blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 6
6 I IWWLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaöiö Konukot: Opið allan sólarhringinn Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að Konukot, athvarf heimilislausra kvenna, verði hér eftir opið allan sólarhringinn. Jóhanna Sigurðar- dóttir hafði sett fram fyrirspurn á Alþingi til félagsmálaráðherra, en Konukot er samstarfsverkefni borgaryfirvalda, Reykjavíkur- deildar Rauða krossins og ríkis- ins. Hingað til hefur þeim konum sem gist hafa í Konukoti verið gert að yfirgefa húsnæðið að morgni og snúa aftur að kvöldi. Velferðarráð lýsti jafnframt á fimdi sínum ánægju með skýrslu samráðshóps félagsmálaráðherra og styður þær tillögur sem þar eru lagðar firam. Einnig segir f tilkynningu frá ráðinu að ljóst sé að til þess að bregðast við vanda heimilislausra í borginni verði að koma til samstarf á milli Reykjavíkurborgar, félagsmála- ylirvalda og heilbrigðisyfirvalda. Ennfremur lýsti Velferðarráð yfir fiillum samstarfsvilja fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Full búð af r • • • nyjum vorum Opnunartími mán-fös. 10-18 iaugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 200 Kópavogi Sími 5544433 Góðar vísbendingar í umhverfis málum en enn er verk að vinna - segir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra. Á Umhverfisþingi í síðustu viku voru kynntar margvíslegar tölu- legar vísbendingar um umhverfis- mál og er eftirtektarvert hversu vel hefur miðað í rétta átt undan- farin ár á flestum sviðum. Þannig er mengun almennt að minnka, landgræðsla að aukast og um- hverfistengd lífsgæði þannig að aukast. „Þegar horft er til andrúmslofts- ins er ljóst að þar erum við mjög á réttri leið,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra í samtali við Blaðið. „Það er nær sama á hvaða mælikvarða við horfum, andrúmsloftið er heil- næmara nú en það var fyrir tíu árum.“ Samkvæmt mælingum, sem gerðar hafa verið við Grensásveg í Reykjavfk, hefur tekist að snúa við þeirri þróun að kolsýringur í Veislu og fundarbakkar andrúmslofti ykist og er hann nú kominn langt undir heilsuverndar- mörk, en árið 1996 var hann alveg þar við. Svipaða sögu má segja af öðrum helstu mengunarefnum, sem mæld eru, og munar sjálfsagt ekki minnst um það að styrkur svifryks hefur mjög minnkað á undanförnum árum. Segja má að ósonmagnið sé eina undantekn- ingin, en það hefur aukist ögn undanfarin tíu ár, en er þó langt undir viðmiðunarmörkum. „Ástæðurnar fyrir þessum góða árangri eru auðvitað marg- víslegar, en hér í Reykjavík staf- aði mengunin fyrst og fremst af bílum,“ segir Sigríður Anna. ,Þegar hvarfakútarnir urðu skylda lagaðist ástandið mjög mikið, mjög hratt, en það hefur haldið áfram að lagast. Bílaframleið- endur eru alltaf að bæta tæknina og það hefur komið okkur mjög til góða, því þrátt fyrir að bílum hafi fjölgað mikið hefur mengunin dregist saman.“ 1 því samhengi minnist hún á að nýir aflgjafar séu einnig komnir til sögunnar, þó í litlum mæli sé, enn sem komið er. „Ég ek sjálf um á tvinnbíl, stórum jeppa, en hann eyðir innan við 10 lítrum á hundr- aðið og þannig spara ég sjálfsagt um 30-50% þess eldsneytis, sem samsvarandi bensínbíll eyðir. Þannig má bæði spara og bæta um- hverfið í einu.“ Stöndum okkur vel Sigríður Anna undirstrikar að mikill árangur hafi náðst hjá hinum ýmsu sveitarfélögum landsins. „Flest stærri sveitarfé- lögin hafa verið til fyrirmyndar í fráveitumálunum, þannig að hjá um 70% Islendinga eru þau í góðu lagi.“ Hins vegar hafa slíkar fram- kvæmdir reynst smærri sveitar- félögum erfiðari vegna kostnað- arins, þó styrkir fáist til þess að lækka hann. „En þó þetta hafi gengið aðeins hægar en margir vonuðu stöndum við okkur hreint ágætlega í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.11 Eins hefur bylting orðið í sorp- málunum, en nú er aðeins ein brennslusorpstöð eftir á landinu, en þær voru 38 fyrir tíu árum. „En þó við getum verið ánægð með margt, er enn verk að vinna og við þurfum að gæta árvekni," segir umhverfisráðherra. „Við stöndum vel miðað við aðrar þjóðir, enda er mengun hér lítil og við erum öfundsverð af því. Okkar aðaláhyggjur eru eiginlega frekar af öðrum, að þeir standi sig. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um mengun hafsins, því þar er mikið í húfi fyrir okkur.“ ■ SWw & San JrygQvaqotu 8,101 Rcy^javitl —------------------------------_ S, 511 2 212 T D« t:M HE* gaií v ^ g t f f y \ Ertu ekki þreyttur / þreytt á •fT a3f borða alltaf jarna matinn ps lcíktu á olclcur á elraco. 'u Nýr jaLuabar opuf til 03.00 www.oiraco.ls Fórnalömbin alltaf saklaus það er inntak orðsins nauðgun Þriðjungur Breta telur að nauðgun sé að hluta til fórnarlambinu að kenna. Þetta kom fram í könnun, sem unnin var fyrir Amnesty Int- ernational, og leiddi í ljós að ef konan er drukkin eða klædd skjól- litlum fatnaði liggi hluti sakar hjá konunni. Rúna Jónsdóttir hjá Stíga- mótum segir þetta sýna þá hugsun að „þær sem passa sig ekki eru sekar. Sú skoðun er fjarri þeirri þekkingu sem við höfum um þessi mál. Þegar manneskju er nauðgað þá þýðir það einfaldlega að henni sé gert eitthvað sem hún vill ekki sjálf.“ Rúna segir að sem betur fer sé fólk alltaf að verða meðvitaðra um að það eigi að ríkja kynferðis- legt sjálfræði við allar aðstæður. „Hvernig sem þú ert klæddur, í hvaða ástandi sem þú ert og sama með hverjum þú ert, þá ræður þú þér sjálfur og enginn hefur leyfi til að ógna því.“ Kárahnjúkar: Áhættumat endurskoðað I svari Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn frá Hlyni Hallssyni, þingmanni VG, kom fram að Landsvirkjun hefði ákveðið að láta yfirfara áhættumat sem gert var í sambandi við mat á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Val- gerður svaraði því til að þótt menn hafi orðið að bregðast við ýmsum vandamálum sem upp hefðu komið við byggingu virkjunarinnar hefði þurft að gera tiltölulega litlar breyt- ingar á hönnun stíflna á svæðinu Svipaðar niðurstöður í Danmörku Rúna segir að svipaðar niðurstöður hafi fengist í Danmörku fyrir ekki löngu síðan en henni er ekki kunn- ugt um að þetta hafi verið skoðað hér. „En þetta kemur mér ekki á óvart. Meðal annars hefur fræðsla lengi gengið út á að talað sé við stúlkur um hvað þær geti gert til að koma í veg fyrir að þeim sé nauðgað, en það er ekki gerð tilraun til að tala við þá sem hafa það í hendi sér hvort nauðgun sé framkvæmd eður ei. Það er alltaf verið að tala við ranga aðila. Stelpur hafa bara ekkert um það að segja hvort þeim er nauðgað eða ekki. Ánnars er það ekki nauðgun. Svo getum við talað um áhættuhegðun, en hún er aldrei afsökun fyrir nauðgun.“ Rúna segist ekki vita hvort svipaðar niðurstöður myndu fást hér landi. „Það kæmi mér ekki á óvart,“ segir hún. ■ til að viðhalda upphaflegum ör- yggisviðmiðum. Valgerður sagði að sprungur í grunni stíflna hefðu reynst fleiri en rannsóknir hefðu bent til, en að við því hefði verið brugðist. Verið væri að endurmeta jarðskjálftaforsendur við Hálslón. Skýrsla um málið væri væntanleg en helstu niðurstöður liggja þegar fyrir og hafa þær þegar verið not- aðar til þess að endursveiflugreina stiflurnar. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.