blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaöiö MORGUNGRÍN Smáborgaranum finnst myrkrið slæmt og þegar við bætist lágt hitastig og mörg vindstig er afskaplega erfitt að skríða fram úr rúminu á morgnana. Sæng Smá- borgarans er hlýrri, mýkri og þægilegri en blákaldur raunveruleikinn og því þarf Smáborgarinn ætíð að beita sig fortölum áður en honum tekst að skutla fótunum fram úr alltof mjúku og þægilegu rúmi sínu. Helst þarf hann að vera búinn að undirbúa jarðveginn nógu vel kvöldið áð- ur þannig að það eina sem þurfi að gera er að labba úr svefnherbergi í baðher- bergi, skrúfa frá heita vatninu i sturtunni og að afgangurinn af morgunrútínunni sé frágengin. Hefur Smáborgarinn farið í svo mikinn undirbúning kvöldið áður að hann hefur lagt morgunmatinn til- búinn á eldhúsborðið, tekið til öll föt og handklæði fyrir steypibaðið og tekið til nákvæmlega alla hluti sem hann þyrfti hugsanlega að nota í morgunrútínunni. Það bregst svo ekki að allur þessi undir- búningur er til einskis því á morgnana er Smáborgarinn rétt svo með meðvitund og er langoftast búinn að gleyma að eitt- hvað var tilbúið frá því kvöldinu áður og því reikar hann um hálfsofandi og nær sér samviskusamlega í önnur föt og nýtt handklæði og þar fram eftir götunum. Smáborgarinn hefur oft velt fyrir sér hversu skemmtilegt væri ef hann gæti séð sjálfan sig í því ástandi sem hann er í á morgnana, því sú sjón út af fyrir sig hlýtur að hafa prýðilegt skemmtanagildi. En Smáborgaranum er ekki hlátur í huga þegar þessar morgunstundir eru að eiga sér stað og það er mun líklegra að hann sé að blóta öllu og öllum í sand og ösku, en að sjá kómísku hliðina á aðstæðunum. Á leiðinni í vinnuna í bílnum, svona um klukkustund síðar, er hann svo loks al- mennilega vaknaður og þá nær hann líka oftast að skella upp úr, eða að minnsta kosti brosa út í annað yfir vitleysunni í sjálfum sér þegar hann brjálaðist út í glasið sem var fyrir honum á borðinu eða hellti sér yfir sturtuna fyrir að vera ekki nógu fljót að hitna. Já, það er eitt stykki „prívat" skemmtidagskrá sem Smáborg- arinn hefur aðgang að hjá sjálfum sér á morgnana. Ætli margir aðrir séu líka svona? HVAÐ FINNSTÞÉR? Hvaðfinnstþér um síendurteknar bilanir á Farice strengnum? Stefán Hrafn Hagalín, markaðsstjóri Skýrr hf. „Hundruð fyrirtækja hér á landi reiða sig á órofin alþjóðleg samskipti. Fjölmörg íslensk hátæknifyrirtæki hafa lifibrauð sitt f heild eða hluta af því að þjónusta erlendra viðskiptavini gegnum þessar tengingar. Það gefur auga leið að þessi starfsemi flyst núna erlendis - eða verður lögð niður. Tjónið af þessu öllu hleyp- ur örugglega á hundruðum milljóna í beinhörðum peningum, bara á þessu ári. Óbeint tjón geirans af tapi orðspors er án vafa annað eins. Viðskiptavinir okkar hlæja að þeirri vitleysu að rottur naga sundur tengingu okkar við umheiminn hvað eftir annað og hneykslast á því að við höfum ekki öflugari varaleiðir - eða meindýraeyða. Þetta er gjörsamlega út í hött. Það er hagur allra að hér þrífist öflugt atvinnulíf. En til þess þarf grundvallar innviði í topplagi, eins og götur, rafmagn, vatn, sæstrengi og fleira. Það væri meira vit í því hjá samgöngumála- ráðherra að efla tengingar okkar við útlönd heldur en að bora fáfarin göng út um hvippinn og hvappinn. Ég vona að fjármálaráðherra hnippi í hann, enda augljóslega um tekjuskapandi aðgerð að ræða fyrir ríkið.“ X5 Jude Law í sÍa hundakoíanum Jude Law er að mjaka sér upp að hliðinni á Siennu Miller með því að passa hundinn hennar. Hann býr heima hjá henni og passar hundana tvo, Porgy og Bess, á meðan Sienna er í Amer- íku. Hún sagði sjálf: „Pabbi hundanna, Jude, passar þá á meðan ég er í Ameríku. Svo langar mig í annan hund í jólagjöf. Mig langar í bolabít sem ég myndi kalla Sid. En ég veit ekki hvort ég get séð um þrjá hunda.“ Sienna, sem fjarlægði trúlofunarhring Jude af fingri sínum eftir að fréttist um framhjáhald hans, segist ekki tilbúin að festa ráð sitt og stofna heimili. „Ég þrái að giftast og eignast börn einn daginn,“ segir hún, „en ég er ekki alveg tilbúin í það strax.“ Mariah og amerísku tónlistarverðlaunin Mariah Carey vann ein verðlaun þetta árið þrátt fyrir að vera tilnefnd í fjórum flokkum. Hún vann flokkinn besta soul/R&B-söngkonan. Þegar hún tók við verðlaununum sagði hún meðal annars: „Þakka ykkur inni- lega fyrir hlýjuna og ástina.“ Hljómsveitin Green Day, kántrístjarnan Tim McGraw, söngvarinn Kelly Clarkson, stúlkurnar í Destiny’s Child og hljóm- sveitin Black Eyed Peas fengu öll tvenn verðlaun. Gwen Stefani, Pharrell, Eurythmics og Mariah Carey komu svo fram á verðlaunaafhendingunni. Rolling Stones enduðu svo kvöldið á að koma fram í gegnum gervihnött frá tónleikum sem þeir voru að halda í Salt Lake City í Utah. Ventimiglia er sonur Rocky Balboa Milo Ventimiglia hefur skrifað undir samning um að leika uppkominn son Sylvester Stallone, í myndinni Rocky Balboa sem er framleidd og fjármögnuð af MCM Columbia Pictures og Revolution Studios. I þessari sjöttu mynd um hnefaleikakappann frá Philadelphiu hefur Rocky löngu sest í helgan stein en er dreginn í hringinn í síðasta skiptið. Sonur Rocky, Rocky Balboa Jr„ var fyrst kynntur til sög- unnar í Rocky II, þegar fæðing hans hafði mikil áhrif á framvindu mála. I síðustu mynd, Rocky V, var hlutverkið leikið af alvöru syni Stallone, Sage Stallone. ,Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Össur Skarphéðinsson og fleiri þing- menn Samfylkingar lögðu fyrir stuttu fram þingsályktunartillögu á Alþingi og varðaði hún takmörk- un auglýsinga á óhollri matvöru og mun þar vera átt við matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt. í tillögu þessari er lagt til að heilbrigðisráðherra verði falið að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru með það að mark- miði að sporna við offitu, sér í lagi meðal barna og unglinga. Þetta er reyndar í annað skiptið, sé minnið ekki að svíkja mig, sem hópurinn leggur fram tillögu þessa efnis. Þeim er það að sjálfsögðu til hróss að vilja veg íslendinga, falleg- asta og sterkasta fólks í heimi, sem mestan. Fallega og sterka þjóðin má að sjálfsögðu ekki hafa aftur- endann lafandi niður fyrir pilsfald- inn og undirhökuna reyrða saman við bindishnútinn. Til að fallega fólkið geti áfram verið fallegt vilja flutningsmenn tillögunnar banna sjónvarpsauglýsingar sem kynna saltað poppkorn og sykrað Sinalcó fyrir klukkan níu á kvöldin. Það sem fallega fólkið sér á erlendum sjónvarpsstöðvum, les í blöðum, heyrir í útvarpi eða skoðar á netinu virðist ekki skipta máli í megrunar- væðingu hugsjónafólks innan Sam- fylkingarinnar. Auglýsing á óhollri fæðu í sjónvarpi er hins vegar talin vera rótin að offitu yngri íslend- inga.“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir á http://www.tikin.is HEYRST HEFUR... Morgunblaðið skammaði Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, í vikunni fyr- ir að vera viðstaddur embættistöku AlbertsMónakó- fursta. Þannig benti blaðið á að erfitt væri að sjá tengsl 1 a n d a n n a og viðskiptahagsmunir væru næsta litlir. Ólafur Ragnar svar- ar fullum hálsi í Morgunblaðinu í gær og bendir á margs konar tengsl og nefnir meðal annars smáþjóðaleikana sem haldnir verða í Mónakó árið 2007. Þá sé Albert mikill áhugamaður um málefni norðurslóða. Loks segir forsetinn: „Orðalagið sem notað var í Morgunblaðinu um Mónakó er ekki við hæfi, eink- um þegar í hlut eiga ríki og furstafjölskylda sem ávallt hafa sýnt íslendingum vináttu.“ Síminn Mörgum þykir undarlegt að „stóru“ sjónvarps- stöðvarnar skyldu eícki hafa séð sér hag í að senda út beint frá hæfileikakeppni grunnskól- anna, Skrekk. Bæði er um að ræða spennandi keppni, auk þess sem efnið er afar vinsælt hjá stórum hópi áhorfenda, ekki síst ungu kynslóðinni. Eins og fram kom hér í þessum dálki vildu einstakar sjónvarps- stöðvar jafnvel fá greitt sérstak- lega fyrir útsendinguna. Að lok- um var það Síminn sem sendi keppnina út á Netinu. Það var síðan Austurbæjarskóli sem stóð uppi sem sigurvegari, en þess má geta að húsfyllir var í Borgarleikhúsinu. Pað fór eins og við spáðum fyrir nokkru. Umtals- verðar breytingar eru í far- vatninu hjá Ríkisútvarpinu. Morgunvaktin flyst yfir á Rás 1 frá og með 1. desember og í staðinn mun Magnús Einars- son sjá um Morgunútvarpið, tónlistartengdan morgunþátt á Rás 2. Hvort að það gengur í samkeppni við Island i bítið og aðra sterka morgunþætti á eftir að koma í ljós. Þá hættir Dægur- málaútvarpið á Rás 2 en í stað- inn kemur Síðdegisútvarpið... Áfram verður fjallað um helstu mál daglegs lífs þannig að vandséð er af hverju verið er að breyta nafninu. Pað er full ástæða til að óska sjónvarpsstöðinni Sýn til hamingju með 10 ára afmælið. Þetta var fyrsta sérhæfða iþrótt- arásin í sjónvarpi hérlendis og var því brotið blað í íþrótta- fréttamennsku. Beinar útsend- ingar hafa ætíð verið fyrir- ferðamiklar i dagskránni og lengi vel var enski boltinn stolt stöðvarinnar. I vetur hefur samkeppnisaðilinn hins vegar boðið upp á enska boltann og berast fregnir af því að áskrif- endur þeirrar stöðvar séu orðn- ir milli 10 og 12 þúsund. Hvort það hefur haft áhrif á fjölda áskrifenda Sýnar er ekki vitað. Hver skildi bakdyrnar eftir opnar?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.