blaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 blaAÍ6
Styrkleikalisti FIFA:
Íslandí 93.-94. sæti
íslenska landsliðið í knattspyrnu
fellur um eitt sæti á nýútgefnum
styrkleikalista alþjóða knattspyrnu-
sambandsins(FIFA) sem gefinn var
út í gær. ísland er í 93.-94. sæti ásamt
landsliði Súdan en bæði landsliðin
hafa 487 stig. Landslið Singapore er
í 95. sæti, Bólivía í 96. sæti, Kýpur í
97. sæti, Litháen i 98. sæti, Botswana
í sæti númer 99 og loks Georgía í
100. sæti. Svona til gamans má geta
þess að þjóðir eins og Quatar, Irak,
Óman, Burkina Faso, Haiti og Líbýa
eru mun ofar en við á þessum styrk-
leikalista. Georgía sem er í 100. sæti
er með 462 stig svo það er ekki svo
ýkja langt fyrir okkur að detta niður
í 100. sætið.
Heimsmeistarar Brasilíu eru sem
fyrr í efsta sæti styrkleikalistans og
hafa 841 stig en Tékkar eru í öðru sæti
með 796 stig. Hollendingar hafa 791
stig i þriðja sæti. Síðan koma Argent-
ínumenn í fjórða, Frakkar í fimmta,
Spánverjar í sjötta sæti, Mexíkóar í
sjöunda, Bandaríkjamenn í áttunda,
Englendingar eru í níunda og Portú-
gal er í 10. sæti listans. ítalir eru í 12.
sæti, Danir í 13. sæti og Svíar eru í 14.
sæti. Þýskaland, sem heldur úrslita-
keppni HM á næsta ári, er í 16. sæti
listans. u
gorenje ISSKAPUR
Verð kr. 69.900
Áður kr. 96.900
RONNING
Borgartúni 24 | Reykjavík | Sími: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Sími: 460 0800
Fótboltasaga Guðna Bergs
Einn virtasti og dáðasti knattspyrnu-
maður Islands fyrr og síðar, Guðni
Bergsson, er kominn með bók á
markaðinn fyrir næstu jól og nefn-
ist hún, Guðni Bergs - fótboltasaga.
Bókin er 200 blaðsíður og fjöldi
skemmtilegra mynda prýðir bókina
sem gefin er út af Eddu. I bókinni er
farið í gegnum fótboltasögu Guðna
og margt athyglisvert kemur þar
fram. Lesandinn fær að heyra hlið
Guðna á því stóra máli af hverju
hann var ekki í landsliðinu í rúm 5
ár sem voru bestu ár hans í fótbolt-
anum. Þetta byrjaði allt í góðu á
milli Guðna og Guðjóns Þórðarsonar
í kringum landsleiki gegn írum og
Rúmenum 1997. Guðjón og Guðni
voru sammála i upphafi vegna ferða-
tilhögunar í leikinn gegn Rúmenum
en svo skildu leiðir og Guðjón og
Guðni urðu eins ósammála og hugs-
ast gat. Guðni Bergsson var á þessum
tíma fyrirliði landsliðsins. Þeir sem
vilja vita meira ættu bara að lesa
bókina því ekki verður efni hennar
rakið hér. Þorsteinn J. Vilhjálmsson
skrifar bókina en það má orða þetta
þannig að bókin sé um Guðna en
ekki skrifuð af honum. Margur sem
þekkir Guðna Bergs veit að þetta er
nú kannski ekki alveg hans stíll að
vilja láta mikið á sér bera. Hann er
hógvær og því spyr maður Þorsteinn
J. hvort það hafi ekki verið erfitt að
fá Guðna til að taka þátt í þessu?
„Eftir að hann var loks búinn að
taka ákvörðun þá var þetta ekkert
mál. Guðni er náttúrulega frábær
sögumaður. Þessi bók er ekki bara
upptalning á úrslitum og slíku,
þetta er saga Guðna í gegnum hans
líf og þetta er stór saga. Hann er
mikill karakter, fylginn sér og öll
þessu fallegu orð sem við eigum i
íslenskri tungu. Ég held að þetta sé
flott saga að lesa og ríghaldi“, sagði
Þorsteinn J. Vilhjálmsson í gær.
„Já það var geysilega stór ákvörðun
að taka þátt í þessu með Þorsteini.
En svo þegar til kom þá hafði maður
gaman af þessu. Þetta er fótbolta-
saga, þetta er um fótboltann en að
sjálfsögðu einnig um mitt líf. Þarna
er rætt um kosti og galla fótboltans
og fleira til,“ sagði Guðni Bergsson í
samtali við Blaðið í gær.
Á kápu bókarinnar er vitnað í
Ruud van Nistelrooy, leikmann
Manchester United, þar sem hann
Fer Garnett til Knicks?
Þær sögusagnir hafa gengið fjöll-
unum hærra vestur í Bandaríkj-
unum síðustu daga að Kevin Garnett,
einn besti leikmaður NBA-deild-
arinnar mörg undanfarin ár, hafi
hug á því að yfirgefa herbúðir Min-
nesota Timberwolves.
Þessi ráðahagur er for-
ráðamönnum Timber
wolves víst ekki mjög á
móti skapi, en þar á bæ
sjá menn þann kost í
stöðunni að losa sig við
stórstjörnuna og hefja
uppbyggingarstarf nán-
ast frá grunni. Garnett
er sagður hafa áhuga á
að ganga til liðs við New
York Knicks, bæði til
að endurnýja kynni sín
við leikstjórnandann Stephon Mar-
bury, sem lék með Timberwolves
á sínum tíma, og ekki síður til að
eiga þess kost að leika undir stjórn
Larry Brown. Knicks eiga reyndar
ekki mjög spennandi leikmenn til
að bjóða i skiptum, en þeir eiga hins
vegar nokkra menn sem komnir eru
langt með samninga sína og eru
því álitlegir skiptimenn. Þá hafa
nokkrir boltaspekingar spáð því að
Knicks komi til með að bjóðast til
að taka fleiri leikmenn frá Timb-
erwolves í þeim tilgangi að landa
Garnett, leikmenn með langa samn-
inga á bakinu sem ekki
verður auðvelt fyrir
Minnesota að losna við
að öðrum kosti. Wally
Szczerbiak og Troy Hud-
son hafa verið nefndir
í því sambandi. Fleiri
lið hafa reyndar verið
nefnd til sögunnar, for-
ráðamenn New Jersey
Nets, Detroit Pistons,
LA Lakers, Chicago
Bulls, Indiana Pacers
og Golden State Warri-
ors eru sagðir fylgjast grannt með
gangi mála. Þessar vangaveltur gætu
þó reynst stormur í vatnsglasi og sá
möguleiki er í stöðunni að Garnett
dvelji hjá Timberwolves í tæp tvö ár
til viðbótar, en að þeim tíma liðnum
er honum frjálst að ganga til samn-
inga við annað lið. ■
Jllltaf Ijáffengt
JHltaj j&iskt
B 4 UMM ■
Álfheimar 6 S.5536280
lýsir Guðna á eftirfarandi hátt:
„Guðni er einn erfiðasti andstæð-
ingur sem ég hef leikið gegn.“
Þetta er mikið hrós frá þessum
stórkostlega leikmanni og það er al-
veg ljóst að fótboltaunnendur hafa
þarna fengið bók sem þeir geta lesið
um næstu jól. ■
Vodafone riftir
samningivið
Man.Utd
Breska símafyrirtækið Voda-
fone hefur ákveðið að rifta
samningi sínum við enska knatt-
spyrnufélagið Manchester Un-
ited. Vodafone og United hafa
verið í samstarfi síðan árið 2000
og samningiþeirralýkur á næsta
ári. Fjögurra ára samningur
aðilanna er metinn á 36 milljónir
sterlingspunda sem er jafn-
virði um 3,9 milljarða íslenskra
króna. Þegar samningurinn
var endurnýjaður fyrir rúmum
tveimur árum gáfu forsvars-
menn Vodafone fyrirtækisins
það út að árangur í ensku knatt-
spyrnunni sem og árangur í
meistaradeildinni yrði hafður
til hliðsjónar ef að samningur-
inn yrði framlengdur. Nú er það
sem sagt ljóst að samstarf aðil-
anna verður ekki framlengdur
eftir yfirstandandi keppnistíma-
bil. Þetta er nokkuð áfall fyrir
eigendur Manchester United
en bandaríski auðkýfingurinn
Malcolm Glazer keypti nýlega
öll hlutabréfin í félaginu og
ræður nú öllu. Vodafone-menn
telja að árangur hafi ekki verið
nægilega góður til að samning-
urinn verði framlengdur.
Forsvarsmenn Mancheseter
United hafa látið hafa eftir sér
að þeir séu í viðræðum við þó
nokkurn fjölda af hugsanlegum
styrktaraðilum en hafa enn
ekki viljað láta hafa eftir sér
hverjir þeir eru.
Enska úrvalsdeildarliðið
Chelsea er með hæstu fjárhæð-
ina í dag fyrir styrktaraðila
sem auglýsir á búningi félags-
ins en Samsung borgaði 50
milljónir sterlingspunda fyrir
samningin við lið Roman Abr-
amovic sem er jafnvirði um
5,4 milljarða íslenskra króna.
Stærsti styrktaraðilasamn-
ingur knattspyrnufélags í dag
er fimm ára samningur á milli
ítalska liðsins Juventus og
líbýska olíufélagsins Tamoil
sem metinn er á um 75 millj-
ónir sterlingspunda sem er jafn-
virði um 8,1 milljarðs íslenskra
króna.
Samkvæmt fréttum frá
Englandi er talið víst að næsti
samningur United við styrkt-
araðila verður hærri en hann
var við Vodafone-fyrirtækið og
fastlega er reiknað með að
hann fari yfir 50 milljónir
sterlingspunda.