blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 25
blaöið FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MATURI 25 Fjölbreyttirfiskréttir í Fylgifiskum Aukin fiskneysla um jól Þrátt fyrir að íslendingar hafa löngum verið talin mikil fiski- þjóð er ekki víst að allir átti sig á gríðarlegum möguleikum þegar kemur að því að matreiða fiskinn. í versluninni Fylgifiskar, Suðurlandsbraut og Skólavörðu- stíg, má sjá úrval nýstárlegra og fjölbreytta rétta sem er hver öðrum girnilegri. Guðbjörg Glóð Logadóttir, framkvæmdastjóri Fylgifiska, segir að íslendingar séu alltaf sólgnir í fisk. Fylgifiskar opnuðu í júlí 2002 og að sögn Guðbjargar Glóð hefur gengið mjög vel. „íslendingar hafa alltaf verið opnir fyrir fiski. Svo dal- aði það um tíma þegar við vorum að uppgötva kryddun á kjöti, kjúk- ling, pasta og allt þetta. En núna erum við farin að krydda fiskinn eins og við kryddum kjöt. Þar með opnast möguleikar fisksins.“ Guð- björg Glóð segir að íslendingar hafi áður borðað mikið af soðnum og steiktum fiski en eru núna opnari fyrir nýjungum. „Fólk er að leita að léttari mat. Það vinnur ekki eins mikla erfiðisvinnu og þarf ekki alla þessa orku sem það þurfti áður úr kjötinu. Margir finna að það verður þyngra á sér og dagurinn er erfið- ari þegar þungt kjöt er borðað. Þess vegna hefur ljósa kjötið verið svona vinsælt og í kjölfarið kemur fiskur- inn inn.“ 99.......................... Fólkið sem nýtirsér Fylgifiska er fólk sem er góðu vant, vill borða hollan en samt góðan mat og hefur ekki endi- lega tíma til að elda. að fiski en fólk sem er mjög íhalds- samt er kannski ekki að versla við okkur. Við erum með kúnnahóp sem er tilbúinn að prófa nýja hluti og taka áhættu. Fólkið sem nýtir sér Fylgifiska er fólk sem er góðu vant, vill borða hollan en samt góðan mat og hefur ekki endilega tíma til að elda. Svo kemur líka hingað fólk sem er að leita að smá nýbreytni,“ segir Guðbjörg Glóð sem sjálf borðar fisk á hverjum degi. „Við leggjum mikla áherslu á að nota alltaf ferskt hráefni, hvort sem það er fiskurinn, grænmetið, olíurnar eða kryddjurt- irnar. Við reynum að passa upp á að maturinn frá okkur sé bæði hollur og bragðgóður." Guðbjörg Glóð segir að mikil áhersla sé lögð á ferskt hráefni í Fylgifiskum. TOM HANKS a ROBERT ZEMECKIS niM THE POLAR EXPRE O O tom ' ,«1 a«íCMS't» THE ■'■• f. *v yfa. <.# TOM’ HANKÍ rT)LAR TXPRESSl. EIN ALLRATIMA LOKSINS KOMÍN I VERSLANIRÁ DVD. TRYGGÐU ÞER EÍNTAK STRAX ! SAM MYNDIR Fínni matur í lok vikunnar Guðbjörg Glóð segir að það sé mjög misjafnt hvað sé vinsælast í fisk- borðinu en þó eru ákveðnir réttir alltaf vinsælir. „Eins og til dæmis tandoori steinbítur, sesambleikja og saltfiskréttir. Það fer líka svolítið eftir því hvaða dagur er, hvort það sé fyrri eða seinni hluti vikunnar. Fólk borðar fínna í lok vikunnar. Þetta eru fjórðu jólin sem Fylgifiskar eru til og við finnum fyrir aukningu á fiskneyslu um jól. Það eru mörg jólaboð sem fólk fer í og við erum að sjá það að fólk er ekki með kjöt í öllum boðunum. Svo er fjöldi þeirra sem borða ekki kjöt alltaf að aukast þannig að nýrra leiða er leitað.“ Sér mun á hverju ári Guðbjörg Glóð segist finna fyrir aukningu á fiskneyslu og hún sjái mun á hverju einasta ári. „Margir eru mjög íhaldssamir þegar kemur 510-3737 510-3744 blaðid=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.