blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 bla6Í6 Ástþór Magnússon: Fer fram á 50 milljónir Ástþór Magnússon fór mikinn í gær í kjölfar fréttar sem birtist um hann í DV. Hann byrjaði á að kæra til lögreglu stjórn 365 prentmiðla og ritstjórn DV fyrir brot á almennum hegningarlögum. Tilefnið er birting á „tilhæfulausum áburði á forsíðu DV“ eins og hann segir. Einnig kærði hann Vísi og Fréttablaðið fyrir að birta forsíðuna. Ástþór tekur fram í kærunni að hann hafi ekki lesið blaðið, en af fyrirsögninni að dæma sé ljóst að um „algerlega til- hæfulausan áburð er að ræða.“ Hann segist hafa mátt þola nær taumlaust einelti af hálfu DV síðustu misseri og segir að á þriðja tug ósanninda hafi birst um hann í blaðinu. Hann krefst því ítrustu refsingar og vill að hlutaðeigandi aðilar verði dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar. 50 milljóna bótakrafa Ástþór var ekki hættur og næst snéri hann sér að Bónus vegna þess að forsíða DV var auglýst í stækk- aðri mynd á veggjum og í blaðsölu- stöndum verslana. Hann kærði því alla verslunarstjóra Bónussverslana á landinu, 23 að tölu, „fyrir brot á almennum hegningarlögum vegna birtingu í verslunum fyrirtæk- isins á til- hæfulausum lygumogróg- burði sem prentað er á forsíðu DV sem kærðu hafa til sýnis í dag í versl- Ástþór Magnússon unum sínumí stækkaðri mynd á vegg og í blaðsölu- stöndum.“ Ástþór greindi svo frá því að Bónussmenn hefðu orðið við kröf- unni um að taka niður veggspjöldin, en að þeir myndu ekki taka blaðið úr sölu. Ástþór taldi ekki nóg að gert og sagðist ekki draga kæruna til baka á þeim forsendum. Ennfremur myndi hann höfða einkamál gegn hverjum og einum verslunarstjóra sem ekki yrði við kröfum hans um að blaðið yrði fjarlægt fyrir klukkan 14:00. Hann segist munu krefjast um 50 milljóna króna í bætur, en það sé sú upphæð sem hann hafi lagt í auglýsingakynningu friðar- boðskaps síns sem fyrirtækið væri nú að rífa niður. ■ llmandi jólasápa £jjÖllfrjgf> -hreinlega sterkari Dreifing: BéBé Vöruhús ehf. Sími512-3000 íslenska kokkalands- liðið fékk silfur í Basel Besti árangur þessfrá upphafi BlaÖiÖ/SteinarHugi íslenska kokkalandsliðið hlaut silf- urverðlaun á matreiðslumeistara- mótinu Salon Culinaire Mondial, sem haldið var í Basel, Sviss, og lauk í gær. Er þetta mikill heiður fyrir liðið enda aðeins gjaldgeng á mótið tíu stigahæstu kokkalandslið heims. Samkvæmt Ragnari Ómarssyni, fyr- irliða, er þessi árangur liðsins sá besti til þessa og mun auðvelda því róðurinn á komandi mótum. Þegar Blaðið náði tali af Ragnari hafði nákvæm stigagjöf ekki verið opinberuð, en ísland var ein þriggja þjóða sem hlaut silfureinkunn og skipar sér því ótvírætt meðal þeirra efstu. Það var landslið Singapore sem fór með sigur af hólmi, Kanada- menn hlutu annað sætið og Sviss- lendingar það þriðja. „Við erum stolt af árangrinum, nú er um að gera að spýta í lófana fyrir heims- meistarakeppni næsta hausts. Við fengum góðar viðtökur við matnum okkar, það má segja að það eina sem haldi okkur frá gullverðlaunum sé fyrirkomulag mótsins, því matur- inn fékk hæstu einkunn. Við vorum dregin niður fyrir ýmis formsatriði, eins og að vera ekki í hönskum. Það dirfist enginn að leyfa smáþjóð að sigra risa eins og Kanada, af ótta við að móðga þá. Svo er ýmislegt annað; yfirdómarinn í Basel er t.d. jafn- framt þjálfari sigurliðsins og kona kanadíska þjálfarans var dómnefnd- arfulltrúi. En í okkar herbúðum ríkir mikil gleði,“ segir Ragnar. ■ BlallD/Frikki Tískuvörur fyrir hunda uröu fyrir valinu þegar veitt voru verölaun í Nýsköpun 2005 í gær. Þaö er Theódóra E. Smáradóttir sem er f forsvari fyrir verkefnið en um er að ræöa hönn- un og sölu á hágæöa hundafatnaði. Nú þegar er markaðssetning hafin í fjölda landa og mun verðlaunaféð, ein milljón króna, koma sér vel í þeirri útrás. r Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum Steinunn Sigurðardóttir: Sólskinshestur Sólveig Einarsdóttir: Hugsjónaeldur Sölvi Björn Sigurðsson: Gleðileikurinn djöfullegi Guðni Th. Jóhannesson: Völundarhús valdsins Marta María Jónasdóttir og Þóra Sigurðardóttir: Djöflatertan Hefst klukkan 20:00 Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18-2. hæð ALLIR VELKOMNIR!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.