blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 34
34 I KVIKMYNDIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaöÍA Irons og Belucci í mynd um F1 Jeremy Irons mun leika á móti hinni ítölsku fegurðardís Monicu Belucci í nýrri mynd um Formúlu 1 kappaksturinn. Irons og fyrrum leikkonan úr Matrix-myndunum leika saman í Monza 2. Myndin mun verða kvikmynduð á Ítalíu, í Serbíu og í Lundúnum. Leikstjórinn, Luigi Perelli, sagði að myndin yrði löðrandi í heitum ástarsenum, en neitaði að gefa upp hvort einhverjar slikar senur væru á milli Irons, sem er 57 ára, og Belucci, sem er 41 árs. í myndinni koma einnig fram kyn- æsandi sjónvarpsstjörnur úr ítölsku sjónvarpi, þau Sabrina Ferilli og Ines Sastre. Söngleikurinn Dreamgirls kvikmyndaður Tónlistarmyndir og söngleikir hafa verið áberandi síðustu ár og það virðist ekkert lát vera á framleiðslu þeirra. Þar ber helst að nefna mynd- irnar Chicago sem kom út árið 2002 og gekk framar björtustu vonum. Söngleikirnir Moulin Rouge, Phantom of the Opera og Rent hafa einnig verið kvikmyndaðir en gengu ekki eins vel. Á næsta ári bætist svo söngleikurinn Dreamgirls í hópinn en reiknað er með að hann komist nálægt myndinni Chicago í vin- sældum. Söngleikurinn Dreamgirls sló rækilega í gegn í Broadway árið 1981 og þykir að margra mati með áhugaverðari söngleikjum seinni ára. Reiknað er með að myndin verði sýnd í desember á næsta ári. Leikarar verða meðal annars Jamie Foxx, Eddie Murphy, Beyonce Know- les, Danny Glover og Jennifer Hud- son. Leikstjórinn Bill Condon sem breytti söngleiknum Chicago í bíó- mynd mun leikstýra myndinni. Rokkland 10 ára: BlaÖiÖ/Frikki Ríflega 500 þættir kynntir af aðalrokklendingnum Um þessar mundir eru 10 ár frá því að útvarpsþátturinn Rokkland á Rás 2 fór fyrst í loftið og ríflega 500 þættir af Rokklandi hafa verið sendir út. Blaðið sló á þráðinn til að heyra í aðalrokklendingnum, honum Ólafi Páli Gunnarssyni, og spurði hann spjörunum úr. .Rokkland byrjaði í október árið 1995 og varð eiginlega til út af ferð sem ég fór á Glastonbury-tónlistarhátíðina. Þannig var að breska ríkisútvarpið bauð einum frá Rás 2 að koma á hátíðina þetta árið, en þar sem við- komandi þurfti sjálfur að greiða fyrir flugmiðann var enginn að sýna þessu sérstakan áhuga. Það var fyrir tilstilli Andreu Jónsdóttur að ég skellti mér á Glastonbury og þar varð ég fyrir miklum áhrifum. Ég kynntist fullt af nýrri tónlist og kom heim með mikið af hugmyndum sem mig langaði að nýta á einhvern hátt. Ég náði að sannfæra Sigurð G. Tómasson og Magnús Einarsson um að ég gæti gert tveggja tíma viku- legan tónlistarþátt og þeir ákváðu að gefa mér tækifæri og er ég þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í þá. Ég hafði í raun aídrei unnið sambærilega vinnu og liggur á bak við einn svona þátt og þurfti því bara að læra af mistökunum. Síðan eru rúmlega 500 þættir búnir og þess má geta að um 450 sólar- hringar af minu lífi síðustu 10 árin hafa farið í þennan þátt.“ Hefur þátturinn verið í óbreyttri myndfrá því árið 1995? „Já, það er svipað snið á honum. Brian Eno sagði nú einu sinni að sá maður sem fengi eina góða hugmynd á æv- inni væri heppinn og ætli þetta sé ekki bara mín.“ Hvernigkom nafnið til? „Þátturinn átti upphaflega að heita Poppland vegna þess að þetta er ekki bara rokk. En á þeim tíma var Björn Jörundur Friðbjörnsson með hljóm- sveit sem hét Poppland. Ég kunni ekki við að nota það nafn þannig að ég og Maggi Einars féllumst á Rokkland í staðinn. Tveimur til þremur árum síðar þegar ég fór að vera í útvarp- inu á hverjum degi og vantaði nafn á þann þátt, þá hugsaði ég með mér: Allt í lagi, ég er með Rokldand og svo er það hin hliðin á peningnum, hin hliðin á mér, og það er Poppland." Heldurðu að þú verðir kannski með fleiri þcetti, eins og Pönkland eða Djassland? „Það er aldrei að vita. Ég er svo hepp- inn að fá að vinna við þetta. Ég hef gaman af tónlist, alls konar tónlist. Sérstaklega pönki og djass og bara allri tónlist sem hefur einhverja tilfinningu.“ Mega hlustendur þínir búast við öðrum tíu árum afPopplandi? „Fjölmiðlastörf hafa oft verið metin þannig að maður byrji að skrifa eða fjalla um tónlist og svo þegar maður er orðinn stór og fullorðinn fari maður að tala um pólitík. Oft er litið á tónlistarumfjöllun sem einhvers konar upphafspunkt en ég vil ekki horfa á þetta svona. Mér finnst tónlist miklu áhugaverðari en margt annað. Ég trúi því og vona að það sé hægt að vera í þessu alla ævi. Dæmi um það eru menn eins og John Peel sem var í þessu þar til hann dó. Fyrir mér er þessi vinna ekki upphaf að einhverju allt öðru. Ég hef ofboðslega gaman af tónlist og mér finnst ég bara geð- veikislega heppinn að fá að vinna við þetta. Ég veit að það dreymir marga um að vera í mínu starfi, þannig að þegar mér leiðist þá hugsa ég bara hvað ég ér ótrúlega heppinn. Ég vona að ég fái tækifæri til að vinna áfram við þetta.“ Hvað er svo að gerast á föstudaginn, 23. nóvember? „Á föstudaginn verður afmælispartí á Grand rokk og hefst það klukkan níu. Þar eru allir velunnarar Rokklands velkomnir. Það verða einhver tónlist- aratriði og svona. Slow-Beatles ætla að troða upp, Jakobínarína og Pétur Ben. Sumir vilja meina að ég komi líka fram.“ é///éTILBOÐ aðeins kr. á mann 5777000 Hraunbær 121 Tilboðiö gildir alla virka daga frákl 11:00 til 17:00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.