blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 37
blaðið FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 DAGSKRÁI37 ■ Stutt spjall: Ágúst Bogason Agúst Bogason er einn umsjónarmanna Popplands á Rás 2. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það bara mjög fínt. Það var svolítið erfitt að vakna í morgun. Ég þurfti að telja í mig kjark en síðan þá hefur þetta bara verið mjög gott. Hvenær hófstu störf á fjöl- miðlum? Þaðvarárið2001 þegarég byrjaði að vinna á Fókus. Slðan hef ég verið að skrifa hérog þar, en fyrsta útvarpsstarfið var f lok ianúar 2005, þegar X-fm var stofnuð var mér veitt tækifæri til að vera milli klukkan 6 og lOákvöldinogþað var mín fyrsta út- varpsreynsla. Svo fór ég yfir á Rás 2 í byrjun nóvember og er himinlifandi með það. Hafðirðu gert þér einhverjar hug- myndir um útvarþsstarfið sem slíkt áðuren þú byrjaðir? Það var skemmtilegra en ég hafði ímyndað mér. Það er skemmtilegast að fá að einbeita sér algerlega að því að mlist. Þetta er miklu meira fjölmiðillen prentið og maður er [ meira sambandi viðhlustenduren ég gerði mér greinfyrir. Það kem- urmér áóvart Þi i hvað fólk er duglegt að hringja inn og segja mér hvort ég er að spila léleg eða góð lög. Ætlaðirðu að verða útvarpsmaður þegar þú varst lítill? Aldrei, ég ætlaði að verða trommuleikari, flugmaður eða forseti. Svo byrjaði ég að læra á gítar þegar ég var 12 ára og festist þar. Þess vegna er trommarinn úr sögunni. Ég er svo búinn að útiloka flugmanninn líka, en held möguleikanum á starfi forseta ennþá opnu. Gætirðu lýst dæmigerðum degi í lífi Ágústs Bogasonar? Ég berst við það að vakna og„snúsa“ nokkr- um sínnum á morgnana, áður en ég fer á fætur. Ég gef mér sjaldnast tíma til að borða nokkurn skapaðan hlut. Ég vakna og er far- inn út nokkrum mínútum síðar. Síðan fer ég í vinnuna.Vinnudagurinn getur verið mjög skemmtilegur eða hundleiðinlegur, mikið að gera eða lítið að gera. Oft eftir vinnu ferég á hljómsveitaræfingar með hljóm- sveitinni minni Jan Mayen. Ef ég er ekki á æfingum reyni ég að gera eitthvað annað sniðugt. Síðan kem ég heim og horfi aðeins á sjónvarpið eða reyni að hitta eitthvað fólk. Ég fer svo yfirleitt í sturtu á kvöldin áður en ég fer að sofa, því ég er svo ömurlegur á morgnana. Hvað er uppáhaldstíminn þinn? Ætli það sé ekki þegar ég er að stimpla mig út því þá get ég gert það sem mér sýnist það sem eftir lifir dagsins. Eru einhverjir sérstakir áhrifavaldar í þínu Herra ísland fi kl m .22 Herra ísland 2005 verður í beinni útsendingu á SKJÁEINUM í kvöld. Úrslitin ráðast eingöngu með símakosningu. Þitt atkvæði skiptir sköpum. C Ð Iffi? Foreldrar mínir, Björk og samstarfsfélagamir hér á Rás 2. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værirðu og hvers vegna? Klárlega köttur, af því ég hef átt ketti og þeir sofa 23 tíma á dag og eru algjörlega sínir eigin herrar. Ég vildi vera köttur því þá væri ég ekki háður neinum. Ég væri bara ofsalega mjúkur og sætur og gerði það sem mér sýndist. Hver myndir þú vilja að væri lokaspurningin í þessu stutta spalli? Ég myndi vilja að lokaspurningin væri:„Af hverju er öllum illa við KR-inga?“ og svo myndi ég svara henni:„Af því að við erum bestir." EITTHVAÐ FYRIR... ...spilafíkla Sjónvarpið - kl. 22.25 - Blackpool (1:6) Breskur mynda- flokkur. Ripley Holden rekur leiktækjasal í Blackpool og ætlar sér að efn- ast vel. En það syrtir í álinn fyrir Holden þegar ungur maður fmnst látinn í fyrir tæki hans. Meðal leikenda eru Dav id Morrissey, Sarah Parish, David Tennant og fohn Thomson. ...föngulega Skjár 1 - kl. 22:00 - Herra ísland 2005 Föngulegustu karl- menn landsins munu stíga á stokk og heyja baráttu um titilinn eftirsótta í kvöld. Það verður margt um dýrðir á þessari glæsilegu hátíð sem fram fer á Broadway, Hót- el íslandi, en hátíðin er sýnd í beinni útsendingu. ...eldsnögga Stöð 2 — kl. 20:30 - Eldsnöggt með Jóa Fel (5:8) Bakarameistarinn Jói Fel kann þá list betur en margir aðrir að búa til einfalda en girni- lega rétti. Hann held- urupptekn- um hætti og kitlar bragðlauka sjónvarpsáhorf- enda sem aldrei fyrr. Þetta eru réttir sem henta við öll tækifæri en hráefn- ið er af ýmsum toga. ókeypis til 80.000 heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST ÓHAÐ blaðid=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.