blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 200S I blaðiö
Aðventan,
menningin og kirkjan
RÓSIR OG RÓMANTÍK
Islensk blóm ... auðvitað
ÍSLENSK BLÓM
Nú þegar aðventan nálgast er rétt
að minna á mikilvægt hlutverk
kirkjunnar sem stendur fyrir sam-
komum, tónleikum og upplestrum
á þessum tíma. „Kirkjan stendur
sannarlega fyrir menningu og
ósjaldan verðum við jafn mikið
vör við það eins og einmitt á að-
ventunnisegir herra Ólafur Skúla-
son biskup. „Þegar ég lít til baka
gleðst ég vegna þess hversu stóran
þátt við í Bústaðasókn áttum í að
gera fyrsta sunnudag í aðventu að
mikilli hátíð kirkjunnar þar sem
mikil áhersla var lögð á tónlistar-
flutning. Ég fékk einnig áberandi
menn úr þjóðlífinu til að flytja er-
indi. Bjarni Benediktsson talaði á
fyrstu aðventusamkomunni okkar
sem var í Réttarholtsskólanum.
Það var leiðindaveður og slabb en
salurinn var troðfullur. Þannig
hefur þetta verið síðan.“
Ólafur segir aðventusamkomur
gorenje ÍSSKÁPUR
Verð kr. 69.900
Áður kr. 96.900
RÖNNING
Borgartúni 24 | Reykjgyik | Sími: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Simi: 460 0800
Metsölulistinn allar bækur
Vetrarborgin
Arnaldur Indriöason
Jónsbók - Saga Jóns Ólafssonar
Einar Kárason
Auður Eir - Sólin kemur alltaf upp
Edda Andrésdóttir
fslandsatlas
Hans H. Hansen
Rokland
Hallgrimui Helgason
Þriðja táknið
Yrsa Sigurðardóttir
Sólskinshestur
Steinunn Sigurðardóttir
Gæfuspor - Gildin í lífinu
Gunnar Hersveinn
ifylgd meöfullorðnum
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
lSuDoku1
Wayne Gould
Listinn er gerður út frá sölu í Bókabúðum
Máls og menningar, Eymundsson og Penn-
anum dagana 16.11.05 - 22.11.05
99............................................
„Stundum gerðistþað að rithöfundar sem
beðnir voru að lesa úr verkum sínum sögðu:
„Textinn minn erkannski ekki mjög kirkjulegur".
Ég svaraði:„Kirkjulegt, hvað erþað?""
Ólafur Skúiason.„Við eigum ekki aðeins að setja Ijós á húsin og göturnar heidurtendra'
Ijósið innra með okkur sjálfum."
vera mikils virði fyrir þá sem þær
sækja. „Ég veit um verslunarfólk
sem hefur verið í miklum önnum í
starfi, var orðið mjögþrey tt en fann
hversu mikill léttir og upphafning
fólst í því að fara á samkomur þar
sem það gat hugsað um eitthvað
annað en krónurnar, aurana og
viðskiptavinafjöldann. Það fékk
fallega tónlist, oft og tíðum þokka-
legustu predikun og hvíldist. Við
gleymum því oft hversu mikilvæg
hvíldin er. Þegar ég hóf prestskap
í norður Dakóta áttu bændurnir
til að blunda í messu, sem þeir
sóttu þrátt fyrir mikið annríki við
vinnu. Þrautreyndur prestur sagði
við mig: „Ef kirkjan gefur fólki
næði til að blunda þá eigum við
að vera yfir okkur ánægð, þetta
er kannski eina tækifærið sem
þessir bændur fá til að hvílast." Ef
við notum aðventuna rétt þá gefur
hún okkur hvíld frá amstrinu sem
er allt í kringum okkur. Við eigum
ekki aðeins að setja ljós á húsin
og göturnar heldur tendra ljósið
innra með okkur sjálfum.“
Erþaðþín reynsla að listamenn séu
viljugir að koma fram í kirkjum?
„Ég varð aldrei var við það að
listamaður segði nei. Stundum
gerðist það að rithöfundar sem
beðnir voru að lesa úr verkum
sínum sögðu: „Textinn minn er
cannski ekki mjög kirkjulegur."
:g svaraði: „Kirkjulegt, hvað er
iað? Ég er að biðja þig um að lesa
iað sem þú ert að miðla fólki af
list þinni. Ef það snertir fólk þá er
tilganginum náð.“
Hvað viltu brýna fyrir fólki í sam-
bandi við aðventuna?
„Mig langar að biðja fólk um að
ganga hægt um þær dyr sem eru
galopnar í dag. Aðventan er ekki
aðeins kauptíð. Þegar ég var dóm-
prófastur í Reykjavík reyndum við
Magnús L. Sveinsson að hafa áhrif
á það að ekki væri lagt of mikið á
afgreiðslufólk í búðum og líka hitt
að jólasalan og jólatónlist hæfist
ekki fyrr en fyrsta sunnudag í að-
ventu. Okkur varð töluvert ágengt
en nú er þetta komið algjörlega
úr böndunum. Mér líkar ekki að
koma i verslunarmiðstöðvar þar
sem jólalögin hljóma í nóvember.
Heims um ból á til dæmis ekki að
flytja fyrr en á aðfangadagskvöld.
Það sama má segja um f dag er
glatt í döprum hjörtum. Þegar ég
var barn skildi ég ekki af hverju
mamma, trúuð kona og kirkju-
rækin, vildi hlusta á sálm sem fjall-
aði um döpur hjörtu. Ég skildi það
seinna. Það er margt sem hendir
fólk og margt sem mæðir á því og
gerir lífið erfitt, en það er glatt í
döprum hjörtum þegar frelsari
mannanna birtist." ■
Bílavarahlutir
THUU
Ferða- oe
skíðabox
Ocean 100
/ 360 lítrar
ApoUo 100^350 Utrar
Ocean 600
I 330 lítrar
Spirit 020
/ 400 títrar
®] Stillinq
ADALNÚMEH SÍMI S20 8000 Bíl íJV0r'cjíllutÍT'
SKEIFUNNI 11 RVÍK. • SfMI 520 8001 SMIBJUVEGI 68 KÓP. • SlMI 520 8004
DRAUPNISGATA 1 AK ■ SlMI 520 8002 BÍLDSHÖFÐA16 RVlK. ■ SlMI 520 8005
DALSHRAUN113 HFN. ■ SÍMI 520 8003 EYRARVEGI 29 SELF. ■ SlMI 520 8006
www.stilling.is