blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 18
18 I TÓNLIST FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ FenderTweed Lap Steel frá 1958. Kjöltustálið Hawaiian gítarinn kom fyrst til Bandaríkjanna um aldamótin 1900. Hann var ólíkur hinum sígilda kassagítar að því leyti að þegar spilað var á hann var hann hafður í kjöltunni með stálhólk sem rennt var eftir hálsinum. Því fékk hann gælunafnið Lap Steel. Þessi gítar krafðist mun minni fingralagni en hefðbundnari gítarar og hlaut því strax miklar vinsældir. Hljómurinn varð einnig vinsæll í blús- og sveitatónlist með tímanum. Nýlegir„pönnu"gítarar. Skynjarar Áhrif rafmagnsgítara á tónlistarsköpun eru greinileg hvert sem litið er. BlaÖiÖ/Esther ír Frumkvöðlar á sviði raf- magnsgítara reyndu ýmsar leiðir til að skynja hljóðið sem hljóðfærið gaf frá sér í því skyni að magna það upp. Þeir George Beauchamp og Paul Barth hönnuðu fyrsta segulmagnaða skynjarann (Pickup) sem virkaði og festu hann á „pönnugítar Adolph Rickenbacker 1932. Nú til dags eru skynjararnir settir undir strengi gítarsins. Þeir skynja hreyfingar strengjanna og breyta þeim í rafboð. Til eru nokkrar tegundir skynjara. Rafmagnsgítarinn: Fender Stratocaster Bestur Deila má um hvort Fender Stratocaster er best heppnaði rafmagnsgítar fyrr og síðar. Hann má þekkja á útlitinu, tvískiptur og sniðinn að lík- ama listamannsins með þrjá hljóðskynjara. Stratocasterinn var fyrsti gítarinn til að vera með sveif sem leyfir þeim sem spilar að beygja strengina og breyta hljómnum. I höndum Buddy Holly, Jimi Hendrix, Eric Clapton, og fleiri hefur Stratoc- asterinn orðið að einni vinsæl- ustu gítartegund í heiminum. Frá upphafi til uppreisnar Vel má vera að rafmagnsgítarinn sé mikilvægasta og vinsælasta hljóðfæri síðari helmings tutt- ugustu aldarinnar. Að minnsta kosti má segja að tilkoma hans í tónlist hafi haft gífurleg áhrif á tónlistarsköpun og flutning og þar með tónlistariðnaðinn. Rafmagnsgítarar komu fyrst fram á sjónarsviðið á þriðja áratug síðustu aldar og hafa alla tíð síðan verið í lykilhlutverki í sköpun nútímatónlistar. Sér í lagi á þetta við um blús, rokk, sveitatónlist og popp. Hið straum- línulagaða form rafmagnsgítara er þekkt um allan heim og kann fólk jafnt að meta útlit þeirra sem hljóm. Saga rafmagnsgítara sýnir að hvaða tækni sem er, er tilkomin vegna samstarfs uppfinningamanna, framleiðenda og notenda hennar. Rafmagnsgítarar urðu til vegna vilja tónlistarmanna og uppfinn- ingamanna til að finna háværari, betri og öðruvísi hljóm. Síðar meir fengu þeir sífellt stærra hlutverk í tónlist vegna áhrifa hlustenda, listamanna, framleiðenda, tækni- manna, sölumanna og seinna fræði- manna. Rafmagnsgítarar hjálpuðu tónlistarmönnum að skapa nýjan hljóm og nýja stemmningu í tónlist. Þar með opnuðust flóðgáttir fyrir nýjum og ferskum hugmyndum sem áttu eftir að breyta tónlist til frambúðar. Upprisan Er uppfinning skyndihugmynd einhvers eins manns? Stundum, en yfirleitt er ferli uppfinningar mun flóknara. Að magna upp hljóðin sem gítarar gefa frá sér krafðist til dæmis samvinnu margra uppfinn- ingamanna og tónlistarmanna. Saman unnu gríðarmargir að hönnun, þróun og markaðssetningu rafmagnsgítarsins sem hávaðahljóð- færis frá árinu 1920. Saman unnu menn að því að sameina hefðbund- inn gítar, „pikköppa“ (nema) og magnara til að búa til nýtt og fram- sækið hljóðfæri. Uppfinning Frá því um miðja 19. öldina eyddu gítarleikarar og -framleiðendur miklum tíma saman og unnu að þróun hljóðfærisins í leit að hærri og betri hljómi. Um 1920 fóru þeir að líta til rafmagnsins í því skyni að nýta sér það. Einn af frumkvöðl- unum í rafmögnun gitara var Lloyd Loar, verkfræðingur. Strax árið 1923 hafði hann hannað skynjara sem nam kyrrstæðar rafhleðslur í titr- andi strengjahljóðfærum. Níu árum síðar markaðssetti Adolph Ricken- backer kjöltustálgítar sem kallaðist Hawaiian. Sá var með svipuðum skynjurum og Loar hafði hannað. Fleiri fylgdu þessum hugmyndum og reyndu að nýta tæknina fyrir venju- lega kassagítara en slíkar tilraunir tókust ekki sökum ýls (feedback). Á fimmta áratugnum byrjuðu þeir Leo Fender, Les Paul og Paul Bigsby að búa til gítara úr gegnheilum við sem kom í veg fyrir ýlið. í kjölfarið kom nýr hljómur og nýtt útlit á gítara. Les Paul gerði þetta m.a. með því að skera venjulegan kassagítar í sundur og líma saman fram- og bakhliðina. Því næst festi hann tvo skynjara á gripinn og byrjaði að spila. Árið 1946 fór hann með hugmyndina til Gibson gítarframleiðandans. Þrátt fyrir að nota hugmyndina ekki í framleiðslu var nafn Paul notað sem nafn á fyrstu rafmagnsgítara fyrir- tækisins á sjötta áratugnum. Hönnun Nú til dags leggja framleiðendur raf- magnsgítarajafnmiklaáhersluáann- ars vegar efni, frágang og útlit hljóð- færisins og hins vegar tæknihlið þess. Stíll og handverk skiptir miklu máli í markaðssetningu rafmagns- gítara. Hljóðfæri úr gegnheilum við gefur hönnuðum meira frelsi til að Vorum að fá sendingu af þrí-víddar klippimyndum, myndum til á mála eftir númerum, púslur, spil og föndursett. 'ammmM n Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is fylgja tískustraumum og áhrifum þar sem hljómur breytist ekki eftir lögun þess. Flying V gítar Gibson var fyrsta tilraunin til róttækrar breyt- ingar á lögun gítara. Þegar hann kom á markað var gítarinn orðinn miklu meira en hljóðfæri, hann var einnig auðkenni listamanna. Flying V gítarinn var hannaður af forseta Gibson, Ted McCarty. Hann þótti reyndar of framúrstefnulegur þegar hann kom á markað árið 1958 svo framleiðslu var hætt tveimur árum síðar. Undir lok sjöunda áratugarins urðu tónlistarmenn á borð við Jimi Hendrix og Albert King til þess að endurvekja áhugann á Flying V svo gítarframleiðendur hófu á ný að prófa ævintýralega hönnun gítara. Vinsældir Eins og er með margar nýjungar var rafmagnsgíturum tekið með hæfilega miklum efasemdum af rót- grónum mönnum tónlistarbransans. Blúsarar, sveitasöngvarar og djass- tónlistarmenn tóku nýjum hljómi og hljóðum hins vegar opnum örmum. Með nýju rafmagnsgíturunum var hægt að breyta og beygja nótur meira en áður sem framsæknum gít- arleikurum þótti fýsilegt. í kjölfar rokkbylgjunnar á sjötta áratugnum varð rafmagnsgítarinn enn vinsælli. Fjölmiðlar bjuggu til ímynd rokkarans með svart hárið sleikt aftur, í leðurjakka, á mótor- hjóli og með rafmagnsgítar. Með fjöldaframleiðslu gítara eins og Fen- der Stratocaster og Les Paul frá Gib- son gátu unglingar skorið upp herör gegn hefðbundnum gildum í nafni rokksins og sjálfstæðis.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.