blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 22
22 I HÖNNUN
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaðið
Hannað eftirfornri ítalskri hefð
Hlutimir verða fallegri með árunum
Excel er ítalskt hönnunarfyrirtæki sem er meö sérstaklega fallega og töff hönnun. Stór hluti hönnunarinnar saman-
stendur af hlutum sem notaðir eru á hárgreiðslustofum en auk þess hanna þeir margt inn á heimili eins og lampa, sófa,
kertastjaka og svo framvegis. HárSaga Gallerí er með umboð fyrir þessar vörur á Islandi og eigandinn, Sigrún Ægis-
dóttir, segir að þetta séu úrvalsvörur úr góðum efnum.
Samkvæmt Sigrúnu hefur hönn-
unin vakið mikla athygli og fólk er
mjög hrifið. „Excel er með allt ekta
og vinnur samkvæmt fornri ítalskri
hefð. Það er notast við gamla tækni
sem gerir hvern hlut einstakan. Til
dæmis steypa þeir ál ofan í form
sem þeir hafa búið til. Hlutirnir
fá náttúrulega vaxmeðferð og eru
unnir úr náttúrulegu handunnu
efni. Þannig er mikið hand-
verk í hverjum hlut. Hægt
er að velja um mismun-
andi efni og áklæði á stóla
og sófa. Þeir eru til dæmis
með þykkt, gamaldags
flauel sem er sérstaklega
valið með það fyrir augum
að áferðin haldist vel og
verði fallegri með árunum.“
Sigrún hefur verið eigandi
HárSögu við Hagatorg
síðan árið 1982 en opnaði HárSaga
Gallerí í byrjun júní á þessu ári. „Hár-
saga Gallerí er hárgreiðslustofa en
jafnframt sýningarsalur á hönnun
frá Excel. Aðalhönnuður Excel heitir
Nicola Andrea en megnið af smávör-
unni er hannað af öðrum hönnuðum
innan Excel. Það voru einmitt hönn-
uðir frá Excel sem hönnuðu HárSaga
Gellerí og allt sem er þar inni.“
Glæsilegur sófi
með hrossaskinni. Verð 266.000 krónur
Glæsilegir kertastjakar sem
standa upp úr. Minni stjak-
inn kostar 26.900 krónur en
stærri kostar 29.900 krónur
Fallegt Ijós sem myndi
prýða hvert heimili
íslensk hönnun
Tískufatnaður
sem hentar við
brjóstagjafir
Þessi óvenjulegi myndarammi
er alltaf í tísku
Þrátt fyrir að umönnun ungviða
sé jafnan mikill gleðtími þá veit-
ist það sumum konum erfitt að
gefa brjóst á almannafæri. Konur
kvarta undan því að þeim sé
kalt, þær þurfi að afhjúpa maga
og bringu auk þess sem þeim
líður hreinlega ekki nógu vel.
Sigrún Baldursdóttir, fatahönn-
uður, ákvað að ráða bót á þessu
og hefur því hannað fallegar og
hlýjar peysur.
Sigrún segist sjálf ekki
mikið hafa velt fyrir sér
brjóstagjafarfatnaði fyrr en
vinkona hennar eignaðist
barn fyrir þremur árum. Þar
með kviknaði þessi
góða hugmynd.
„Þessi vinkona
mín var óvenju
spéhrædd og átti
erfitt með að gefa
barninu brjóst á
almannafæri. Ég
fékk síðan styrk
frá Nýsköpunar-
sjóði námsmanna
í sumar og gerði
viðamikla skoðana-
könnun þar sem ég
spurði konur hvort
það væri þörf fyrir
svona fatnað. I
skoðanakönn-
uninni sem ég
gerði kvörtuðu
konurnar helst
undan því að
þurfa alltaf
að sýna
hold þegar
þær gefa
barninu
Þótt það sjáist ekki á
þeim þá eru peysurnar
sérhannaðar til að gefa
börnum brjóst.
brjóst, annað hvort alla bringuna
eða hluta af maganum. Þeim er líka
kalt og þurfa jafnvel að hafa slæðu
eða teppi með sér.“
Sést ekki að þetta er
brjóstagjafarflík
Sigrún, sem hannar undir nafn-
inu LykkjufalLúps.., útskrifaðist úr
Listaháskólanum sem fatahönnuður
í vor og hefur verið að þróa brjósta-
gjafarfatnaðinn síðan í sumar. Sig-
rún er í samstarfi við Janus ehf.
sérhönnuðu munstur í
peysurnar. „Þetta er í raun-
inni bara tískufatnaður sem
hefur þennan hentugleika
og það er ekki stimplað á
hann að þetta sé brjósta-
gjafarflík. Það er eiginlega
málið hjá mér, að koma
meiri tísku inn í svona
fatnað. Maður sér svo
oft flíkur sem eru
hreinlega með gati þar
sem geirvartan er og
svo einhvern efnisbút
til að hylja hana þess á
milli. Mínar peysur eru
úr 100% fíngerðri ull sem
er mjúk og stingur ekki
neitt. Auk þess heldur hún
hita á brjóstunum. Ég legg
áherslu á peysur núna en
það er hægt að útfæra
þessa tækni í bæði kjóla
og boli. í sumar kem ég
með þá línu inn en núna
er ég að leggja áherslu á
vetur 2006.“ Peysurnar má
fá í versluninni Móðurást.
svanhvit@vbl.is
Flottur stóll sem hentar á
hárgreiðslustofur
VERTII GLÆSILEGUST UM JÓLIN!
Nýtt í hverri viku!
Tokmarkoð upplag a( hverri flík!
Ricco Vero, eingöngu í Stílistanum.
Dslýtt!
Stelpuklúbbar pantið róðgjöf hjó
fagfólki, spennandi tískutími og
persónuleg tips fyrir ykkur í
jólaösinni!
Herrapakkar á tilboði til jóla!
25% jóla-afsláttur frá
fimmtudegi til sunnudags
UTBOÐ
Útboð é bifreiðum og tækjum frá Varnarliðinu
verður dagana 24. - 28.nóv á
www.geymslusvaedid.is
Nánarí upplýsingar á heimasiðu okkar
www.geymslusvaedid.is og i síma 56EL4599
Geymslusvæðið ehf