blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 26
26 I MATUR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaAÍA ONDVEGIS- ELDHÚS Karfi með súrum gúrkum og kartöflusalati. Nú fer jólaundirbúningurinn að nálgast og mörgum finnst þá gaman að gera sem mest sjálfir í eldhúsinu, sem er samt hægt að kaupa tilbúið út í búð, svo sem súrar gúrkur, rauðkál og margt fleira. Hérna á eftir er fiskiréttur með súrum gúrkum og kartöflusalati sem allir geta gert. Karfi með súrum gúrkum og kartöflusalati Fyrir 4 Karfi 6oo g Aðferð: Skorinn í hæfilega bita og steiktur á pönnu. Saltið og piprið. Einnig er hægt að smyrja hann með örlitlu af kryddsmjöri. Súrar gúrkur Gúrka í stk Hvítvínsedik 3 dl Sykur 1 dl Vatn 2 dl Kanilstöng 1 stk Aðferð: Edik, sykur, vatn og kanilstöng sett í pott, suðan er fengin upp og sett til hliðar. Gúrkan er skorin í þunnar sneiðar og sett í dall. Edikvökvanum er hellt yfir þegar hann er volgur og síðan er þetta sett inn í ísskáp. Þetta er gott að gera daginn áður. Kartöflusalat Kartöflur Paprika Laukur Capers Steinselja Dill Olía Hvítvínsedik Grófkornasinnep Saltogpipar 4 stk bökunarkartöflur, soðnar ogskrceldar ‘á stk Vi stk 1 msk 1 msk söxuð 1 msk söxuð Pá dl 1/3 dl 1 msk Aðferð: Kartöflurnar eru skornar í óreglulega munnbita. Paprikan og laukurinn er saxað gróft og steikt á pönnu þangað til það verður mjúkt. Þá er kartöfl- unum bætt út á og leyft að vera í nokkrar mínútur. Að endingu blandið þið olíunni, edikinu, steinselj- unni, sinnepinu og dillinu saman og hellið yfir kart- öflurnar. Svo er allt sett í skál. Þá eruð þið komin með kartöflusalat og sósu með fiskinum, sem er vökv- inn sem er umvafinn kartöflusalatinu. Svo er gott að gera gott salat með þessu. Verði ykkur að góðu! Kveðja, Raggi Blaöil/SteinarHíigi Árið 1988 keypti Delícato íjötskyldan San Bemabe vinekruna, sem er ein stœrsta vinekran i allri Kaliforniu Off árið 199S elgnaðtst fjölskyldan Clay Statton vinekruna. Alls rœktar fjölskyldan 21 tegund vinþrúga og framleiðir vin ár þeim öllum. JÓLAVÍNIÐ í VÍNBÚÐUM CLAY SRTIONr VIOGNIER Delicato fjölskyldan er einn af elstu vínframleiðendum í Kaliforníu. Sikileyingurinn Gasparé Indelicato stofnaði fyrirtækið Delicato í Kaliforníu árið 1935. Undir stjórn þriggja sona hans,Tony, Frankog Vince, hefur fyrirtækið tekið stórstígum framförum og vakið verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu sina undanfarin ár. Fyrirtækinu hlotnaðist sá heiður að vera kosið vínframleiðandi ársins 2003 í Kaliforníu. Þetta er sérstakur heiður, þar sem framleiðendur Kaliforníu kjósa hann úr sínum röðum. Eins má geta þess að hinn virti vfnrynir, Robert Parker sá ástæðu til að taka sérstaklega fram að Delicato vínin væru góð viðbót við gæðavínflóru Kaliforníu. CLAY STATION VIOGNIER DELICATO - CALIFORNÍA - USA. Þrátt fyrir margslungið bragð er mikil dýpt í víninu og það mjög gullið. Vinið angar af jasmine og hunangi. Finna má bragð af þroskuðum aprikósum, guava og perum. Mýktin er í fyrirrúmi og verulega langt eftirbragð sem einkennist af hunangi og kryddi. Vínið hentar vel með austurlenskum mat og er frábær kostur með feitum fiski svo sem lúðu og skötusel. Það hentar einnig vel með léttum kjötréttum eins og kálfakjöti, skinku og kalkún, sérstaklega ef örlítil sæta er í sósunum. Vínið er einn besti kosturinn sem völ er á með humri t smöri. Aprikósur og hunang. Suðrænt og seiðandi I Skál og góða helgi. Kv, Vínandinn Harry Lokkandi Ijúffengan hátíðarilm leggurfrá þessari vönduðu blöndu sérvalinna úrvalskaffibauna. Hátíðarkaffið er í fullkomnu jafnvægi, hefur fágað hunangsmjúkt bragð, mikla fyllingu og eftirkeim af ávöxtum og berjum. Kaffiáhugafólk ætti ekki að láta þetta kaffi fram hjá sér fara. Kaffið er í frábæru jafnvægi, með meðal fyllingu og einstöku eftirbragði. Njótið vel Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.