blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 27
blaðið I mánudagur, 20. júní 2005 yndir 27 CHRISTIAN BALE MICHAEL CAINE LIAM NEESON www.sambioin.is KATIE STJUSTA KVWMYNOAHÚS UNDSINS * HAGAT0R6I * S. 5301ÍI9 • wwwJtaskolabloJj POWERSYNING í SAMBÍÓNUM KRINGLUNNI KL.il LMES OLffl MORGAN £REEMAN KVIKMYNDIR.IS J# ' %,.. V . •1 GLEYMID OLLUM HINUM BATMAN MYNDUNUM. ÞESSI ER MALIO. ANDRI CAPONE X-FM 91,9 B A T 'NT'A N N S LOKSINS, LOKSINS M.M.M. XFM 91,9 BATMAN, EINS OG ÞU HEFUR ALDREI SEÐ HANN AÐURl ALFABAKKI KEFLAVIK KRINGLAN BATMAN BEGINS KL3.20-4-5-6.20-7-8-9.20-l0-10.50B.Ll2 BATMAN BEGINS KL.8-10.40 BATMAN BEGINS VIP KL 5-8-10.50B.1.12 MR'AND MRS- SM,TH KL 8’10 ls A LOT LIKE LOVE KL. 3.45-6-8.15-10.30 HITCHHIKER'S GUIDE... THE WEDDING DATE SVAMPUR SVEINSSON ;lSSf’ ■BMIIRVIIMM KL 8-10.10 KL 6 KL.4 BATMAN BEGINS HOUSE OF VAX THE WEDDING DATE THE ICE PRINCESS AKUREYRI KL. 3.30-5.10-6.30-8.10-9.30-11 KL. 10.30 KL.8 KL. 4-6 „ ^ BATMAN BEGINS A LOT LIKE LOVE HOUSE OF VAX KL. 5-8-10.40 KL6-8 KL10 RJNGLÁN ( 588 0800 ( ' \ AKUREYRI C 461 4666 KEFLAVÍK C 421 1170 BATMAN BEGINS INSIDE DEEP THROAT A LOT LIKE LOVE VOKSNE MENNESKER CRASH HITCHHIKER S GUIDE TO THE GALAXY GLEYMDU HINUM. ÞETTA ER ALVÖRU BATMAN Ó.Ö.H. DV KL 5-7-9-11 * B.l. 12 óra KL9-llj,fcl. 16ára KL.5-7 KL 5.45-8-10.15 KL. 5.45-8-1015 B.I.I6ára KL. 4.50 Wilson, Owen og Julianne Moore í væntanlegum stórmyndum Luke Wilson, sem hefur meðal ann- ars leikið í myndunum The Royal Tenenbaums Around The World In 80 Days, Old School og Anchorman, er á hraðri leið upp stjömustigann. Nú munu áhorfendur geta séð nóg af kappanum á hvíta tjaldinu því hann er búinn að samþykkja að leika í nýj- ustu mynd Ivans Reitman, Super Ex. Myndin fjallar um mann sem hættir með kærustunni sinni þar sem hún er svo hrikalega stjórnsöm en kemst- síðan að því sér til mikillar skelfíngar að hún er ofurhetja. Þó að það ætti að vera nógu slæmt þá nýtir kærast- an fyrrverandi krafta sína í að gera honum lífið leitt. Handritshöfund- ur myndarinnar er Don Payne, en hann hefur meðal annars skrifað Simpsons-þættina og ætti því að vera nóg af furðulegum húmor í myndinni. Ekki er þó enn komið á hreint hver muni leika bijáluðu kærustuna. Super Ex er ekki eina myndin sem mun skarta Wilson í aðalhlutverki því hann leikur einn- ig í nýjustu gamanmynd Mikes Judge, 3001. Sú mynd fjallar um ósköp venjulegan mann sem vakn- ar upp eftir 1.000 ár og kemst að því að mannkyninu hefur hrakað svo gífurlega hvað vitsmuni varðar að hann er gáfaðasti maðurinn á svæðinu. Judge ætti að vera áhorf- endum kunnugur fyrir að hafa skapað vitleysingana Beavis og Butthead en auk þess hefur hann tal- að fyrir Hank Hill í þáttunum King of the Hill. 3001 er ekki eina framtíðarmynd- in sem snýst um hnignun mannkyns- ins. Samkvæmt heimildum The Gu- ardian á Julianne Moore í viðræðum um að leika á móti Clive Owen í vís- indaskáldsögunni Children of Men. Myndin gerist í framtíðinni þegar mennirnir geta ekki lengur Qölgað sér og segir sögu síðustu ófrísku konu jarðarinnar. Tökur eiga að hefjast í september en það er Alfonso Cuarón sem leikstýrir myndinni sem á að koma út árið 2007. Alvöru pönk á Grand Rokk Tónleikar með Rass á föstudagskvöld Pönksveitin Rass hélt tónleika á Grand Rokk upp úr miðnætti á fóstu- dagskvöldið og spilaði þar lög af vænt- anlegri plötu sinni. Það var fámennt í fyrstu en fljótt flykktist sífellt fleira fólk upp á efri hæð skemmtistaðarins og virtust allir skemmta sér konung- lega undir kröftugu prógramminu. Hljómsveitin renndi í gegnum hvert lagið á fætur öðru á mettíma þar til liðsmenn sveitarinnar voru orðnir sveittir af áreynslunni. Voru tónleik- arnir frábær endalok á annars vel heppnuðum þjóðhátíðardegi. U2 verðlaunaðir fyrir framlag sitf til tónlistar írska rokkbandið U2 fékk verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar á Nor- doff Robbins verðlaunahátíðinni sem fór fram á fóstudag. Meðlimir hljómsveitarinnar tóku á móti verð- laununum við mikla athöfn í London og þökkuðu fyrir þann mikla heiður sem þeim var sýndur með þessu. Hljómsveitin, sem stofnuð var árið 1977, hefur verið ein stærsta og vinsælasta sveit heims í tæpa þrjá áraugi og skilur eftir sig á annan tug breiðskífa, sem hafa náð efstu sætum vinsældalista um allan heim. Bono, söngvari sveitar- innar, hvatti þjóðina til að taka þátt í Live 8 þegar hann tók á móti verðlaununum, enda eru með- limir hljómsveitarinnar þekktir fyrir ffamlagsitttilmannréttindamála, að- stoð við þróunarríkin og baráttu gegn útbreiðslu alnæmis í heiminum. Geoffrey Rush í Spielberg-mynd Leikarinn Geoffrey Rush, sem þekkt- ur er fyrir hlutverk sín í Pirates of the Caribbean, The Life and Death of Peter Sellers og Shakespeare in Love.hefur ákveðið að ganga til liðs við Daniel Craig, Eric Bana og Ben Kingsley og leika í næstu mynd leik- stjórans Stevens Spielberg. Myndin, sem hefur ekki enn fengið nafn, fjall- ar um afleiðingar hryðjuverkaárásar- innar á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972, en þá drápu palestínsk- ir hryðjuverkamenn 11 ísraelska íþróttamenn. Myndin hefur fengið heilmikla athygli í fjölmiðlum þar sem viðfangsefnið er fremur umdeilt og hefur tökum verið frestað ítrekað, meðal annars vegna þess að Spiel- berg hefur ekki verið nógu ánægður með handritið. Nú hefur hann þó ákveðið að setja framleiðsluna á fullt og byija tökur síðar í þessum mán- uði, en stefnt er að því að frumsýna myndina 23. desember. ,.d.r - L

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.