blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 21
blaðið FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 >TAL I 21 1507 úthald, kunni reyndar einstaklega vel við mig á þinginu, sat uppi á hana- bjálka í þinghúsinu og skrifaði fréttir eða sat á skrafi við þingmennina. Þarna kynntist ég Halldóri Ásgríms- syni. Ég hafði kannski ekki ósvipaðar hugmyndir um hann og ýmsir aðrir, að hann gæfi ekki mikið af sér. Hann kom mér mjög á óvart. Sögustundin í hádeginu hjá honum, Davíð Oddssyni, Össuri Skarphéðinssyni og Halldóri Blöndal er nokkuð sem ég vildi ekki hafa misst af, en margt af því er ekki birtingarhæft." Hvernigkanntu við Davíð? „Ég kann mjög vel við Davíð og hef átt við hann mjög góð persónuleg sam- skipti. Hann er skemmtilegur maður, veit hvert hann er að fara og mér finnst mikill sjónarsviptir af honum úr stjórnmálunum." Hann er mjögumdeildur. „Ég lýsti yfir framboði um síðustu helgi og las í einhverjum dálknum að ég væri umdeildur. Ég held að verstu ummæli sem hægt er að hafa um stjórnmálamann séu ekki þau að hann sé umdeildur. Sá sem þorir að hafa skoðun og fylgir henni eftir, getur jafnan átt á hættu að verða umdeildur." Fyrsti pólitíski sigurinn Finnst þér að Framsóknarflokkinn skorti málgagn? Fréttablaðið er sagt vera Samfylkingarblað og Mogginn er sagður málgagn Sjálfstœðisflokksins ogBlaðið jafnvel líka? „Ef þú spyrðir framsóknarmenn myndu þeir örugglega segja að þá skorti málgagn. Ánnars flokka ég blöðin ekki á þennan hátt. Það er reyndar enginn vafi á því að Morgun- blaðið hefur verið að þróa Staksteina- skrif sín meira í átt til þess sem var á árum áður en tónninn er samt ekki jafn harður og hann var þá. Þegar Davíð nokkur Oddsson var þingfrétta- maður þá hélt hann úti Staksteinadálk Morgunblaðsins og lét Magnús Torfa Ólafsson fá einhverja hraldegustu út- reið sem nokkur maður hefur fengið í Staksteinum. Hann birti mynd af Magnúsi Torfa en að öðru leyti var Staksteinadálkurinn auður. Ef blaða- maður á Mogganum birti í dag mynd af stjórnmálamanni í pólitískum dálki sem væri að öðru leyti auður þá er ég hræddur um að það myndi heyr- ast hljóð úr horni. Mogginn verður hins vegar að gæta sín á því að það er ekki stór þjóðfélagshópur sem er mjög hægri sinnaður. Skírskotunin verður að vera breiðari og ég hygg að þar á bæ geri menn sér grein fyrir því.“ Menn sem hafa unun afað skrifa eins þú hefur lesa venjulega mikið. Hverjir eru þínir uppáhaldsrithöfundar? „Þórbergur Þórðarson er uppáhalds- rithöfundur minn. Húmor hans er einstakur og oft nokkuð svartur. Ég er hrifmn af ýmsu sem Laxness skrifaði en finnst annað stórlega ofmetið, eins og sitthvað af seinni verkum hans. Þá var komin sú stemmning í þjóðfé- laginu að allt sem hann gerði var sett upp á stall. Þórbergur var að mörgu leyti meira ekta og þorði alltaf að segja skoðun sína. Eg hef líka gaman af ýmsum nútímarithöfundum, sér- staklega Guðmundi Andra Thorssyni, sem mér finnst afburðarithöfundur. Ég er hrifinn af Einari Kárasyni þegar hann er staddur á Islandi fyrir nokkur hundruð árum. Óvinafagnaður hans um Þórð Kakala var hrein snilld. Magnað verk.” Þú hefur sagst cetla að setja fjölskyldu- stefnu á oddinn í borgarmálum. Ertu mikill fjölskyldumaður? „Já, ég er mikill fjölskyldumaður. Ég á yndislega konu. Hólmfríður Rós er róleg og jarðbundin og virkar sem andstæða mín sem er hamhleypa til verka og mikill stemmningskarl. Hún var minn fyrsti pólitíski sigur. Þannig var að ég var í framboði fyrir Röskvu í stúdentapólitíkinni og á kafi í félags- störfum, meðal annars sem formaður Félags sagnfræðinema. í kosningabar- áttunni kynnist ég þessum gullfallega hjúkrunarfræðinema og ég held að neistinn hafi kviknað þegar ég nældi á hana barmmerki eftir fund sem ég hélt í hjúkrunardeildinni. Ég hef ekki hugmynd um hvort henni fannst eitt- hvað varið í það sem ég sagði, en við höfum allavega verið saman síðan, eða í átta ár, og eigum tvo yndislega drengi. Ég get eiginlega ekki hugsað mér betri kosningasigra en þau þrjú.“ Útnefningar og innistæða Líturðu á þig sem framtíðarleiðtoga Framsóknarflokksins? „Ég er ekki upptekinn af slíku tali. Við Árni Magnússon erum reglulega kallaðir krónprinsar Framsóknar- flokksins. Það er ekki hægt að útnefna menn án þess að innistæða sé fyrir því og það er ein ástæða þess að mér finnst mikilvægt fyrir mig sem stjórn- málamann að fá mælingu á styrkleika minn. Prófkjör er ein besta leiðin til þess. Vissulega er það ekki gallalaus leið en skila þó yfirleitt lýðræðislegri niðurstöðu. Vinstri grænir héldu próf- kjör sem 400 manns tóku þátt í. Fram- bjóðendum var bannað að auglýsa og þeir máttu ekki hafa sig í frammi. Það er ekki lýðræðisleg leið heldur aðferð sem tryggir hagsmuni þeirra sem eru þegar við völd. Hvernig á nýr einstak- lingur að ná árangri í sliku prófkjöri þegar hann má ekki kynna sjálfan sig og hefur ekki tækifæri til að koma stefnumálum sínum á framfæri?“ Hvað finnst þér erfiðast að þola í ís- lenskri pólitík? „Mér finnst erfiðast að þola lítið umburðarlyndi gagnvart góðum hug- myndum og nýju hæfileikaríku fólki. Ég held að stjórnmálin séu á eftir atvinnulífinu að þessu leyti. Stjórn- endur í fyrirtækjum eru stöðugt á höttunum eftir efnilegu fólki. Þannig hugsa þeir til framtiðar. Þegar efnilegt fólk kemur fram í stjórnmálum þá fara varúðarbjöllur f gang og ákveðin öfl innan flokkanna segja: „Hverbauð þessum einstaklingi inn? Hvað vill hann upp á dekk? Hann hefur ekki farið hinn hefðbundna tröppugang". Maður sér þessi viðbrögð í öllum stjórnmálaflokkum.“ Afhverju velurðu aðfara í borgarmálin en ekki landsmálapólitíkina? „Það hefur verið mikill þrýstingur á mig að undanförnu og núna þegar leiðtogi flokksins í borgarpólitíkinni, Alfreð Þorsteinsson, hefur ákveðið að hætta þá hefur skapast visst tóma- rúm sem jafnframt felur í sér tækifæri. Flokkurinn hefur ekki verið að skora í skoðanakönnunum og sennilega væri margt viturlegra en að bjóða sig fram þegar fylgi flokksins er 2.7 prósent. Stundum er sagt að ungt fólk vilji fara í pólitík þegar gatan sýnist greið og fylgið er mikið. Þá segir fólk: „Nú get ég“. Ég held að ekki sé hægt að segja að þetta eigi við mig. Ég er tilbúinn að takast á við þessa áskorun og svo kemur í ljós hvort fólk telur mig rétta manninn til að leiða listann.“ kolbrun@vbl.is Ný vefsíða www.verona.is A-80-2 stóll 1501 +«1500 2011 + 2001 M\ ^^■WMWPPPW 't\( mf.Sí í. 1504 + 1500 \. : ■ «BQM 3007 Leöursofasett 3+1+1 199.000.- 1 2051 100x200 stækkaiMggt 2051 + 2022 3055 Leðursofasett | ■ -usu- 3+1+1 168.000. 3+2 158.000. BARA BROT AF ÞVÍ BESTA HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN 8:478 253$ ‘ "~ona HÚSGAGNAVERSLU N Bœjarlind 6 - 200 Kóp. S: 554-7800

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.