blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Tekst á við áskorun
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forscetisráðherra, hefur ákveðið að bjóða sigfram í
fyrsta sœti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Þú býður þig fram þegar staða Fram-
sóknarflokksins er slœm samkvæmt
skoðanakönnunum oghefurlengi verið.
Hver er skýringin á þessu litlafylgi?
„Það eru örugglega margar og marg-
víslegar skýringar. Flokkur er fólkið
sem er í honum og það þarf sífellt að
finna sig á nýjan leik. Við framsóknar-
menn erum meðvitaðir um stöðuna
en förum ekki á taugum út af henni
heldur lítum við á hana sem áskorun.
Við höfum verið að flytja okkur nær
þéttbýlinu í samræmi við búsetu-
þróun hér á landi. En um leið og þú
segir að við eigum í vandræðum þá
þykjum við ávallt vænlegur kostur í
samstarf, hvort sem er í ríkisstjórn
eða bæjarstjórnum.
Landið er að rísa. Umræðan um
Halldór Ásgrímsson sem forsætis-
ráðherra er orðin mun jákvæðari en
hún var í byrjun. í pólitík breytast
hlutirnir, menn ná sér á strik eftir að
hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar. For-
sætisráðherrar hafa oft þurft að ganga
í gegnum byrjunarerfiðleika. Halldór
er kominn i gegnum það skeið. Við
erum bjartsýnir á framhaldið.
Fyrstu mánuðina í nýju starfi
vorum við kannski í of mikilli vörn
og þegar menn eru ekki í vörn lengur
geta þeir farið að spila út trompunum
sínum. Halldór hefur nýtt tímann
vel. 1 viðtali við þig sagðist hann vera
vinnusamur maður og verk hans eru
farin að bera árangur. í síðustu viku
átti hann afgerandi forystu í því fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar að sátt náðist
á vinnumarkaði. Það er enginn vafi á
því að honum hefði verið kennt um ef
allt hefði farið í háa loft. Síðan kemur
frumvarp um réttarstöðu samkyn-
hneigðra sem er risastórt mál og mjög
jákvætt. Mörg önnur mál mætti nefna.
Á meðan ekki hefur borið mikið á Hall-
dóri í fjölmiðlum þá hefur hann verið
að vinna á bak við tjöldin í málum
sem horfa til framfara. Að loknu kjör-
tímabili verður hægt að setja upp skýr
dæmi um mikinn árangur á stuttum
tíma.“
Styrkur Halldórs
Þú þekkirHalldór mjögvel. Hverjir eru
veikleikar hans oghver er styrkurinn?
„Halldór er mjög góður maður og
traustur, rólegur en kannski full lítill
ævintýramaður fyrir sumra smekk.
Helsti styrkur hans er að hann er lík-
legur til að koma málum áfram. Hann
hefur stundum verið sakaður um að
vera ekki nógu skemmtilegur. Ég held
að allir sem þekkja Halldór og eiga
við hann persónuleg samskipti vita
að hann er hlýr maður sem er mjög
skemmtilegur en hann er hins vegar
alvörugefinn þegar við á og þegar
hann sinnir störfum sínum.“
En er hann ekki þver? Það tók hann
langan tíma að viðurkenna að hafa
gert mistök ííraksmálinu. Varþað ekki
bara af tómri þrjósku?
„Sumir stjórnmálamenn eru gagn-
rýndir fyrir að vera eins og vindhanar
og aðrir eru gagnrýndir fyrir að víkja
aldrei af leið, en í þessu máli sagðist
Halldór hafa tekið aðra ákvörðun ef
hann hefði haft aðrar upplýsingar.
Það er allavega merki um að hann er
tilbúinn að viðurkenna að hlutirnir
geta breyst.“
Á tímabili var talað um þig í niðurlœg-
ingartón sem spunameistara Fram-
sóknarflokksins. Þér hlýtur að hafa
gramistþað tal.
„Það hvarflaði ekki að mér að taka
það inn á mig en þetta er leiðinleg um-
ræða því hún gerir lítið úr viðkomandi
persónum. Halldór Ásgrímsson hefur
verið í pólitík í þrjátíu ár, rúmlega sex-
tán ár sem ráðherra. Að halda því fr am
að ég eða einhver annar spili lykil-
hlutverk í því hvort honum gangi vel
eða illa er lítilsvirðing í garð manns
sem hefur einhverja mestu stjórnmála-
reynslu á Islandi. Hann er fullfær um
að taka sínar ákvarðanir sjálfur."
Blaðamannabakterían
Þú kemur úr blaðamannastéttinni,
það er sagt að menn losni aldrei við
blaðamannabakteríuna. Þú hlýtur að
minnast þess ferils með ánœgju?
„Mér er tamt að skrifa, finnst það svo
skemmtilegt. Þeir sem hafa unnið við
blaðamennsku þekkja þá tilfmningu.
Það er hægt að hugsa sér vinnu sem
er betur borguð og þar sem vinnutím-
inn er huggulegri en það er eitthvað
sérstakt við þennan heim. Enda hefur
hann heltekið mig frá unga aldri og
margir af mínum bestu vinum eru á
fjölmiðlunum.
Ég bjó á Flateyri sem barn og gaf
út blöð sem ég vélritaði og fjölritaði
og kaupfélagið á Flateyri lagði til aug-
lýsingarnar. Þegar ég var ellefu ára
hringdi mamma í Matthías Johannes-
sen og ég fékk að fara í starfskynningu
á Morgunblaðið, yngsti einstaklingur
sem það hefur gert. Matthías tók mér,
htlum dreng frá Flateyri, einstaklega
vel, fór með mig á kaffihús og við spek-
úleruðum í ljóðabókum hans. Hann
er að minu mati einstakur maður og
leiftrandi skemmtilegur.
Eftir þessa starfskynningu í Reykja-
vík varð ég fréttaritari Morgunblaðs-
ins á Flateyri og átti þar í harðvítugri
en þó skemmtilegri samkeppni við
fréttaritara DV, skipstjórann á Gylli,
Reyni Traustason, sem síðar sneri
sér alfarið að blaðamennsku og rit-
störfum. Blaðamennska mín á unga
aldri hefur örugglega ekki verið á
heimsmælikvarða, en ég náði fljótt
góðum tökum á því að skrifa fréttir
og taka myndir. Mun meira var greitt
fyrir myndirnar en textann, þannig
að ég var ekki lengi að átta mig á því
að myndalausar fréttir yrðu ekki
sendar í blaðið. Stundum þýddi ég
líka smælki upp úr amerískum slúð-
urblöðum og sendi í Fólk í fréttum.
Merkilega mikið af þessu var birt. Ég
var strax á þessum árum ákveðinn í
að verða blaðamaður.
Ég skrifaði árum saman í Moggann
samhliða námi, stundum mjög lítið
og stundum meira. Ég var líka blaða-
maður á Eintaki, Morgunpóstinum og
vann á Rás 2. Seinna varð ég fastráðinn
blaðamaður á Morgunblaðinu og skrif-
aði íþróttafréttir og síðar almennar
fréttir. Einn daginn spurði Agnes
Bragadóttir mig hvort ég væri ekki til
í að gerast þingfréttaritari og ég sló til.
Ég frétti síðar að Agnes hefði eitt sinn
tekið það starf að sér en ekki haldið
út nema í hálfan dag og skrifað fræga
grein um þá reynslu. Eg hafði meira
“ StóíCinn sem vejf með óarninu ”
Jóíapa^averð á stóímeð sCá og 6óCstri
fr. 18.900. 6 Citir. stóCCCf. 13.900.
Fifa
ALLT FYRIR BÖRNIN
STOKKE
www.stokke.com
Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða 20,Sími 552 2522, www.fifa.is
glgfllStít-; iliii i
.