blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 16
16 I VÍSINDI
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Komið háUa leið til Mars
Fullkomnasta geimfar sem nokkurn tímann hefur verið sent til rauðu plánetunnar mun vœntanlega vera komið á
hraut um hana í ágúst.
Geimfar á vegum bandarísku
Geimferðarstofnunarinnar, NASA,
er komið hálfa leið til Mars þar
sem því er ætlað að safna yfirgrips-
meiri gögnum um rauðu plánet-
una en allir þeir leiðangrar, sem
þangað hafa verið farnir, höfðu
áður gert samanlagt.
Geimfarið kveikti á vélum sínum
í 20 sekúndur í síðustu viku til að
aðlaga flugleið sína i aðdraganda
þess að það á að komast að Mars, en
vonast er til að slíkt eigi sér einmitt
stað í marsmánuði á næsta ári. Það
mun fínstilla flugferil sinn á þennan
hátt tvívegis til viðbótar og er
stefnt að því að næsta að-
lögun muni eiga sér stað
í byrjun febrúar áður en
farið kemst á ferð um
sporbaug plánetunnar.
Vonir standa til að það
líði ekki meira en hálft
ár til að slíkt verði að veru-
leika en sömu vélar og verið
var að nota í þessar aðlaganir eiga
að hægja nægjanlega mikið á geim-
farinu til þess að þyngdarafl Mars
grípi það og sendi það á braut um
sjálfa sig. Þegar því markmiði er
náð mun geimfarið eiga að slást í för
með þríeyki könnunarfara sem eru
þar fyrir og er þeim öllum ætlað að
stunda víðfeðmar og afar nákvæmar
vísindarannsóknir. „Aðlögun dags-
ins í dag miðaði fyrst og fremst að
því að færa okkur nær því að lenda
á áfangastað okkar á nákvæmlega
réttu augnabliki,“ segir Tung-hanYou,
yfirmaður teymisins sem stjórnar
leiðangrinum frá jörðu niðri.
Leitar að vatni og lendingarstöðum
Geimfarið er útbúið einhverjum
fullkomnasta og háþróaðasta vís-
indaútbúnaði sem far af þessu tagi
hefur nokkurn tímann innihaldið
í ferðalögum þeirra um himingeim-
inn. Meðal þess sem farið prýðir er
sundurdraganleg myndavél sem
getur tekið skýrustu myndir sem
sést hafa af ryðrauðu yfirborði
plánetunnar. Þrátt fyrir að
þeir leiðangrar sem áður
hafa verið farnir til Mars
hafi skilað tugþúsundum
mynda af alls konar toga
þá hefur enn sem komið
er einungis um 2 prósent y f-
irborðs Mars verið myndað
í viðunandi upplausn.
Stefnt er að því að geimfarið
haldi áfram að leita eftir sönnunar-
gögnum um að vatn sé að finna á
Mars auk þess sem því er ætlað að
skanna yfirborðið í leit að hentugum
lendingarstöðum fyrir tölvustýrð
könnunarför sem hægt væri að
senda þangað í framtíðinni. Leið-
angur hefur nú þegar skilað um
það bil 6 megabætum af gögnum á
Geimfarið á að komast á braut umhverfis Mars, í mars.
sekúndu en miðað við slíkan hraða
þá fyllist venjulegur skrifanlegur
geisladiskur á 16 mínútna fresti. Því
er ljóst að mikið magn upplýsinga er
að safnast um hina fyrirheitnu plán-
etu. Könnunarfarinu var skotið á loft
í ágúst síðastliðinn og þarf allt í allt
að ferðast 499 milljónir kílómetra til
að komast á áfangastað. Áætlað er að
það ljúki hlutverki sínu árið 2010 þó
að vísindamenn verkefnisins segi að
það eigi nægjanlegt eldsneyti til að
endast fjórum árum lengur.
t.juliusson@vbl.is
Sparitilb oð
Grilladur
kjúklingur
og 2 lítra
Coca cola
á aðeins
898 kr.
Gerðu sparikaup!
l'íii vcrslim
HAGAMEL 39 • SÍMI 5510224
SELJABRAUT 54
SíMI 557 1780
BÆJARLIND 1 • SIMI544 45K
Opið alla daga frá kl. 10 - 20