blaðið - 20.10.2005, Page 37

blaðið - 20.10.2005, Page 37
blaöið FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 DAGSKRÁ I 37 Stallone samþykkir enn aðra Rockyá Sylvester Stallone hefur staðfest að hann muni koma fram í sjöttu bíómyndinni sem gerð verður um Rocky Balboa. Hann mun skrifa og leikstýra myndinni ásamt því að leika hetjuna. Hnefaleikakapp- inn Antonio Tarver er í samningaviðræðum um að leika andstæð- ing Rocky í hringnum. Stallone sagði í viðtali: „Við munum reyna að ná frumkrafti fyrstu tveggja myndanna.“ EITTHVAÐ FYRIR. ..húmorista Skjár 1, Silvía Nótt kl. 22:00 Frægasta frekjudós landsins snýr aft- ur í haust og heldur áfram að stuða áhorfendur með sínum óútreiknan- legu uppátækjum og dekurstælum. Egóið hefur aldrei verið stærra enda sló þessi margumtalaða pabbastelpa rækilega í gegn á nýliðnu sumri og þátturinn hennar var einn af vinsæl- ustu þáttum sumarsins og án efa sá umdeildasti. ..œvintýragjarna Sirkus, Ástarfleyið(i:n),kl.22.oo Sirkus er farin af stað með stærsta verkefnið sitt i haust, veruleikaþátt- inn Ástarfleyið. 14 heppnir umsækj- endur, sjö af hvoru kyni, fá tækifæri til að kynnast nýju fólki, nýju landi og sjálfum sér upp á nýtt um borð í ævintýraskútunni Ástarfleyinu. Flogið verður til Tyrklands þar sem Ástarfleyið siglir úr höfn frá gulln- um og seiðandi ströndum hinnar dularfullu Marmaris. Lana Kolbrún Eddudóttir er með þáttinn Litla flugan sem er á dagskrá Rásar 1 á fimmtu- dagsmorgnum og jazzþáttinn 5/4 sem er á dagskrá Rásar 1 síðdegis á föstudögum. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það bara ansi gott í dag.Veðrið er gott og ég er búin að drekka fullt af Cappuccino. H venær byrjaðirðu fyrst að vinna í útvarpi? Ætli við verðum ekki bara að segja í Ríkis- útvarpinu 1991. Var meðeinhverja þætti á útvarpi Rót, en í fyrsta sinn sem ég var í fullu starfi í útvarpi var hjá RÚV. Er vinnan í fjölmiðlum öðruvísi en þú hafðir ímyndað þér? Ég veit ekki. Þetta líkist eiginlega engri annarri vinnu sem ég hef unnið. Mér finnst gott að vinna við tónlist. Mér leiöist aldrei á meðan. Maður getur þá alltaf sett eitthvað á fóninn sem gleður manns hjarta. Ég myndi segja að það væru svolít- il forréttindi, og meiri forréttindi en maður gerir sér grein fyrir. í fjórtán ár er maður búinn að vera með þennan „heddfón" á hausnum, og maður væri ábyggilega dáinn ef það kæmi ekki stundum eitthvað gott úrhonum. Ætlaðirðu að verða útvarpskona þegar þú varst lítil? Nei. Mig langaði að verða flugmaður. Þetta er löng saga og full af einhverjum tilviljunum, bara. Afa fannst ég alltaf tala voða mikið samt. Hann hefur kannski skynjað svona hvert stefndi, nema gamli maðurinn hélt að ég myndi enda á þingi. En þetta er nú svipað. Gætirðu lýst dæmigerðum degi í lífi Lönu Kolbrúnar? Ég vakna seint, yfirleitt seinna en ég ætlaði mér. Helli upp á mikið Cappuccino þegar ég er komin í vinnuna. Hlusta svo þar til eyrun eru orðin full. Mestum tíma eyði ég í að hlusta og drekka kaffi, og lesa og skrifa. Hleyp líka svona 70 ferðir niður í safn að finna plötur. Maður heldur sér í formi með því að hlaupa stigana. Hvað er skemmtilegasti tími dagsins, þinn uppáhalds tími? Það er þegar ég fer út á morgn- ana og veðrið er gott. Veður og frískt loft. Svo er líka voða gaman að strjúka kettinum. Á morgnana er hann voða kelisjúk- ur og þá eigum við smá stund, ég og hann. Hver er síðasti draumur sem þú manst eftir að hafa dreymt? Bara martröðin sem ég fékk í nótt. Ég man ekkert hvernig hún var, bara að ég vaknaði upp frá henni, og ég er með hálsríg ennþá. 9hi Hefur einhvern tíma eitthvað neyðar- legt komið fyrir þig í útvarpinu? Það er tæknimaður hérna sem hefur laman að þvl að hrekkja fólk. Einu sinni irekkti hann mig mjög snemma morguns, þegar ég var í morgunþættinum, og ég var að lesa andlátsfregn. Eðli málsins sam- kvæmt var þetta frekar dramatískt. Svo lít ég upp og á hann og þá hafði hann sett upp kafaragleraugu, og ég fór að hlægja. Ég var svolítið reið við hann. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værirðu og af hverju? Ég væri köttur því ég er í eðli mfnu frekar löt. Hver myndir þú vilja að væri lokaspurn- ingin í þessu stutta spjalli? Ég myndi vilja að hún væri: „Hver er uppá- halds tónlistin þín?" og þá myndi ég svara „Jazz, og get ekki gert upp á milli Charles Mingus og Miles Davis". ^jóMsvEir,^ UÍTAHA^Í ...to cm frá dansgóffinu! VÍta.mln.ÍS iiií sSBÍísSí; d ét &i' K & SSÍ 9 Hvert er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? Ágúst Arnar Ágústsson Grínefni Óðinn Ómarsson Simpsons Leifur Grétarsson Gamanþættir Tómas Óttar Eiríksson Ekki raunveruleikaþættir en uppáhalds þættir myndi ég segja að væru Lost á Rúv en égerspennufíkill Eðvar Ingi Björgvins- son CSI og aðrir þættir á Skjál Cellie McDonald O.C og Survivor , Nýtt upplgg komið í búðir! Gamla gó&a Kaupmannahöfn er nauSsynlegur og bráSskemmtilegur ferSafélagi í Köben, full af litmyndum og fróSleik um götur, fólk og byggingar. Salka Ármúla 20 • simi 552 1122 • www.salkaforiag.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.