson komu saman um helgina og héldu veislu til að fagna sýknun popparans á dögunum. Athygli vekur að einn af kviðdómendunum sem sýknuðu Jack- son var viðstaddur. Jackson sjálfur,. sem hefur ekki komið fyrir augu al- mennings síðan fjórtán vikna löng- um réttarhöldum yfir honum lauk á mánudaginn, var þó hvergi sjáanleg- ur. Um 400 manns mættu í veisluna, sem var haldin í Chumash-spilavít- inu í Kalifomíu. Fréttamönnum var meinaður aðgangur að veislunni og öryggisverðir vísuðu umsvifalaust út blaðamanni sem komst inn. safnið opnað á Munch-safnið í Osló var opnað að nýju um helgina, tíu mánuðum eftir málverkaránið í ágúst í fyrra. Hinu alþekkta málverki Edvards Munch, Óp- inu, var þá stolið af grímuklæddum mönn- um ásamt öðm mál- verki hans, Madonnu, um miðjan dag fyrir framan safngesti. Pa- stelmynd af Ópinu og steinmynd af Mad- onnu hafa verið settar upp í stað uppruna- M---------j Lögreglan hefur fimm grunaða vegna ráns- ins en hefur ennekkikom- ist á snoðir um málverkin sjálf legu verkanna. Safnstjóri Munch-safnsins, Gunnar Sörensen, segist telja að safnið hafi enn að geyma meira en nóg af áhugaverð- um verkum til að laða að sér gesti. „Við erum með 1.100 Munch-málverk. Við höfum aldrei haft einhvem einn mið- punkt, þetta er ekki eins og Mona Lisa,“ sagði Sörensen. Hann sagði einnig að örygg- isgæslan hefði verið stórefld en þeir sem komið hafa á safnið eftir að það var opnað á ný líkja öryggisgæslunni við það sem tíðkast á flugvöllum ný heimsins nú til dags. Lögreglan hefur fimm gmnaða vegna ránsins en hefur enn ekki komist á snoðir um málverkin sjálf, þrátt fyrir að hafa boðið 22 milljónir íslenskra króna í fundarlaun. Margir listfræðingar hafa gmn um að mál- verkunum hafi verið eytt, þar sem þau séu of þekkt til að hægt sé að selja þau á listmarkaðnum. Áætlað verðmæti myndanna tveggja er um 1,3 milljarðar. Madonna. Sumartilboð í Sony Center LCD og Plasma sjónvörp vaxtalaust! Iike.no.other KE-P42M1S1 42" Plasma sjónvarp • 42" Alis Plasmaskjár • Wega Engine • 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC • Virtual Dolby SRS TmSurTOund • 3x scarttengi/Component 26.940 krónur á mánuði vaxtalaust* 323.280 krónur staðgreitt. KLV-20SR3S 20" LCD sjónvarp • 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC • 2x scarttengi 8.940 krónur á mánuði vaxtalaust* 107.280 krónur staðgreitt. KLV-27HR3S 27" LCD sjónvarp • XGA upplausn • 3D kamfilter fyrir PAL og NTSC • 2x scarttengi 14.940 krónur á mánuði vaxtalaust* 179.280 krónur staðgreitt. "...An impressive and affordable offering from Sony" What Plasma & LCD Editors Choice Sony Center Kringlunni 588-7669 / 588-SONY www.sonycenter.is Sony Center ‘Miöað við 12 vaxtalausar jafnar grciðsiur á Vise eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald baetist við samningsfjárhaeðina og greiðist með jöfnum greidslum yfir samningstímann.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.