blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 9
blaðið FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005
ERLENDAR FRÉTTIR I 9
Angela Merkel áfaraldsfœti á öðrum degi í vinnunni:
Vill styrkja tengsl
við önnur ríki Evrópu
Angela Merkel, hinn nýi kanslari
Þýskalands, lagði sérstaka áherslu
á að Þjóðverjar væru enn sem fyrr
traustir bandamenn Frakka í heim-
sókn sinni til Parísar í gær. Heim-
sóknin átti sér stað aðeins degi eftir
að Merkel tók við hinu mikilvæga
embætti sem er eitt hið valdamesta í
Evrópu. Henni er í mun að sannfæra
leiðtoga Evrópuríkja um að þeir þurfi
ekki að óttast meiriháttar breytingar
á utanríkisstefnu Þjóðverja í kjölfar
kanslaraskiptanna. Hún hefur jafn-
framt sagt að hún vilji styrkja tengsl
þjóðarinnar og Bandaríkjanna.
„Ég er þess fullviss að okkur mun
takast að þróa innilegt samband
okkar,“ sagði Merkel á blaðamanna-
fundi eftir fund hennar og Jacques
Chirac, Frakklandsforseta, í Elysée-
höll. Chirac tók í sama streng og sagð-
ist vera djúpt snortinn af þeim heiðri
sem Merkel sýndi Frökkum.
Fundar með Blair í dag
Merkel varði um tveimur tímum
í París áður en hún hélt til
Brussel til fundar við Jose Manuel
Barroso, forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, yfir-
menn Atlantshafsbandalagsins og
Evrópuþingsins. I dag heldur hún
síðan til Bretlands til fundar við Tony
Blair, forsætisráðherra. Með því að
fara í fyrstu opinberu heimsókn sína
til Frakklands fetar Merkel í fótspor
Jacques Chirac, forseti Frakklands, kyssti á hönd Merkel þegar hann tók á móti henni í
Elysée-höllinni í gaer.
Helmuts Kohl og Gerhards Schröder, einaðs Þýskalands hafa alltaf lagt
forvera sinna í stóli kanslara. Kansl- áherslu á að viðhalda góðum sam-
arar Vestur-Þýskalands og síðar sam- skiptum við grannann í vestri.
ÓPÝFAZ-
BL&KKIN&ARL&IKUR PAN BROWN:
"2VONA A AB> 5KKIFA ZPBNNUBÆKUfZ. ÞBBSA
BÓK LBO&UPPU BKK! FPÁ Þ&P FYPP BN AP
LBBTP! LOKNUM" WABHIN6TON POBT.
HARRY POTTBR JK. POWUN&.
VINBABLABTA POTTBPBÓK/N.
KfZOZZTRé, JÓN HALLUP BTBFÁNBBON:
"£& ÖFUNPA PÁ BPBNNUFÍKLA BBM BI&A BFTIP
AP LBBA PBBBA BÓK." BIUA APALBTBINBPÓTTIP,
TMM
72É,
pMATfí*
r AF ÖLLUM ^
BPLBNPUM BÓKUM
Á BÓKAMAPKAP!
Skeifunni 11d
Sími 533 1010
Opið virka daga 10-18
Laugardaga 10-14
GRIFFILL
Of feitur
fyrir bætur
Penny Wong, þingmaður stjórnar-
andstöðunnar í Ástralíu, hefur gagn-
rýnt breytingar sem ríkisstjórnin
vill gera á velferðarkerfi landsins.
Wong segir að samkvæmt nýju
reglunum verði hægt að þvinga
atvinnulaust fólk í Ástralíu sem
er yfir kjörþyngd til að grenna sig
vilji það halda atvinnuleysisbótum.
Ennfremur verður hægt að fara
fram á að fólk sem á við þunglyndi
að stríða taki lyf og að fatlaðir flytji
búferlum til að búa nær vinnustað
sem hentar þeim. Samkvæmt nú-
gildandi reglum er hægt að fara
fram á að atvinnulausir leggi ýmis-
legt á sig til að auka líkurnar á því
að þeir fái vinnu. Takmörk eru þó
sett fyrir því hvað hægt er að fara
fram á og meðal annars verður
bótaþeginn að vera því samþykkur.
Fulltrúar stjórnvalda hafa hafnað
túlkun Wong á nýju lögunum og
Kevin Andrews, atvinnumálaráð-
herra, sagði að staðhæfing hennar
beri vott um ímyndunarveiki.
Stirð samskipti Spánar
og Woregs
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins tekur undir kröfu Spán-
verja um að Norðmenn láti lausa
tvo spænska togara og áhafnir
þeirra. Norska landhelgisgæslan
færði togarana til hafnar eftir að
hafa staðið þá að meintum ólög-
legum veiðum á Svalbarðasvæð-
inu um síðustu helgi.
Framkvæmdastjórnin tekur
undir skoðun Elena Espinosa,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra Spánar, að Noregur hafi
ekki rétt til þess að takmarka að-
gang skipa Evrópusambandsins
að hafsvæðinu í kringum Sval-
barða eða beita þau einhverjum
refsiaðgerðum. Spánverjar eru
aðilar að Svalbarðasáttmálanum
og telja að samkvæmt honum eigi
þeir sjálfir að fara með rannsókn
málsins. Mirelle Thom, talsmaður
framkvæmdastjórnarinnar, tekur
undir það og segir að ef grunur
leiki á að fiskiskip stundi ólög-
legar veiðar eigi að upplýsa það
ríki, þar sem það er skráð, um það
og að það sé hlutverk þess ríkis að
fylgja málinu eftir.