blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 14
blaðið=—
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
ÞAKKARGJÖRÐ
Idag halda Bandaríkjamenn hátíðlega þakkargjörð. Stórfjöl-
skyldan kemur saman - gjarnan yfir kalkúni - og gleðst yfir
lífinu og þeirri blessun, sem hlotnast af því og í því. Hátíðin
er hófstillt og náin, en um leið upphaf jólaundirbúnings. Þar, eins
og hér á íslandi, þykir mörgum jólahátíðin vera orðin fulleriisöm
og undirlögð af lífsgæðablóti. Kyrrlát þakkargjörð í faðmi fjölskyld-
unnar er því mörgum ekki síður kær en afmæli frelsarans.
Síðastliðin ár hefur margvíslegum hátíðarhöldum fjölgað á íslandi.
Þar koma fyrst og fremst til erlendir menningarstraumar, hvort
sem þeir hafa borist hingað með fjölmiðlum eða landnemum. Það
ber síður en svo að harma, þó sumum finnist harla óþjóðlegt að
senda ástarjátningar á Valentínusarmessu, klæða börnin upp á
allraheilagramessu eða drekka grænan bjór á Patreksmessu. Hið
sama mætti sjálfsagt segja um menningarnóttina, Gay pride eða
sjálf jólin ef út í það er farið. Því má til svara að það er þjóðlegt, sem
þjóðin tileinkar sér.
Enn sem komið er hafa íslendingar þó ekki haldið þakkargjörð líkt
og gert er í Vesturheimi. En væri ekki tilvalið að gera það?
Við Islendingar höfum svo sannarlega fyrir margt að þakka, því
á einni öld varð fátækasta þjóð í Evrópu ein ríkasta þjóð í heimi.
Þjóðin er vel alin og heilbrigð og við getum vænst þess að ná hærri
aldri en fiestir aðrir. Velmegunin er almenn og er enn að aukast.
Við búum við frið og öryggi hér heima sem á alþjóðavettvangi.
Flestir hafa tækifæri til þess að gera það úr lífi sínu sem köllun
þeirra býður og allt í kringum okkur eru dæmi þess að menn hafi
hafist upp af engu til auðs eða æðstu metorða.
Ekkert af þessu er sjálfsagt. Á degi sem þessum megum við alveg
við því að staldra við og þakka fyrir þau lífsgæði og hamingju, sem
auðnan hefur fært okkur. Við getum þakkað æðri máttarvöldum
og við getum þakkað hvert öðru. Því þrátt fyrir allt, sem okkur
þykir á bjáta hjá lítilli þjóð í litlu landi, er vert að minnast þess að
lífið er dásamlegt og þakkarvert.
Augl/singastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalslmi: 510 3700. Símbréfáfréttadeild: 510.3701. Simbréfáauglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur.
ÞAKKARGJORDAR-
■EttMKUNN
A HOTEL (ABIN
í tilefni Þakkagjörðardagsins 24. nóvember
2005 bjóðum við upp á hina árlegu
kalkúnaveislu að hætti Bandaríkjamanna.
Einungis þrjú skipti.
í hádeginu fimmtudaginn 24. nóvember
og föstudaginn 25. nóvember.
Nýjung í ár:
Kalkúnaveisla föstudagskvöldið 25. nóvembei
Eftirréttur og kaffi
að Ioknu
kalkúnahlaðboröi
Verð einungis
1.750 kr. í hádeginu
2.200 kr. föstudagskvöld (nýtt)
Borðapantanir í síma
511 6030
Ath! í fyrra konmst fa:rri art cn \ildti.
Pantið tímanlega.
Hötel Cabin
Borgartúni 32 • 105 Reyfcjavík
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaöió
GPRSVfVE/-. IV MiLLjflHAZTiL íí>
SrupLfí ÆP SJÁCF&ÆTERj JfrViMuRZóuhl
-\ ÍmlfW W669H SToThuNAR, .__________^
Sjfr) ViTK WElóKi MJKGte. Bf EtfíHVERBTyit>aE
StmrotYT STUPM’NGSSToTUuU STaTifAtJa
j SToFNANAVAUPH-
Sævarr eða Ævar
Eiður? Fussumsvei!
Hví er ég Arinbjarnarson?
En hvorki Kúld né Schiöth,
sem búa á númer þrettán.
ísömugötu ogég.
ísama húsiogég.
Þetta ljóð Spilverks þjóðanna frá ár-
inu 1977 er „Internationalinn" minn
og Þorgeir Þorgeirson fyrirmyndin
mín í líklega eina málinu sem espar
mig að ráði, fær blóðið til að ólga,
hnúana til að hvitna og dregur fram
æðarnar í andlitinu. Jamm, eins og
maðurinn sagði, ég þreytist seint
á því að ræða um ósanngjörn lög
sem svo augljóslega mismuna fólki,
brjóta á mannréttindum okkar og
eru til eintómra leiðinda daginn
út og daginn inn. Þegar sagan er
skoðuð virðist þetta mál hafa verið
uppspretta pirrings og ónota síðan
menn fóru að setja lög um málið og
ekki sér fyrir endann á þessari vit-
leysu. Auðvitað er verið að fjalla hér
um lög nr. 45/1996- „lög um manna-
nöfn“. Líklega er þetta ein versta send-
ing sem komið hefur frá Alþingi í
háa herrans tíð. Tilgangurinn var jú
í sjálfu sér góður, að vernda íslenska
mál- og mannanafnahefð. Ferfalt
húrra fyrir því. En þetta hefur ger-
samlega misheppnast og nú sitjum
við uppi með nefnd sem hefur alvald,
enda segir feitletruðum stöfum að
„úrskurðum mannanafnanefndar sé
ekki unnt að skjóta til æðra stjórn-
valds“ og í krafti alvaldsins stýrir
eftir vondum lögum. 1 sjálfu sér
er ekki við mannanafnanefnd að
sakast, þar sem nefndin vinnur jú
einungis eftir gildandi (og vondum)
lögum. En því miður er reyndin sú
að eina skilyrðið fyrir að fá nafn
samþykkt virðist vera að ekki séu í
því bókstafirnir c, th eða z og nafnið
taki eignarfallsendingu, þá eru þau
samþykkt af nefndinni. Því leyfast
nú nöfn á borð við Fídes, Tímon,
Steingrímur S. Ólafsson
Sæsól, Alfífa, Amadea, Hrafnan og
Barri. Nefndin bannar hins vegar
nöfn á borð við Daniel og Gígja
- og að sjálfsögðu Sævarr. Sævarr
tekur nefnilega ekki þessari frægu
eignarfallsendingu, þó nafnið sé
rammíslenskt og komi fyrir í forn-
sögunum sjálfum, sjálfum helgi-
dómi mál- og mannanafnahefðar!
Það má sem sagt ekki heita Sævarr,
en það má heita Knörr, Óttarr, Snæv-
arr, Steinarr og Ævarr, þó þessi nöfn
Klippt & skoríð
taki heldur ekki eignarfallsending-
unni frægu. Steingrímur Óttarr,
Steingrímur Snævarr, Steingrímur
Steinarr og Steingrímur Ævarr er
leyfilegt, en ekki Steingrímur Sæv-
arr. Af hverju? Jú, það eru ekki nógu
margir á lífi sem heita Sævarr! Það
er aldeilis sanngirnin í lögunum. í
staðinn má heita Eilífur Friður, fara
og hitta Loft Stein og Línus Gauta
- og svo má alltaf fá Ölgerðina til að
kosta ungabarnið og skíra það Egill
Kristall. Einhver sagði að prestar
ættu að hætta að spyrja: „Hvað á
barnið að heita?“ og spyrja þess í
stað: „Hvað MÁ barnið heita?“ Ekki
Sævarr allaveganna! Lög nr. 45/1996
eru misheppnuð, þau mismuna og
þau eru ósanngjörn. Að auki er afar
skrýtið að eiga fæðingarvottorð, próf-
skírteini frá öllu skólakerfinu, saka-
vottorð, nafnskírteini, ökuskírteini
og vegabréf (næstum allt útgefið af
ríkinu) þar sem nafnið er staðfest
sem Sævarr, en vera svo á fullorð-
insárum bannað að heita nafninu
sínu. Mannanafnanefnd „leyfir“
það nefnilega ekki á grundvelli laga
nr. 45/1996. Enn og aftur - hugsunin
á bak við lögin eru góð, en reyndin
vond. Ég vil ekki heita Kúld eða Schi-
öth, þó ég búi á númer 13, ég vil ekki
heita Ævar Eiður eða Mist Eik - ég
vil bara fá að heita því nafni sem ég
heiti: Steingrímur Sævarr.
Höfundur er upplýsingafulltrúi.
kUpptogskorid@vbl.is
„0g þaö er rétt að taka fram til að enginn
misskilji það að sá gamli og stolti herstöðva-
andstæðingursem hérheldurum penna
telur að varnarsamningurinn frá 1951 geti
reynstokkurþarfur, jafnvel dýrmætur, hversu
harkalega sem menn rífust umhanná fyrrí
áratugum. Með honum hefur eina ofurveldi
heimsins skuldbundið sig til varna í samvinnu
við fslendinga, og slíkum ávinningi eigum
við ekki að fleygja frá okkur meö léttúð á
breyttumtímum."
MöRÐUR ÁRNASON, 22,11.200$
bloggsíðu sinni (www.mordur.is)
fagnar Mörður
Árnason því að iýð-
veldið sé að verða fullorðið og
þurfi nú að axla kostnaðinn af
því í varnar- og öryggismálum.
Styður hann því hugmyndir um stóreflingu
Landhelgisgæslunnar þó það sé dýrt. Bendir
Mörðurá að það væri fjárfesting til margra ára
og líklegt að slíkur floti nýttist á ýmsan veg
annan en til björgunar eingöngu. En eru þær
hugmyndir svo langt frá hugmyndum Björns
Bjarnasonar, sem margir hafa haft í flimt-
ingum undanfarin ár?
Pað er athyglisvert að Morgunblaðs-
menn boða stórsókn á öllum sviðum
fjölmiðlunar.
Áhugamennumsamtima-
sögu og sagnaþuli sam-
tímans velta því fyrir sér
hvort í vændum sé þriðja
atlaga Morgunblaðsins
að Ijósvakanum. Hinarfyrri - (sfilm og Stöð 3
- lukkuðust ekki alveg eins og að var stefnt.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa að
undanförnu talað eins og að valda-
taka þeirra íborginni næsta vorsé nán-
ast sjálfgefin. Víst er um það að
R-listinn verður þá ekki lengur
til og f augnablikinu virðist ekki 1 '
blása byrlega fyrir Samfylking- ^ ^
una. Fylgið getur samt sveiflast '
til og frá og það getur vel farið svo að sjálfstæð-
ismenn verði sigurvegarar kosninganna án
þess að fá hreinan meirihluta. Af grein Margr-
étar Sverrisdóttur, varaborgarfulltrúa frjáls-
lyndra, í Morgunblaðinu í gær verður þó ekki
betur séð en að verið sé að gefa undir fótinn
með samstarfi við (haldið. Þar er hraustlega
tekið undir gagnrýni á fjármálastjórn R-listans
og sagt að það bíði „nýs meirihluta í borgar-
stjórn að gera átak til að bæta vinnubrögð og
ná tökum á fjármálum borgarinnar."