blaðið - 03.08.2005, Side 32

blaðið - 03.08.2005, Side 32
32 I MEWWIWG MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöið Höfundur Péturs Pan I Bretlandi er komin út ævisaga JM Barrie eftir Lisu Chaney. Barrie er höfundur leikritsins og sögunnar sígildu um Pétur Pan en um tilurð þess verks var gerð myndin Finding Neverland sem hlaut mikið lof gagn- rýnenda en þar fór Johnny Depp með hlutverk höfundarins. Nokkrar ævisögur hafa verið skrifaðar um ævi Barries, enda var hann áhugaverður maður um margt. Hann lifði alla tið í ævintýraheimi og kunni lítil skil á raunveruleikan- um, nokkuð sem hlýtur að gera ævi- sagnahöfundum erfitt fyrir. f draumaheimi Þegar Barrie var barn lést bróðir hans David sem hafði verið eftir- læti móðurinnar. Sorg hennar varð svo gríðarleg að Barrie leit svo á að hún væri að hafna honum. Hann kvæntist leikkonu en hjónabandið var óhamingjusamt frá upphafi. Eig- inkona hans sagðist vera hrifnari af hundum en karlmönnum og Barrie var greinilega hrifnari af ungum drengjum en eiginkonu sinni. Ekki er furða þótt hjónabandinu hafi lok- ið með skilnaði. Samband Barrie við fimm syni vinkonu hans Sylviu Llewlyn Davies, hefur vakið miklar vangaveltur ævi- sagnaritara hans sem sumir vilja halda því fram að höfundurinn hafi haft óeðlilegar hneigðir til ungra drengja. Slikt lýsir þó hugsanlega skorti ævisagnaritaranna á ímynd- unarafli því Barrie lifði í drauma- heimi og tilbað barnslegt sakleysi. Samband Barrie við drengina varð uppsprettan að Pétri Pan, drengn- um sem neitaði að verða fullorðinn. Dapurleg örlög Sylvia og Arthur, eiginmaður henn- ar, létust um aldur fram og Barrie gekk drengjunum í móður og föður Finding Neverland fjallaði um Barrie og samband hans við Sylviu Llewlyn Davies og syni hennar. Johnny Depp og Kate Winslet fóru með aðalhlutverkin. JM Barrie. Ný ævisaga er komin út um höfund Péturs Pan. stað. Hann hafði greinilega mikla ást á þeim en sá kærleikur var stund- um kæfandi því Barrie sogaði orku úr þeim sem hann umgekkst mest. Örlög drengjanna urðu dapurleg. Einn þeirra féll í fyrri heimsstyrj- öldinni, annar fyrirfór sér og sá þriðji kastaði sér fyrir lest mörgum árum síðar. Einungis yngsti sonur- inn, Nico, varð gamall maður. Hann harðneitaði því alla tíð að eitthvað ósæmilegt hefði gerst í samskiptum Barries við þá bræðurna. Þessi merkilega og dapurlega saga er meginþemað í nýju ævisögunni sem nefnist Hide and Seek with Ang- els: A Life of JM Barrie. _ Ævisaaa kveikir vísur Hannes Hólmsteinn Gissurarson vinnur nú að þriðja og síðasta bindi verks um Halldór Kiljan Laxness sem kemur út um næstu jól. Kallast það Laxness og er um árin 1948-1998 í ævi skáldsins. Hannes hefur verið ötull við að lcynna fyrri bindi sín og þegar hann var að lesa upp úr verki sínu um Halldór Kiljan Laxness hjá eldri borg- urum í Gullsmára í Kópavogi, fékk hann góðar undirtektir, og köstuðu tveir eldri borgaranna fram vísum. Önnur var á þessa leið: Hannes Hólmstein hérna finnum, hans vér ætíð fögnum kynnum. Um hann hefur áður gustað, á hann vil ég geta hlustað. Hin vísan hljóðaði svo: Hannes á vitið og viljann, þótt vont þyki ýmsum að skilj’ann. Hann tók saman bók, sem taugarnar skók, og tefldi fram Halldóri Kiljan. Marlon Brando. Skáldsaga eftir þennan fræga leikara kemur út í næsta mánuði. Skáldsaga eftir Brando í næsta mánuði gefur Knopf bóka- útgáfan út skáldsögu eftir Marlon Brando. Brando skrifaðibókina, Fan- Tan, á áttunda áratugnum ásamt félaga sínum, Donald Cammell. Þeir félagar lokuðu sig af í átta mánuði á eyju Brandos, Tetiaroa, og sátu við skriftir og fengu fjölskyldumeðlimi til að semja samtöl í bókina. Verkið gerist á þriðja áratugnum og segir sögu ævintýramanns. Kven- sjóræningi tælir hann til að stela silfri úr bresku skipi og í kjölfarið fylgja bardagar og fleiri rán. Kvik- myndafræðingurinn David Thom- son ritstýrir bókinni, skipti henni í kafla, tók út endurtekningar og skrifaði lokakaflann og eftirmála. Einn af ritstjórum Knopf útgáf- unnar segir greinilegt að Brando sjálfur sé fyrirmyndin að aðalper- sónunni sem er karlmaður sem heit- ir Annie Doultry. Hann er feitur og laðast að asískum konum, alveg eins og Brando. Nokkra athygli vekur að karlmaðurinn ber kvenmannsnafn en kvikmyndafræðingurinn Thom- son segir að það hafi verið alveg eftir Brando að fara slíka leið og minnir á að í eitt af síðustu skiptunum sem Brando kom fram opinberlega hafi hann svarað spurningum nemenda klæddur í kvenmannsföt. Bæði Brando og Cammell áttu sér samkynhneigða hlið og vinátta þeirra var mjög ástríðufull þótt eng- ar sannanir sé um að þeir hafi átt í ástarsambandi. Cammell framdi sjálfsmorð árið 1996 og Brando lést á síðasta ári.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.