blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 12
12 I VÍSINDI FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaðÍA Hræðslugenið uppgötvad Vísindamenn telja sig nú hafa fundið gen í músum sem stjórnar viðbrögðum við yfirvofandi hættu með því að hleypa ákveðnum nift- eindum upp í heilann. Genið sem um ræðir kallast stahmin gen og þær mýs sem eru ekki með þessi gen bregðast einfaldlega ekki við aðstæðum sem ættu samkvæmt öllu að hræða líftóruna úr þeim. Lykillinn að því að lifa af Gleb Shumyatsky, einn vísindamann- anna sem gerði uppgötvunina, sagði í samtali við Live Science tímaritið nýverið að uppgötvunin gæti hjálpað þeim sem upplifa of mikla hræðslutil- finningu að sigrast á henni þar sem til eru sérstök lyf sem vinna einmitt á stathmin geninu. Shumyatsky segir einnig að þessi lyf gætu hjálpað fólki til að komast yfir og jafnvel gleyma slæmum lífsreynslum. Hræðsla er talin lykilþáttur í sjálfs- bjargarviðleitni spendýra og því búa þau öll yfir skilvirkum minnis- kerfum til að vinna úr henni. Á sama tíma og einhver getur kannski ekki með nokkru móti munað nafn ein- hvers sem hann er nýbúinn að hitta þá geta minningar um einhvers konar hræðslu fylgt viðkomandi um aldur og ævi líkt og atburðurinn hefði átt sér stað í gær. Heili mannskepnunnar er almennt talinn bregðast við áreiti með svipuðum hætti og heili músa og því eru dregnar þær ályktanir að mögulega sé hægt að yfirfæra niður- stöður rannsóknarinnar að einhverju leyti yfir á menn. Hann tekur þó fram að frekari rannsókna sé þörf enda séu engin fyrirliggjandi sönnnunargögn um eðli hræðslu í mannsheilanum. Lyf gætu dregið úr hræðslu Stathmin genin eru vanalega algeng í hluta heilans sem nefnist mandla eða amygdala. Mandlan stjórnar hræðslu- viðbrögðum gagnvart rándýrum, loft- hæð og öðrum tegundum hræðslu sem telst ósjálfráð auk hræðslu sem lærist í gegnum ákveðna atburði. í rannsókninni voru mýsnar látnar heyra hljóm og síðan gefið raflost strax í kjölfarið. Þær mýs sem ekki höfðu stathmin genin brugðust ekki við með sömu hræðsluviðbrögðum og hinar þegar að þær heyrðu hljóminn aftur þó að hann ætti að þýða að raf- lost væri áleiðinni. I öðrum hluta rann- sóknarinnar kom í ljós að stathmin- lausu mýsnar voru líklegri til þess að hætta sér inn á opin svæði sem hinar mýsnar ósjálfrátt forðuðust. Til að fyrirbyggja að stathmin mýsnar væru einfaldlega ekki greindarskertari eða byggju ekki yfir sömu lærdómshæfi- leikum og hinar þá voru báðir hóp- arnir látnir fara í gegnum völundar- hús án áreitis. Þar kom í ljós að báðir hóparnir stóðu sig jafnvel og því ekki um neins konar greindarmun að ræða. „Þessi uppgötvun veitir okkur sannanir fyrir því að nauðsynlegt er að einstaklingur sé með stathmin genin til þess að láta í ljós meðfædda hræðslu og mótun lærðar hræðslu. Ef hægt verður að framleiða lyf sem gætu mögulega dregið úr eða á hinn bóginn aukið áhrif stathmin gensins þá væri hægt að nota slíkt lyf til þess að fínstilla viðbrögð okkar við ótta,“ segir Shumyatsky. t.juliusson@vbl. is Vísindamenn spá því að mögulega geti þessi kona gæti mögulega sigrast á hræðslu sinni með lyljagjöf. Spine Support Queen (153x203) var kr 132.680,- Núkr98.500 . ■ agg Kí 7VC* Koií! fwi Amerískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki. King Koil hafa fram- leitt hágæða rúm í Bandaríkjunum síðan árið 1898 og framleiða npv» í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottum frá FCER sissel Alþjóðasamtök kiropraktora Og Good Housekeeping Stærstu % neytendasamtök í Bandaríkjunum. Sissel heilsukoddar Sissel koddarnir hafa verið fram- leiddir siðan 1985. Þeir styðja vel við höíuðið og koma þannig í veg fyrir láréttan þrýsting á hálsliöina. Koddarnir veita fullkominn stuðning og eru ofnæmis- prófaðir og framleiddir á umhverfis-vænan hátt. Tveggja ára ábyrgð. Sissel Orginal koddinn er á frábæru verði hjá okkur. Verð aðeins kr. 5.900,- Frábær jólagjöf Tilboðsdagar 25% afsláttur af öllum amerískum heilsudýnum Dýnur frá kr. 38.500,- Gleymum ekki i leit okkar að góðu Iffi að það eru lífsgæði að fá góðan svefn. Rekkjan . Skipholt 35 • Sími 588 1955 www.rekkjan.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.